Hefja mótefnamælingar fyrir einstaklinga sem telja sig hafa fengið Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 12. maí 2020 11:49 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er byrjuð að mæla mótefni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 fyrir þá einstaklinga sem telja sig hafa fengið sjúkdóminn. Að því er segir í tilkynningu á vef landlæknis er deildin farin að taka á móti blóðsýnum en beiðni um móttöku þarf að koma frá lækni. Á vef landlæknis er einnig fjallað um söfnun blóðsýna til að meta útbreiðslu mótefna gegn veirunni í samfélaginu. Í því verkefni er aðeins safnað sýnum frá einstaklingum sem koma í blóðrannsóknir af öðrum ástæðum sem stendur. Ekki sé verið að safna sýnum frá einstaklingum sem ekki hafa aðra ástæðu til blóðtöku á þessu stigi. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir í samtali við Vísi að mótefnamælingar séu þrískiptar. Í fyrsta lagi er það vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar þar sem eðli ónæmissvars einstaklinga við kórónuveirunni er rannsakað. Í öðru lagi er það svokölluð sóttvarnaráðstöfun á vegum sóttvarnalæknis. Þar er kannað hversu útbreitt ónæmissvarið við kórónuveirunni er í samfélaginu. Í þriðja lagi er það svo þessi þjónusturannsókn sem tilkynnt var um í dag. Hún felst í því að þeir sem telja sig hafa sýkst af kórónuveirunni geta fengið beiðni frá lækni um að blóð þeirra verði skimað fyrir mótefnasvari viðveirunni. Stuðst er við úrtak í vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnaráðstöfun sóttvarnalæknis, sem þýðir að fólk er beðið um að taka þátt í rannsókninni. Þjónusturannsóknin hins vegar er þannig að fólk getur óskað eftir því við lækni að kannað verði hvort það hafi myndað ónæmi við veirunni, telji það sig hafa sýkst af henni. Fyrir nokkrum vikum var helsta fyrirstaðan vegna þessara mótefnamælinga sú að ekki höfðu fundist viðeigandi próf sem gáfu traustar niðurstöður sem vísindamenn töldu sig geta treyst. Már segir að nú hafi fundist fullnægjandi próf og ánægja á meðal vísindamanna með niðurstöðurnar úr þeim. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er byrjuð að mæla mótefni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 fyrir þá einstaklinga sem telja sig hafa fengið sjúkdóminn. Að því er segir í tilkynningu á vef landlæknis er deildin farin að taka á móti blóðsýnum en beiðni um móttöku þarf að koma frá lækni. Á vef landlæknis er einnig fjallað um söfnun blóðsýna til að meta útbreiðslu mótefna gegn veirunni í samfélaginu. Í því verkefni er aðeins safnað sýnum frá einstaklingum sem koma í blóðrannsóknir af öðrum ástæðum sem stendur. Ekki sé verið að safna sýnum frá einstaklingum sem ekki hafa aðra ástæðu til blóðtöku á þessu stigi. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir í samtali við Vísi að mótefnamælingar séu þrískiptar. Í fyrsta lagi er það vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar þar sem eðli ónæmissvars einstaklinga við kórónuveirunni er rannsakað. Í öðru lagi er það svokölluð sóttvarnaráðstöfun á vegum sóttvarnalæknis. Þar er kannað hversu útbreitt ónæmissvarið við kórónuveirunni er í samfélaginu. Í þriðja lagi er það svo þessi þjónusturannsókn sem tilkynnt var um í dag. Hún felst í því að þeir sem telja sig hafa sýkst af kórónuveirunni geta fengið beiðni frá lækni um að blóð þeirra verði skimað fyrir mótefnasvari viðveirunni. Stuðst er við úrtak í vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnaráðstöfun sóttvarnalæknis, sem þýðir að fólk er beðið um að taka þátt í rannsókninni. Þjónusturannsóknin hins vegar er þannig að fólk getur óskað eftir því við lækni að kannað verði hvort það hafi myndað ónæmi við veirunni, telji það sig hafa sýkst af henni. Fyrir nokkrum vikum var helsta fyrirstaðan vegna þessara mótefnamælinga sú að ekki höfðu fundist viðeigandi próf sem gáfu traustar niðurstöður sem vísindamenn töldu sig geta treyst. Már segir að nú hafi fundist fullnægjandi próf og ánægja á meðal vísindamanna með niðurstöðurnar úr þeim. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira