UFC-bardagakappinn, Conor McGregor, fór hamförum á Twitter í gær. Hann er líklega á leið í búrið í júlí og lenti upp á kant við Tony Ferguson.
Líklegt er að Conor berjist í heimalandinu, Írlandi, í júlí gegn Justin Gaethje. Gaethje hafði betur gegn Tony Ferguson á UFC-bardagakvöldinu umdeilda sem fór fram um helgina og gæti orðið mótherji Gaethje í júlí.
Gaethje er fremstur í röðinni til að berjast gegn Khabib Nurmagomedov en McGregor kemur einnig til greina eftir að Conor setti á Twitter-síðu sína að hann hlakki til að sjá fólkið í júlí með írska og bandaríska þjóðfánanum.
Super excited for the LW Title bout in July!
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) May 12, 2020
Þetta var ekki það eina sem hinn skrautlegi Íri lét flakka á Twitter í gær. Hann ákvað einnig að hrauna yfir Tony Ferguson, sem tapaði einmitt fyrir Gaethje um helgina.
Hann sagði að hann ætti að þakka hjúkrunarfræðingum á degi þeirra þar sem þeir hafi hjálpað honum mikið að laga á honum hauskúpuna. Hann bætti við að hann ætti að læra að boxa.
Shut up and thank the nurses and doctors that plated back up your skull and stitched all those gashes up.
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) May 13, 2020
It s international nurses day!
And learn how to box!
Fumbling over your feet like a fucking Buffoon. We d be embarrassed to represent that at Paradigm Sports.
GPizzle