„Lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamninga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2020 14:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, við ráðherrabústaðinn. vísir/arnar Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist leggja áherslu á það á hverjum degi að samið verði við hjúkrunarfræðinga. Það sé í raun „lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag“ að stéttin búi við kjarasamning sem hún geti unað við. Jafnframt séu rök, sóttvarnalegs eðlis, sem styðji það að fresta afléttingu samkomubanns fram yfir verkalýðsdaginn. Þetta sagði Svandís við fréttastofu eftir að hafa gert ríkisstjórninni grein fyrir nýrri auglýsingu, sem byggir á tillögum sóttvarnalæknis um að framlengja núverandi samkomubann til 4. maí. Heilbrigðisráðherra segist fallast þannig á rök sóttvarnalæknis að bíða með að aflétta takmörkununum fram yfir helgi - „frekar en fyrir helgi þegar vænt er að margir komi saman,“ segir Svandís. Það hafi því ekki komið til tals að aflétta hömlunum sérstaklega fyrir hátíðahöldin 1. maí, verkalýðsdaginn, sem fellur á föstudag í ár. „Þannig að það eru rökin. Þau eru sóttvarnalegs eðlis og snúast ekki um 1. maí.“ Hátíðahöldin verði því að taka mið af áframhaldandi samkomubanni og segist Svandís heyra á verkalýðsforystunni að hún sé með slíkt í undirbúningi. „Mér finnst það bara ánægjulegt.“ Aðspurð um hvort hún geti hugsað sér að endurskoða afturköllun vaktaálagsauka fyrir hjúkrunarfræðinga, sem hefur verið til mikillar umfjöllunar frá mánaðamótum og landlæknir hefur óskað eftir að verði dregið til baka vegna faraldursins, segir Svandís að ákvörðunin sé ekki á hennar borði. Forstjóri Landspítalans þyrfti að taka þá ákvörðun. Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Í minnisblaði sem Alma Möller, landlæknir, sendi heilbirgðisráðherra í gær eru færð rök fyrir því að þessi kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga kunni að hafa áhrif á mönnun í heilbirgðiskerfinu. Mönnunin sé í dag „á gulu“ eins og Svandís lýsir því, heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi og þurfi á bakvarðasveit að halda. „Það er það sem hún [Alma] er að vekja athygli á í þessu minnisblaði, að nú sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að ná samningum og ég er bara sammála því,“ segir Svandís sem segjast beita sér fyrir því „á hverjum einasta degi“ að deiluaðilar nái saman. „Vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamninga.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00 Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist leggja áherslu á það á hverjum degi að samið verði við hjúkrunarfræðinga. Það sé í raun „lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag“ að stéttin búi við kjarasamning sem hún geti unað við. Jafnframt séu rök, sóttvarnalegs eðlis, sem styðji það að fresta afléttingu samkomubanns fram yfir verkalýðsdaginn. Þetta sagði Svandís við fréttastofu eftir að hafa gert ríkisstjórninni grein fyrir nýrri auglýsingu, sem byggir á tillögum sóttvarnalæknis um að framlengja núverandi samkomubann til 4. maí. Heilbrigðisráðherra segist fallast þannig á rök sóttvarnalæknis að bíða með að aflétta takmörkununum fram yfir helgi - „frekar en fyrir helgi þegar vænt er að margir komi saman,“ segir Svandís. Það hafi því ekki komið til tals að aflétta hömlunum sérstaklega fyrir hátíðahöldin 1. maí, verkalýðsdaginn, sem fellur á föstudag í ár. „Þannig að það eru rökin. Þau eru sóttvarnalegs eðlis og snúast ekki um 1. maí.“ Hátíðahöldin verði því að taka mið af áframhaldandi samkomubanni og segist Svandís heyra á verkalýðsforystunni að hún sé með slíkt í undirbúningi. „Mér finnst það bara ánægjulegt.“ Aðspurð um hvort hún geti hugsað sér að endurskoða afturköllun vaktaálagsauka fyrir hjúkrunarfræðinga, sem hefur verið til mikillar umfjöllunar frá mánaðamótum og landlæknir hefur óskað eftir að verði dregið til baka vegna faraldursins, segir Svandís að ákvörðunin sé ekki á hennar borði. Forstjóri Landspítalans þyrfti að taka þá ákvörðun. Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Í minnisblaði sem Alma Möller, landlæknir, sendi heilbirgðisráðherra í gær eru færð rök fyrir því að þessi kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga kunni að hafa áhrif á mönnun í heilbirgðiskerfinu. Mönnunin sé í dag „á gulu“ eins og Svandís lýsir því, heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi og þurfi á bakvarðasveit að halda. „Það er það sem hún [Alma] er að vekja athygli á í þessu minnisblaði, að nú sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að ná samningum og ég er bara sammála því,“ segir Svandís sem segjast beita sér fyrir því „á hverjum einasta degi“ að deiluaðilar nái saman. „Vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamninga.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00 Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00
Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14