Segir Obama hafa átt að halda kjafti Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2020 12:18 Mitch McConnell, Barack Obama og Donald Trump. Vísir/Epa Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði ekki átt að gagnrýna Donald Trump, núverandi forseta, fyrir viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og vegna inngripa hans í dómskerfi Bandaríkjanna. McConnell segir að Obama hefði átt að halda kjafti. „Mér finnst það taktlaust, svo satt skal segja, að gagnrýna ríkisstjórn sem kemur á eftir þér,“ sagði McConnell í samtali við Löru Trump, tengdadóttur forsetans, sem sýnt var af forsetaframboði Trump. „Þú fékkst þitt tækifæri, þú varst þarna í átta ár,“ sagði McConnell. Hann sagði eðlilegt að Obama væri ósammála því sem Trump væri að gera en vísaði til hefðar sem Bush-feðgarnir mynduðu, um að gagnrýna ekki þá sem taka við sem forsetar, og sagði að Obama hefði átt að fylgja henni. Það væri góð hefð. Obama hefur nokkrum sinnum gagnrýnt Trump. Til að mynda þegar Trump felldi niður DACA og þegar Trump bannaði í fyrsta sinn fólki frá löndum þar sem múslímar eru í meirihluta að ferðast til Bandaríkjanna. Sagði viðbrögðin óreiðukennd Á fjarfundi með fyrrverandi starfsmönnum sínum í Hvíta húsinu sagði Obama að viðbrögð Trump við faraldrinum hafi verið óreiðukennd. Þeim ummælum var svo lekið til fjölmiðla. Sjá einnig: Obama segir viðbrögð Trump við faraldrinum „óreiðukennd“ Obama hefur ekkert tjáð sig um það að Trump hafi ítrekað ranglega kennt forsetanum fyrrverandi um það hve illa faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á Bandaríkjunum. Meðal annars hefur Trump gagnrýnt Obama fyrir að hafa skilið eftir sig próf sem virkuðu ekki gegn Covid-19, sjúkdómnum sem varð til í lok síðasta árs. McConnell sló á svipaða strengi og sagði að ríkisstjórn Obama hefði ekki skilið eftir neinar áætlanir eða birgðir og tól fyrir ríkisstjórn Trump varðandi mögulega faraldra sem þennan. Það er fjarri því að vera sannleikanum samkvæmt. We literally left them a 69-page Pandemic Playbook.... that they ignored And an office called the Pandemic Preparedness Office... that they abolished. And a global monitoring system called PREDICT .. that they cut by 75% https://t.co/OD94v0UI4n— Ronald Klain (@RonaldKlain) May 12, 2020 Fyrrverandi starfsmenn Obama í Hvíta húsinu hafa ítrekað sagt frá áætlunum sem skildar voru eftir og ekki var farið eftir. Þá voru reglugerðir sem Obama bjó til og áttu að nýtast í tilfellum sem um hér ræðir felldar niður. Árið 2015 stofnaði Obama sérstakt viðbragðsteymi gegn faröldrum innan þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Það ráð var fellt niður árið 2018 og meðlimir þess reknir eða færðir í aðrar stöður. Þá hafði John Bolton tekið við sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump af Tom Bossert. Bossert hafði kallað eftir umfangsmiklum viðbragðsáætlunum við faröldrum og efnavopnaárásum. Ekkert varð af því. Vill rannsaka Obama Undanfarnar vikur hefur Trump ítrekað gefið í skyn að tilefni sé til að rannsaka störf Obama í Hvíta húsinu og jafnvel sakað forsetann fyrrverandi um að beita sér gegn framboði Trump. Hann hefur varið miklum tíma í að ýta undir myllumerkið #Obamagate og sakaði Obama um helgina um að hafa framið „stærsta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna“. Þegar Trump var spurður að því hvaða glæp Obama átti að hafa framið sagði hann alla vita það, án þess þó að nefna það. „Þið vitið hver glæpurinn er. Glæpurinn er öllum augljós, þið þurfið bara að lesa dagblöðin,“ sagði Trump. .@PhilipRucker: You appeared to accuse Obama of a crime yesterday. What did he do?TRUMP: "Obamagate." RUCKER: What is the crime?TRUMP: "You know what the crime is. The crime is very obvious to everybody." pic.twitter.com/EUueidNwGp— Aaron Rupar (@atrupar) May 11, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði ekki átt að gagnrýna Donald Trump, núverandi forseta, fyrir viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og vegna inngripa hans í dómskerfi Bandaríkjanna. McConnell segir að Obama hefði átt að halda kjafti. „Mér finnst það taktlaust, svo satt skal segja, að gagnrýna ríkisstjórn sem kemur á eftir þér,“ sagði McConnell í samtali við Löru Trump, tengdadóttur forsetans, sem sýnt var af forsetaframboði Trump. „Þú fékkst þitt tækifæri, þú varst þarna í átta ár,“ sagði McConnell. Hann sagði eðlilegt að Obama væri ósammála því sem Trump væri að gera en vísaði til hefðar sem Bush-feðgarnir mynduðu, um að gagnrýna ekki þá sem taka við sem forsetar, og sagði að Obama hefði átt að fylgja henni. Það væri góð hefð. Obama hefur nokkrum sinnum gagnrýnt Trump. Til að mynda þegar Trump felldi niður DACA og þegar Trump bannaði í fyrsta sinn fólki frá löndum þar sem múslímar eru í meirihluta að ferðast til Bandaríkjanna. Sagði viðbrögðin óreiðukennd Á fjarfundi með fyrrverandi starfsmönnum sínum í Hvíta húsinu sagði Obama að viðbrögð Trump við faraldrinum hafi verið óreiðukennd. Þeim ummælum var svo lekið til fjölmiðla. Sjá einnig: Obama segir viðbrögð Trump við faraldrinum „óreiðukennd“ Obama hefur ekkert tjáð sig um það að Trump hafi ítrekað ranglega kennt forsetanum fyrrverandi um það hve illa faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á Bandaríkjunum. Meðal annars hefur Trump gagnrýnt Obama fyrir að hafa skilið eftir sig próf sem virkuðu ekki gegn Covid-19, sjúkdómnum sem varð til í lok síðasta árs. McConnell sló á svipaða strengi og sagði að ríkisstjórn Obama hefði ekki skilið eftir neinar áætlanir eða birgðir og tól fyrir ríkisstjórn Trump varðandi mögulega faraldra sem þennan. Það er fjarri því að vera sannleikanum samkvæmt. We literally left them a 69-page Pandemic Playbook.... that they ignored And an office called the Pandemic Preparedness Office... that they abolished. And a global monitoring system called PREDICT .. that they cut by 75% https://t.co/OD94v0UI4n— Ronald Klain (@RonaldKlain) May 12, 2020 Fyrrverandi starfsmenn Obama í Hvíta húsinu hafa ítrekað sagt frá áætlunum sem skildar voru eftir og ekki var farið eftir. Þá voru reglugerðir sem Obama bjó til og áttu að nýtast í tilfellum sem um hér ræðir felldar niður. Árið 2015 stofnaði Obama sérstakt viðbragðsteymi gegn faröldrum innan þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Það ráð var fellt niður árið 2018 og meðlimir þess reknir eða færðir í aðrar stöður. Þá hafði John Bolton tekið við sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump af Tom Bossert. Bossert hafði kallað eftir umfangsmiklum viðbragðsáætlunum við faröldrum og efnavopnaárásum. Ekkert varð af því. Vill rannsaka Obama Undanfarnar vikur hefur Trump ítrekað gefið í skyn að tilefni sé til að rannsaka störf Obama í Hvíta húsinu og jafnvel sakað forsetann fyrrverandi um að beita sér gegn framboði Trump. Hann hefur varið miklum tíma í að ýta undir myllumerkið #Obamagate og sakaði Obama um helgina um að hafa framið „stærsta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna“. Þegar Trump var spurður að því hvaða glæp Obama átti að hafa framið sagði hann alla vita það, án þess þó að nefna það. „Þið vitið hver glæpurinn er. Glæpurinn er öllum augljós, þið þurfið bara að lesa dagblöðin,“ sagði Trump. .@PhilipRucker: You appeared to accuse Obama of a crime yesterday. What did he do?TRUMP: "Obamagate." RUCKER: What is the crime?TRUMP: "You know what the crime is. The crime is very obvious to everybody." pic.twitter.com/EUueidNwGp— Aaron Rupar (@atrupar) May 11, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira