Ítarlegt viðtal við sérfræðingana á gjörgæslu sem lýsa ástandinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. apríl 2020 11:54 Yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans segir spítalann hafa áður búið sig undir faraldur líkt og kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir. Þetta sé í raun í þriðja sinn síðan um aldamótin sem það sé gert. Hinir faraldrarnir hafi þó ekki verið jafnalvarlegir og kórónuveirufaraldurinn og ekki jafn mörg smit þá í samfélaginu. Þá hafi læknar haft mótefni og lyfjameðferð í baráttunni þegar svínaflensan gekk yfir ólíkt því sem nú er. Allt upp í þrjátíu manns vinna á hverjum tíma á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Mikið hefur mætt á deildinni undanfarnar viku vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og liggja þar nú tólf manns en voru ellefu í gær. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir gjörgæsludeildarinnar í Fossvogi, segir vinnutímann langan og geta farið upp í sextán klukkustundir. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar „Það er mikið starfsfólk sem að sinnir þessu eins og hérna hjá okkur í Fossvogi, þetta er svona undir þrjátíu manns á hverri vakt. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar og fleiri. Þetta er gríðarlega mikið starf af því það þurfa allir að klæðast í mikinn hlífðarbúnað þegar þeir fara að sinna sjúklingunum og það getur verið erfið staða. Við reynum að skipta fólki oft út þannig að þetta verði sem minnst álag á starfsfólk. Því við verðum líka að hugsa um starfsfólkið og verja það gegn sýkingum,“ segir Kristinn. Flytja hefur þurft hluta sjúklinganna af deildinni í Fossvogi yfir á gjörgæsludeildina við Hringbraut til að dreifa álagi. Sigurbergur Kárason yfirlæknir á gjörgæsludeildinni við Hringbraut segir spítalann hafa búið sig vel undir faraldurinn. Sigurbergur Kárason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.Vísir/Arnar „Þetta er nú svo sem þriðji faraldurinn frá aldamótum í sjálfu sér þannig að maður hefði getað séð fyrir sér og við náttúrulega höfum farið í gegnum svona svipaðan undirbúning áður en ekki gengið svona langt. Það sem náttúrulega munaði líka frá svínaflensufaraldrinum að þá var til mótefni og lyfjameðferð sem við höfum ekki núna þannig að það er öðruvísi staða. En í sjálfu sér vorum við í svipuðum svona aðstöðu þá en það gekk ekki jafn langt. Það var ekki jafn alvarlegur faraldur. Ekki jafn mikið útbreitt smit,“ segir Sigurbergur. Heimsóknarbann er á Landspítalanum og fá aðstandendur því ekki að vera með þeim sem veikjast. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar „Við erum að reyna gera allt til þess að reyna að vera í sem bestu sambandi við ættingjana og læknarnir hafa komið upp mjög góðu systemi og prestarnir með okkur í því að veita fólki sem sagt hjálp og það er svona sú sálgæsla sem við getum veitt og það skiptir rosalegu miklu máli. Maður getur bara ímyndað sér að vera heima og eiga veikan ættingja á gjörgæslu,“ segir Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans segir spítalann hafa áður búið sig undir faraldur líkt og kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir. Þetta sé í raun í þriðja sinn síðan um aldamótin sem það sé gert. Hinir faraldrarnir hafi þó ekki verið jafnalvarlegir og kórónuveirufaraldurinn og ekki jafn mörg smit þá í samfélaginu. Þá hafi læknar haft mótefni og lyfjameðferð í baráttunni þegar svínaflensan gekk yfir ólíkt því sem nú er. Allt upp í þrjátíu manns vinna á hverjum tíma á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Mikið hefur mætt á deildinni undanfarnar viku vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og liggja þar nú tólf manns en voru ellefu í gær. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir gjörgæsludeildarinnar í Fossvogi, segir vinnutímann langan og geta farið upp í sextán klukkustundir. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar „Það er mikið starfsfólk sem að sinnir þessu eins og hérna hjá okkur í Fossvogi, þetta er svona undir þrjátíu manns á hverri vakt. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar og fleiri. Þetta er gríðarlega mikið starf af því það þurfa allir að klæðast í mikinn hlífðarbúnað þegar þeir fara að sinna sjúklingunum og það getur verið erfið staða. Við reynum að skipta fólki oft út þannig að þetta verði sem minnst álag á starfsfólk. Því við verðum líka að hugsa um starfsfólkið og verja það gegn sýkingum,“ segir Kristinn. Flytja hefur þurft hluta sjúklinganna af deildinni í Fossvogi yfir á gjörgæsludeildina við Hringbraut til að dreifa álagi. Sigurbergur Kárason yfirlæknir á gjörgæsludeildinni við Hringbraut segir spítalann hafa búið sig vel undir faraldurinn. Sigurbergur Kárason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.Vísir/Arnar „Þetta er nú svo sem þriðji faraldurinn frá aldamótum í sjálfu sér þannig að maður hefði getað séð fyrir sér og við náttúrulega höfum farið í gegnum svona svipaðan undirbúning áður en ekki gengið svona langt. Það sem náttúrulega munaði líka frá svínaflensufaraldrinum að þá var til mótefni og lyfjameðferð sem við höfum ekki núna þannig að það er öðruvísi staða. En í sjálfu sér vorum við í svipuðum svona aðstöðu þá en það gekk ekki jafn langt. Það var ekki jafn alvarlegur faraldur. Ekki jafn mikið útbreitt smit,“ segir Sigurbergur. Heimsóknarbann er á Landspítalanum og fá aðstandendur því ekki að vera með þeim sem veikjast. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar „Við erum að reyna gera allt til þess að reyna að vera í sem bestu sambandi við ættingjana og læknarnir hafa komið upp mjög góðu systemi og prestarnir með okkur í því að veita fólki sem sagt hjálp og það er svona sú sálgæsla sem við getum veitt og það skiptir rosalegu miklu máli. Maður getur bara ímyndað sér að vera heima og eiga veikan ættingja á gjörgæslu,“ segir Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira