Ítarlegt viðtal við sérfræðingana á gjörgæslu sem lýsa ástandinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. apríl 2020 11:54 Yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans segir spítalann hafa áður búið sig undir faraldur líkt og kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir. Þetta sé í raun í þriðja sinn síðan um aldamótin sem það sé gert. Hinir faraldrarnir hafi þó ekki verið jafnalvarlegir og kórónuveirufaraldurinn og ekki jafn mörg smit þá í samfélaginu. Þá hafi læknar haft mótefni og lyfjameðferð í baráttunni þegar svínaflensan gekk yfir ólíkt því sem nú er. Allt upp í þrjátíu manns vinna á hverjum tíma á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Mikið hefur mætt á deildinni undanfarnar viku vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og liggja þar nú tólf manns en voru ellefu í gær. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir gjörgæsludeildarinnar í Fossvogi, segir vinnutímann langan og geta farið upp í sextán klukkustundir. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar „Það er mikið starfsfólk sem að sinnir þessu eins og hérna hjá okkur í Fossvogi, þetta er svona undir þrjátíu manns á hverri vakt. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar og fleiri. Þetta er gríðarlega mikið starf af því það þurfa allir að klæðast í mikinn hlífðarbúnað þegar þeir fara að sinna sjúklingunum og það getur verið erfið staða. Við reynum að skipta fólki oft út þannig að þetta verði sem minnst álag á starfsfólk. Því við verðum líka að hugsa um starfsfólkið og verja það gegn sýkingum,“ segir Kristinn. Flytja hefur þurft hluta sjúklinganna af deildinni í Fossvogi yfir á gjörgæsludeildina við Hringbraut til að dreifa álagi. Sigurbergur Kárason yfirlæknir á gjörgæsludeildinni við Hringbraut segir spítalann hafa búið sig vel undir faraldurinn. Sigurbergur Kárason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.Vísir/Arnar „Þetta er nú svo sem þriðji faraldurinn frá aldamótum í sjálfu sér þannig að maður hefði getað séð fyrir sér og við náttúrulega höfum farið í gegnum svona svipaðan undirbúning áður en ekki gengið svona langt. Það sem náttúrulega munaði líka frá svínaflensufaraldrinum að þá var til mótefni og lyfjameðferð sem við höfum ekki núna þannig að það er öðruvísi staða. En í sjálfu sér vorum við í svipuðum svona aðstöðu þá en það gekk ekki jafn langt. Það var ekki jafn alvarlegur faraldur. Ekki jafn mikið útbreitt smit,“ segir Sigurbergur. Heimsóknarbann er á Landspítalanum og fá aðstandendur því ekki að vera með þeim sem veikjast. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar „Við erum að reyna gera allt til þess að reyna að vera í sem bestu sambandi við ættingjana og læknarnir hafa komið upp mjög góðu systemi og prestarnir með okkur í því að veita fólki sem sagt hjálp og það er svona sú sálgæsla sem við getum veitt og það skiptir rosalegu miklu máli. Maður getur bara ímyndað sér að vera heima og eiga veikan ættingja á gjörgæslu,“ segir Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans segir spítalann hafa áður búið sig undir faraldur líkt og kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir. Þetta sé í raun í þriðja sinn síðan um aldamótin sem það sé gert. Hinir faraldrarnir hafi þó ekki verið jafnalvarlegir og kórónuveirufaraldurinn og ekki jafn mörg smit þá í samfélaginu. Þá hafi læknar haft mótefni og lyfjameðferð í baráttunni þegar svínaflensan gekk yfir ólíkt því sem nú er. Allt upp í þrjátíu manns vinna á hverjum tíma á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Mikið hefur mætt á deildinni undanfarnar viku vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og liggja þar nú tólf manns en voru ellefu í gær. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir gjörgæsludeildarinnar í Fossvogi, segir vinnutímann langan og geta farið upp í sextán klukkustundir. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar „Það er mikið starfsfólk sem að sinnir þessu eins og hérna hjá okkur í Fossvogi, þetta er svona undir þrjátíu manns á hverri vakt. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar og fleiri. Þetta er gríðarlega mikið starf af því það þurfa allir að klæðast í mikinn hlífðarbúnað þegar þeir fara að sinna sjúklingunum og það getur verið erfið staða. Við reynum að skipta fólki oft út þannig að þetta verði sem minnst álag á starfsfólk. Því við verðum líka að hugsa um starfsfólkið og verja það gegn sýkingum,“ segir Kristinn. Flytja hefur þurft hluta sjúklinganna af deildinni í Fossvogi yfir á gjörgæsludeildina við Hringbraut til að dreifa álagi. Sigurbergur Kárason yfirlæknir á gjörgæsludeildinni við Hringbraut segir spítalann hafa búið sig vel undir faraldurinn. Sigurbergur Kárason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.Vísir/Arnar „Þetta er nú svo sem þriðji faraldurinn frá aldamótum í sjálfu sér þannig að maður hefði getað séð fyrir sér og við náttúrulega höfum farið í gegnum svona svipaðan undirbúning áður en ekki gengið svona langt. Það sem náttúrulega munaði líka frá svínaflensufaraldrinum að þá var til mótefni og lyfjameðferð sem við höfum ekki núna þannig að það er öðruvísi staða. En í sjálfu sér vorum við í svipuðum svona aðstöðu þá en það gekk ekki jafn langt. Það var ekki jafn alvarlegur faraldur. Ekki jafn mikið útbreitt smit,“ segir Sigurbergur. Heimsóknarbann er á Landspítalanum og fá aðstandendur því ekki að vera með þeim sem veikjast. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar „Við erum að reyna gera allt til þess að reyna að vera í sem bestu sambandi við ættingjana og læknarnir hafa komið upp mjög góðu systemi og prestarnir með okkur í því að veita fólki sem sagt hjálp og það er svona sú sálgæsla sem við getum veitt og það skiptir rosalegu miklu máli. Maður getur bara ímyndað sér að vera heima og eiga veikan ættingja á gjörgæslu,“ segir Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira