Flugstjórar með 2,1 milljón á mánuði að meðaltali Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2020 13:04 Flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Flugstjórar hjá Icelandair eru með 2,1 milljón króna í heildarlaun að meðaltali miðað við árið 2019. Flugmenn hjá flugfélaginu eru með 1,1 milljón krónur í heildarlaun að meðaltali. Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu um kjör starfsstétta Icelandair. Mbl greindi fyrst frá. Yfirflugfreyjur eru að sama skapi með um 740 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði að meðaltali. Heildarlaun flugfreyja eru að meðaltali um 520 þúsund krónur. Dagpeningar í mánuði eru um 140-145 þúsund krónur að meðtaltali. Ekki fengust upplýsingar um launakjör flugvirkja. Starfstéttirnar þrjár eru hver fyrir sig með ólíka kjarasamninga við Icelandair varðandi vinnutíma, orlof, vaktafrí og lífeyrisréttindum svo eitthvað sé nefnt. Forstjórinn leggur áherslu á lægri laun Fyrirtækið rær nú lífróður til að bjarga sér frá gjaldþroti og stefnir á að ná allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð fyrir 22. maí. Fjármálaráðherra hefur sagt flugfélagið að óbreyttu stefna í gjaldþrot. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsmanna um helgina að lækka þyrfti kostnað og þar vægi launakostnaður allra starfsmanna þungt, væri stærsti kostnaðarliðurinn. Fjárfestar gerðu kröfu um nýja langtímasamninga sem sýndu fram á að einingarkostnaður vegna launa yrði ekki hærri en hjá þeim flugfélögum sem Icelandair bæri sig saman við. Ósamið við flugfreyjur og flugmenn Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands um helgina er farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. Samkvæmt tillögunum getur FFÍ ekki samið um launahækkun fyrr en í fyrsta lagi í október árið 2023. Kjarasamningurinn sem lagður er til myndi gilda frá 15. maí næstkomandi, til loka ársins 2025. Þá er í tillögum Icelandair ákvæði sem gefur félaginu heimild til þess að opna samninga og hefja viðræður að nýju, skili félagið ekki hagnaði árið 2023. Fréttablaðið greindi frá því í morgun og haft eftir heimildum að nýi kjarasamningurinn sem Icelandair vildi bera undir flugmenn hljóði upp á engar launahækkanir fyrstu tvö árin. Síðan hækki laun um 2,5 til 3,5% á árunum 2023 til 2025. Innleitt verði nýtt kaupaukakerfi þannig að flugmenn myndu fá tiltekna hlutdeild í rekstrarhagnaði félagsins. Matthías Sveinbjörnsson, forseti flugmálafélagsins, ræddi um samanburð á Icelandair við lággjaldaflugfélög í Reykjavík síðdegis í gær. Hann segir ekki hægt að bera Icelandair saman við Wizz, EasyJet og önnur slík félög. Félag íslenskra atvinnuflugmanna mun hafa hafnað beiðni Icelandair að kjarasamningurinn yrði borinn undir félagsmenn. Flugmenn segjast hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugvirkjar segjast standa vörð um gildi sín Flugvirkjar hafa undirritað nýjan kjarasamning við Icelandair sem gildir til ársloka 2025. Í tilkynningu frá Icelandair um helgina var samningurinn sagður styrkja samkeppnishæfni Icelandair og standa vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi. Svona var staðan á Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi föstudaginn 8. maí. Kyrrstæðar vélar og lítið í gangi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ), segir í samtali við Vísi að flugvirkjar taki á sig kjaraskerðingu með samningnum. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. „Þetta snýst ekki bara um tölur heldur um ákveðinn sveigjanleika líka um vinnutíma og breytingar á aukagreiðslum og slíku sem er verið að skerða í rauninni,“ segir Guðmundur Úlfar. Guðmundur hefur ekki viljað ræða nánar innihald samningsins áður en hann verður kynntur félagsmönnum. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Sjá meira
Flugstjórar hjá Icelandair eru með 2,1 milljón króna í heildarlaun að meðaltali miðað við árið 2019. Flugmenn hjá flugfélaginu eru með 1,1 milljón krónur í heildarlaun að meðaltali. Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu um kjör starfsstétta Icelandair. Mbl greindi fyrst frá. Yfirflugfreyjur eru að sama skapi með um 740 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði að meðaltali. Heildarlaun flugfreyja eru að meðaltali um 520 þúsund krónur. Dagpeningar í mánuði eru um 140-145 þúsund krónur að meðtaltali. Ekki fengust upplýsingar um launakjör flugvirkja. Starfstéttirnar þrjár eru hver fyrir sig með ólíka kjarasamninga við Icelandair varðandi vinnutíma, orlof, vaktafrí og lífeyrisréttindum svo eitthvað sé nefnt. Forstjórinn leggur áherslu á lægri laun Fyrirtækið rær nú lífróður til að bjarga sér frá gjaldþroti og stefnir á að ná allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð fyrir 22. maí. Fjármálaráðherra hefur sagt flugfélagið að óbreyttu stefna í gjaldþrot. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsmanna um helgina að lækka þyrfti kostnað og þar vægi launakostnaður allra starfsmanna þungt, væri stærsti kostnaðarliðurinn. Fjárfestar gerðu kröfu um nýja langtímasamninga sem sýndu fram á að einingarkostnaður vegna launa yrði ekki hærri en hjá þeim flugfélögum sem Icelandair bæri sig saman við. Ósamið við flugfreyjur og flugmenn Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands um helgina er farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. Samkvæmt tillögunum getur FFÍ ekki samið um launahækkun fyrr en í fyrsta lagi í október árið 2023. Kjarasamningurinn sem lagður er til myndi gilda frá 15. maí næstkomandi, til loka ársins 2025. Þá er í tillögum Icelandair ákvæði sem gefur félaginu heimild til þess að opna samninga og hefja viðræður að nýju, skili félagið ekki hagnaði árið 2023. Fréttablaðið greindi frá því í morgun og haft eftir heimildum að nýi kjarasamningurinn sem Icelandair vildi bera undir flugmenn hljóði upp á engar launahækkanir fyrstu tvö árin. Síðan hækki laun um 2,5 til 3,5% á árunum 2023 til 2025. Innleitt verði nýtt kaupaukakerfi þannig að flugmenn myndu fá tiltekna hlutdeild í rekstrarhagnaði félagsins. Matthías Sveinbjörnsson, forseti flugmálafélagsins, ræddi um samanburð á Icelandair við lággjaldaflugfélög í Reykjavík síðdegis í gær. Hann segir ekki hægt að bera Icelandair saman við Wizz, EasyJet og önnur slík félög. Félag íslenskra atvinnuflugmanna mun hafa hafnað beiðni Icelandair að kjarasamningurinn yrði borinn undir félagsmenn. Flugmenn segjast hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugvirkjar segjast standa vörð um gildi sín Flugvirkjar hafa undirritað nýjan kjarasamning við Icelandair sem gildir til ársloka 2025. Í tilkynningu frá Icelandair um helgina var samningurinn sagður styrkja samkeppnishæfni Icelandair og standa vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi. Svona var staðan á Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi föstudaginn 8. maí. Kyrrstæðar vélar og lítið í gangi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ), segir í samtali við Vísi að flugvirkjar taki á sig kjaraskerðingu með samningnum. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. „Þetta snýst ekki bara um tölur heldur um ákveðinn sveigjanleika líka um vinnutíma og breytingar á aukagreiðslum og slíku sem er verið að skerða í rauninni,“ segir Guðmundur Úlfar. Guðmundur hefur ekki viljað ræða nánar innihald samningsins áður en hann verður kynntur félagsmönnum.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Sjá meira