Meira en 100 ný smit tengd næturlífinu í Suður-Kóreu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2020 06:34 Þúsundir lögreglumanna vinna nú því að finna alla þá 11.000 einstaklinga sem talið er að hafi verið í næturklúbbahverfi Seúl þegar sýkingin kom upp. Getty/Chung Sung-Jun 101 einstaklingur hefur nú greinst með kórónuveiruna í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, en smitin eru öll tengd tilteknu hverfi í borginni þar sem er fjöldi næturklúbba. Aðgerðir Suður-Kóreu gegn kórónuveirunni hafa reynst vel þar sem fjöldi fólks hefur verið prófaður fyrir veirunni og mikil smitrakning átt sér stað. Hins vegar er það mikil áskorun fyrir yfirvöld að ná utan um þessa nýju hópsýkingu í Seúl en hún er talin sýna hversu erfitt það getur verið að hafa stjórn á veirunni eftir að tilslökunum á samkomubanni hefur verið aflétt. Barir og næturklúbbar í Suður-Kóreu fengu að opna á ný fyrr í þessum mánuði. Á meðal þess sem allir þeir sem farið hafa út á lífið í landinu síðan þá hafa þurft að gera er að gefa upp nafn sitt og símanúmer áður en farið er inn á klúbbinn. Var þetta gert til þess að auðvelda smitrakningu ef það kæmi til dæmis upp hópsýking, eins og nú hefur gerst. Sumir klúbbanna eru aðallega fyrir hinsegin fólk sem verður fyrir miklum fordómum í Suður-Kóreu. Að því er fram kemur á vef BBC getur hinsegin einstaklingur sem kemur út úr skápnum átt á hættu að missa tengslin við fjölskylduna sína og jafnvel vinnuna. Þar af leiðandi gaf gáfu hinsegin einstaklingar ekki alltaf upp rétt nöfn og símanúmer þegar þeir fóru inn á klúbbanna í Seúl eftir að nýju reglunum var komið á. Það hefur gert smitrakningu erfiða en yfirvöld hafa nú ákveðið að bjóða upp á að skima fyrir veirunni nafnlaust. Talið er að hópsýkinguna sem kom upp í næturklúbbahverfi Seúl megi rekja til fleiri en einnar manneskju. Meira en 8.500 lögregluþjónar vinna nú að því að finna alla þá 11.000 einstaklinga sem voru í hverfinu þá tilteknu helgi sem sýkingin kom upp. Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
101 einstaklingur hefur nú greinst með kórónuveiruna í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, en smitin eru öll tengd tilteknu hverfi í borginni þar sem er fjöldi næturklúbba. Aðgerðir Suður-Kóreu gegn kórónuveirunni hafa reynst vel þar sem fjöldi fólks hefur verið prófaður fyrir veirunni og mikil smitrakning átt sér stað. Hins vegar er það mikil áskorun fyrir yfirvöld að ná utan um þessa nýju hópsýkingu í Seúl en hún er talin sýna hversu erfitt það getur verið að hafa stjórn á veirunni eftir að tilslökunum á samkomubanni hefur verið aflétt. Barir og næturklúbbar í Suður-Kóreu fengu að opna á ný fyrr í þessum mánuði. Á meðal þess sem allir þeir sem farið hafa út á lífið í landinu síðan þá hafa þurft að gera er að gefa upp nafn sitt og símanúmer áður en farið er inn á klúbbinn. Var þetta gert til þess að auðvelda smitrakningu ef það kæmi til dæmis upp hópsýking, eins og nú hefur gerst. Sumir klúbbanna eru aðallega fyrir hinsegin fólk sem verður fyrir miklum fordómum í Suður-Kóreu. Að því er fram kemur á vef BBC getur hinsegin einstaklingur sem kemur út úr skápnum átt á hættu að missa tengslin við fjölskylduna sína og jafnvel vinnuna. Þar af leiðandi gaf gáfu hinsegin einstaklingar ekki alltaf upp rétt nöfn og símanúmer þegar þeir fóru inn á klúbbanna í Seúl eftir að nýju reglunum var komið á. Það hefur gert smitrakningu erfiða en yfirvöld hafa nú ákveðið að bjóða upp á að skima fyrir veirunni nafnlaust. Talið er að hópsýkinguna sem kom upp í næturklúbbahverfi Seúl megi rekja til fleiri en einnar manneskju. Meira en 8.500 lögregluþjónar vinna nú að því að finna alla þá 11.000 einstaklinga sem voru í hverfinu þá tilteknu helgi sem sýkingin kom upp.
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira