Gróf undan sérfræðingum um kórónuveiruna í Fox-viðtali Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2020 12:07 Trump setti fram framandlegar kenningar um kórónuveiruna í viðtali við vin sinn og ráðgjafa Sean Hannity (t.v.) í viðtali á Fox News í gær. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti fór með ítrekaðar fleipur um alvarleika kórónuveirunnar sem breiðist nú út um heiminn í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox í gær. Sagðist forsetinn hafa „hugboð“ um að tölur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um dánartíðni af völdum veirunnar væru „rangar“. Tugir þúsunda manna hafa smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19-sjúkdómnum í tugum landa og rúmlega þrjú þúsund manns hafa látið lífið af völdum hennar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að veiran dragi um 3,4% þeirra sem smitast til dauða. Í viðtali við Sean Hannity á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær lýsti Trump Bandaríkjaforseti persónulegum hugmyndum sínum um veiruna sem ganga í berhögg við yfirlýsingar ríkisstjórnar hans og alþjóðlegra stofnana. Trump to Hannity on WHO saying coronavirus death rate is 3.4%: "I think the 3.4% number is really a false number. Now this is just my hunch, but based on a lot of conversations ... personally, I'd say the number is way under 1%."Astoundingly irresponsible. pic.twitter.com/uC9c03zX31— Aaron Rupar (@atrupar) March 5, 2020 Þannig hafði forsetinn persónulega kenningu um að dánartíðnin væri í raun mun lægri en WHO segir. „Ég held að talan 3,4% sé röng tala. Þetta er bara mitt hugboð en byggt á mörgum samtölum við margt fólk sem gerir þetta vegna þess að margir fá þetta og þetta er mjög vægt. Því batnar fljótt að það fer ekki einu sinni til læknis og hringir ekki einu sinni í lækni. Maður heyrir aldrei um þetta fólk,“ hélt forsetinn fram. Skaut forsetinn út í loftið á að hundruð þúsunda manna hafi smitast af veirunni en náð bata og jafnvel mætt til vinnu á meðan. „Þeir vita ekki um þessi vægu tilfelli vegna þess að vægu tilfellin fara ekki á sjúkrahús, þau láta ekki lækna vita eða spítala í mörgum tilfellum þannig að ég held að þessi tala sé mjög há. Ég held að talan, persónulega, ég myndi segja að talan sé langt undir einu prósenti,“ fullyrti Trump. Ríkisstjórn Trump hefur verið gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð við útbreiðslu kórónuveirunnar og að vera meira umhugað um að róa fjármálamarkaði en að tryggja að hún valdi ekki usla í bandarísku samfélagi. Trump hefur þannig ítrekað reynt að gera lítið úr alvarleika veirunnar og gefið í skyn að umfjöllun um útbreiðslu hennar sé einhvers konar „gabb“ runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga hans. Kenndi Trump jafnvel Barack Obama, fyrrverandi forseta, um vandræðagang með greiningar á kórónuveirusmitum í gær. Obama lét af embætti í janúar árið 2017. Donald Trump Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fór með ítrekaðar fleipur um alvarleika kórónuveirunnar sem breiðist nú út um heiminn í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox í gær. Sagðist forsetinn hafa „hugboð“ um að tölur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um dánartíðni af völdum veirunnar væru „rangar“. Tugir þúsunda manna hafa smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19-sjúkdómnum í tugum landa og rúmlega þrjú þúsund manns hafa látið lífið af völdum hennar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að veiran dragi um 3,4% þeirra sem smitast til dauða. Í viðtali við Sean Hannity á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær lýsti Trump Bandaríkjaforseti persónulegum hugmyndum sínum um veiruna sem ganga í berhögg við yfirlýsingar ríkisstjórnar hans og alþjóðlegra stofnana. Trump to Hannity on WHO saying coronavirus death rate is 3.4%: "I think the 3.4% number is really a false number. Now this is just my hunch, but based on a lot of conversations ... personally, I'd say the number is way under 1%."Astoundingly irresponsible. pic.twitter.com/uC9c03zX31— Aaron Rupar (@atrupar) March 5, 2020 Þannig hafði forsetinn persónulega kenningu um að dánartíðnin væri í raun mun lægri en WHO segir. „Ég held að talan 3,4% sé röng tala. Þetta er bara mitt hugboð en byggt á mörgum samtölum við margt fólk sem gerir þetta vegna þess að margir fá þetta og þetta er mjög vægt. Því batnar fljótt að það fer ekki einu sinni til læknis og hringir ekki einu sinni í lækni. Maður heyrir aldrei um þetta fólk,“ hélt forsetinn fram. Skaut forsetinn út í loftið á að hundruð þúsunda manna hafi smitast af veirunni en náð bata og jafnvel mætt til vinnu á meðan. „Þeir vita ekki um þessi vægu tilfelli vegna þess að vægu tilfellin fara ekki á sjúkrahús, þau láta ekki lækna vita eða spítala í mörgum tilfellum þannig að ég held að þessi tala sé mjög há. Ég held að talan, persónulega, ég myndi segja að talan sé langt undir einu prósenti,“ fullyrti Trump. Ríkisstjórn Trump hefur verið gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð við útbreiðslu kórónuveirunnar og að vera meira umhugað um að róa fjármálamarkaði en að tryggja að hún valdi ekki usla í bandarísku samfélagi. Trump hefur þannig ítrekað reynt að gera lítið úr alvarleika veirunnar og gefið í skyn að umfjöllun um útbreiðslu hennar sé einhvers konar „gabb“ runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga hans. Kenndi Trump jafnvel Barack Obama, fyrrverandi forseta, um vandræðagang með greiningar á kórónuveirusmitum í gær. Obama lét af embætti í janúar árið 2017.
Donald Trump Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira