Afgreiðslumaður segist stundum vera stressaður vegna faraldursins Eiður Þór Árnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. apríl 2020 13:17 Þrátt fyrir að framlínufólk Krónunnar afgreiði fjölda fólks á degi hverjum hefur aðeins einn starfsmaður veikst af Covid-19 að sögn stjórnanda. Engin hafi þurft að fara í sóttkví. Afgreiðslumaður sem stendur vaktina þar segist stundum stressaður vegna faraldursins en reynir þó að halda ró sinni. Á tímum inniveru, sóttkvíar og einangrunar er framlínufólk sem stendur vaktina svo hin getum fenguð okkur að borða og því er líður misjafnlega alveg eins og okkur hinum. „Maður er svona pínu stressaður en maður reynir samt að halda ró sinni og kannski ekki að nálgast fólk of mikið,“ segir Henning Árni Jóhannsson, afgreiðslumaður hjá Krónunni. Hann segir að viðskiptavinir hugi vel að smitvörnum. „Það eru auðvitað rosalega mikið um það að fólk sé að koma í hönskum og líka það að þeir séu að koma með grímur inn,” bætir hann við. Guðrún Svala Jónasdóttir, verslunarstjóri hjá Krónunni, segir að afgreiðslufólki líði misvel í þessum aðstæðum. „Það er allur gangur á því. Sumir eru rosalega smeykir, svolítil hræddir en margir eru frekar yfirvegaðir og bara passa sig, spritta, þvo og já það er bara allur gangur á því.“ Markaðsstjóri Krónunnar segir að þeir sem hafi viljað sleppa við afgreiðslustörf hafi getað fengið frí. Þrátt fyrir að margir starfi hjá verslunarkeðjunni hafi aðeins einn starfsmaður smitast af Covid-19. „Það eru tæplega níu hundruð manns sem starfa á gólfinu í verslunum Krónunnar og það er einn starfsmaður smitaður hjá okkur. Eftir að rakningateymið hefur farið af stað þá þótti ekki ástæða til þess að setja neinn í sóttkví í kjölfarið,” segir Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Vinnumarkaður Heilbrigðismál Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Þrátt fyrir að framlínufólk Krónunnar afgreiði fjölda fólks á degi hverjum hefur aðeins einn starfsmaður veikst af Covid-19 að sögn stjórnanda. Engin hafi þurft að fara í sóttkví. Afgreiðslumaður sem stendur vaktina þar segist stundum stressaður vegna faraldursins en reynir þó að halda ró sinni. Á tímum inniveru, sóttkvíar og einangrunar er framlínufólk sem stendur vaktina svo hin getum fenguð okkur að borða og því er líður misjafnlega alveg eins og okkur hinum. „Maður er svona pínu stressaður en maður reynir samt að halda ró sinni og kannski ekki að nálgast fólk of mikið,“ segir Henning Árni Jóhannsson, afgreiðslumaður hjá Krónunni. Hann segir að viðskiptavinir hugi vel að smitvörnum. „Það eru auðvitað rosalega mikið um það að fólk sé að koma í hönskum og líka það að þeir séu að koma með grímur inn,” bætir hann við. Guðrún Svala Jónasdóttir, verslunarstjóri hjá Krónunni, segir að afgreiðslufólki líði misvel í þessum aðstæðum. „Það er allur gangur á því. Sumir eru rosalega smeykir, svolítil hræddir en margir eru frekar yfirvegaðir og bara passa sig, spritta, þvo og já það er bara allur gangur á því.“ Markaðsstjóri Krónunnar segir að þeir sem hafi viljað sleppa við afgreiðslustörf hafi getað fengið frí. Þrátt fyrir að margir starfi hjá verslunarkeðjunni hafi aðeins einn starfsmaður smitast af Covid-19. „Það eru tæplega níu hundruð manns sem starfa á gólfinu í verslunum Krónunnar og það er einn starfsmaður smitaður hjá okkur. Eftir að rakningateymið hefur farið af stað þá þótti ekki ástæða til þess að setja neinn í sóttkví í kjölfarið,” segir Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Vinnumarkaður Heilbrigðismál Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira