Ekki hægt að æfa frjálsar utanhúss í Reykjavík: „Afleiðing ákvarðanaleysis“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2020 22:00 Miklar skemmdir eru á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli eftir veturinn. MYND/STÖÐ 2 SPORT Ekki er hægt að stunda frjálsar íþróttir utanhúss í Reykjavík í dag svo að vel sé. Eina hlaupabrautin í borginni, á Laugardalsvelli, er ónýt eftir veturinn og tafir hafa orðið á því að nýr völlur í Mjódd verði tilbúinn. Í Sportinu í dag voru sýndar þær miklar skemmdir sem orðið hafa á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli en Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, benti á að brautin væri svo sannarlega komin til ára sinna: „Það er bara staðreynd að þessi tartanbraut er lögð 1992 og það þyrfti að vera eitthvað kraftaverk ef það væri ekki farið að sjást á þessu. Það er búin að vera þessi umræða í öll þessi ár [um nýjan frjálsíþróttaleikvang] en alltaf verið að fresta, þannig að það hafa aldrei komið alvöru endurbætur á þessu undirlagi. Svo gerist það í vetur að efnið lyftist eftir að hafa frosið, og þegar farið er með vélar yfir það þá flettist það bara af. Það er enginn ásetningur þarna, þetta er bara afleiðing skipulags eða ákvarðanaleysis,“ sagði Freyr. En hvað gera þá Aníta Hinriksdóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og annað reykvískt frjálsíþróttafólk sem vill æfa utanhúss í dag? „Það er frábær spurning. Heyrðu, ég ætla að fara út á æfingu á eftir. Ég get það ekki í Reykjavík,“ sagði Freyr en bætti við að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur væri þó að vinna í því að laga Laugardalsvöll. „Fram undan eru endurbætur þar sem að verður eftir því sem að mér skilst skipt alveg um efni á 150 metrum (af 400 metra hlaupabraut). Það eru mestu endurbætur á þessum velli frá árinu 1992,“ sagði Freyr. Vandamálið væri minna ef að nýr frjálsíþróttavöllur í Mjódd væri tilbúinn en svo er ekki: „Þar urðu „framkvæmdavandræði“ þegar að leggja átti efnið vegna þess að malbikið undir uppfyllti ekki staðla. Ef að það hefði ekki komið upp á þá væri núna glæsilegur frjálsíþróttavöllur í Mjódd. Ég ætla ekki að benda á það hverjum þetta er nákvæmlega að kenna en þetta er staðan. En ÍTR vinnur mjög vel og reynir að hjálpa okkur með þessar aðstæður, og munu reyna að hleypa fólki inn á Laugardalsvöll þar sem verður búið að afmarka hvar slysahætta er, þangað til að búið er að endurbæta brautirnar,“ sagði Freyr. Klippa: Sportið í dag - Vantar frjálsíþróttavöll í Reykjavík Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Frjálsar íþróttir Reykjavík Sportið í dag Laugardalsvöllur Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Ekki er hægt að stunda frjálsar íþróttir utanhúss í Reykjavík í dag svo að vel sé. Eina hlaupabrautin í borginni, á Laugardalsvelli, er ónýt eftir veturinn og tafir hafa orðið á því að nýr völlur í Mjódd verði tilbúinn. Í Sportinu í dag voru sýndar þær miklar skemmdir sem orðið hafa á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli en Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, benti á að brautin væri svo sannarlega komin til ára sinna: „Það er bara staðreynd að þessi tartanbraut er lögð 1992 og það þyrfti að vera eitthvað kraftaverk ef það væri ekki farið að sjást á þessu. Það er búin að vera þessi umræða í öll þessi ár [um nýjan frjálsíþróttaleikvang] en alltaf verið að fresta, þannig að það hafa aldrei komið alvöru endurbætur á þessu undirlagi. Svo gerist það í vetur að efnið lyftist eftir að hafa frosið, og þegar farið er með vélar yfir það þá flettist það bara af. Það er enginn ásetningur þarna, þetta er bara afleiðing skipulags eða ákvarðanaleysis,“ sagði Freyr. En hvað gera þá Aníta Hinriksdóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og annað reykvískt frjálsíþróttafólk sem vill æfa utanhúss í dag? „Það er frábær spurning. Heyrðu, ég ætla að fara út á æfingu á eftir. Ég get það ekki í Reykjavík,“ sagði Freyr en bætti við að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur væri þó að vinna í því að laga Laugardalsvöll. „Fram undan eru endurbætur þar sem að verður eftir því sem að mér skilst skipt alveg um efni á 150 metrum (af 400 metra hlaupabraut). Það eru mestu endurbætur á þessum velli frá árinu 1992,“ sagði Freyr. Vandamálið væri minna ef að nýr frjálsíþróttavöllur í Mjódd væri tilbúinn en svo er ekki: „Þar urðu „framkvæmdavandræði“ þegar að leggja átti efnið vegna þess að malbikið undir uppfyllti ekki staðla. Ef að það hefði ekki komið upp á þá væri núna glæsilegur frjálsíþróttavöllur í Mjódd. Ég ætla ekki að benda á það hverjum þetta er nákvæmlega að kenna en þetta er staðan. En ÍTR vinnur mjög vel og reynir að hjálpa okkur með þessar aðstæður, og munu reyna að hleypa fólki inn á Laugardalsvöll þar sem verður búið að afmarka hvar slysahætta er, þangað til að búið er að endurbæta brautirnar,“ sagði Freyr. Klippa: Sportið í dag - Vantar frjálsíþróttavöll í Reykjavík Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Frjálsar íþróttir Reykjavík Sportið í dag Laugardalsvöllur Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira