ICC mun rannsaka meinta stríðsglæpi í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2020 10:42 Áfrýjunardómarar ICC sneru í morgun við ákvörðun annarra dómara ICC frá því í fyrra. AP/Peter Dejong Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) hefur úrskurðað að rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu í Afganistan megi fara fram. Aðgerðir Bandaríkjanna, stjórnarhers Afganistan og Talibana verða rannsakaðar og þá sérstaklega ásakanir um stríðsglæpi. Bandaríkin eru þó ekki aðilar að ICC og viðurkenna ekki lögsögu dómstólsins yfir bandarískum borgurum. Áfrýjunardómarar ICC sneru í morgun við ákvörðun annarra dómara ICC frá því í fyrra. Þá sögðu þeir að þrátt fyrir að líklega hefðu stríðsglæpir verið framdir í Afganistan yrði nánast ómögulegt að sakfella einhvern þar sem enginn aðili að málinu myndi starfa með dómstólnum. Saksóknarar höfðu þá farið fram á umfangsmikla rannsókn á átökunum í Afganistan í kjölfar áratugslangrar undirbúningsrannsóknar. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita starfsmenn ICC refsiaðgerðum og jafnvel sækja þá til saka í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Bandaríkjastjórn leggur refsiaðgerðir á starfsmenn Alþjóðasakamáladómstólsins Mannréttindasamtök gagnrýndu þá ákvörðun harðlega. Með henni væri ICC að tryggja að ríki sem neita að viðurkenna dómstólinn og starfa með honum verði ekki dregin til ábyrgðar fyrir glæpi. Þar að auki væri verið að hunsa vilja fórnarlamba til að leita réttlætis. Niðurstöðunni var áfrýjað og nú hafa dómarar komist að þeirri niðurstöðu að dómararnir sem tóku ákvörðunina í fyrra hafi stigið út fyrir valdsvið þeirra. Meðal annars eru Bandaríkjamenn sakaðir um pyntingar, kynferðisbrot og aðra glæpi sem aðallega má rekja til áranna 2003 og 2004. Talibanar eru sakaðir um að hafa myrt þúsundir almennra borgara og stjórnarherinn er meðal annars sakaður um að pynta fanga í haldi stjórnvalda. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) hefur úrskurðað að rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu í Afganistan megi fara fram. Aðgerðir Bandaríkjanna, stjórnarhers Afganistan og Talibana verða rannsakaðar og þá sérstaklega ásakanir um stríðsglæpi. Bandaríkin eru þó ekki aðilar að ICC og viðurkenna ekki lögsögu dómstólsins yfir bandarískum borgurum. Áfrýjunardómarar ICC sneru í morgun við ákvörðun annarra dómara ICC frá því í fyrra. Þá sögðu þeir að þrátt fyrir að líklega hefðu stríðsglæpir verið framdir í Afganistan yrði nánast ómögulegt að sakfella einhvern þar sem enginn aðili að málinu myndi starfa með dómstólnum. Saksóknarar höfðu þá farið fram á umfangsmikla rannsókn á átökunum í Afganistan í kjölfar áratugslangrar undirbúningsrannsóknar. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita starfsmenn ICC refsiaðgerðum og jafnvel sækja þá til saka í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Bandaríkjastjórn leggur refsiaðgerðir á starfsmenn Alþjóðasakamáladómstólsins Mannréttindasamtök gagnrýndu þá ákvörðun harðlega. Með henni væri ICC að tryggja að ríki sem neita að viðurkenna dómstólinn og starfa með honum verði ekki dregin til ábyrgðar fyrir glæpi. Þar að auki væri verið að hunsa vilja fórnarlamba til að leita réttlætis. Niðurstöðunni var áfrýjað og nú hafa dómarar komist að þeirri niðurstöðu að dómararnir sem tóku ákvörðunina í fyrra hafi stigið út fyrir valdsvið þeirra. Meðal annars eru Bandaríkjamenn sakaðir um pyntingar, kynferðisbrot og aðra glæpi sem aðallega má rekja til áranna 2003 og 2004. Talibanar eru sakaðir um að hafa myrt þúsundir almennra borgara og stjórnarherinn er meðal annars sakaður um að pynta fanga í haldi stjórnvalda.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira