End of the Road með Boyz II Men Kristófer Alex Guðmundsson skrifar 11. maí 2020 11:00 Á krepputímum ber yfirleitt á góma hugmynd að minnka innflutning á vörum í þeim tilgangi að fjármunir haldist innan hagkerfisins okkar í stað þess að þeir fari úr landi. Þannig ættum við að framleiða heima það sem við notum í stað þess að „ganga á gjaldeyrisforða landsins og senda þá fjármuni úr landi.“ Fljótt á litið kann hugmyndin að hljóma vel, enda fór pistill henni til varnar eins og eldur um sinu um netheima. Í pistlinum, ljóðrænn eins og hann er, kallaði höfundur eftir því að við „einsetjum okkur það að versla allt það sem við getum hér heima á Íslandi“ og sagði að „við erum þjóðin, við erum ríkið, við erum hagkerfið“ að eilífu, Amen. Ef við trúum því að milliríkjaverslun skaði stöðu þjóðarbúsins á krepputímum þá verðum við líka að vera samkvæm sjálfum okkur og ekki bara biðla til fólks að versla ekki út fyrir landsteinana heldur bókstaflega meina því það með tollum á innflutning og öðrum höftum. Við getum verndað þennan mikilvæga viðskiptahalla með 50% eða 100% tollum (eða jafnvel meira), og þá „fórnum“ við gjaldeyrisforðanum einungis fyrir það við höfum ekki sérþekkingu eða stærðarhagkvæmni til að framleiða hér heima. „Ónauðsynjar“ eins og þyrlur og skip fyrir landhelgisgæsluna og útgerðirnar, mjaltakerfi fyrir landbúnaðinn, mest allan læknisbúnað og lyf í sjúkrahúsin, og hug- og vélbúnaðinn til þess að halda eyjunni Íslandi Internet-tengdri. Ef viðskipti sem færa fjármuni út fyrir hagkerfi í skiptum fyrir vöru eru slæm á krepputímum hvað mælir þá gegn því að við fylgjum röksemdarfærslunni enn lengra og skiptum upp landinu í minni hagkerfi sem þarf að vernda. Þannig ættu Akureyringar ekki að kaupa gistinætur í Húsavík, ellegar glata þeir dýrmæta gjaldeyrisforða byggðarinnar, sem þeir ættu að liggja á eins og Smeyginn í Hobbitanum. Ef milliríkjaverslun skaðar hagkerfið ættu miðaldir að heita gullaldir, enda voru alþjóðleg viðskipti nánast enginn. Við fluttum lítið sem ekkert inn og framleiddum bara það sem við þurftum, en skilgreining þáverandi Íslendinganna á „það sem við þurfum“ er líklega fjarlæg þeirri sem Íslendingar hafa í huga í dag. Ég hygg ekki gera strámenn úr þeim sem vilja styrka verslun í heimahéraði. Ég vil bara benda á að röksemdarfærslan að stýra „okkar fjármunum þannig, að þeir haldist hér innan okkar hagkerfis“ til að halda „hagkerfinu okkar gangandi“ leiði óhjákvæmilega til þess sem best nær markmiðinu að halda fjármunum innan hagkerfis, innflutningstollar. Komandi tímar fylla mörg okkar kvíða. Við óttumst lífsviðurværi okkar og tækifærismissi barnanna okkar, en við megum ekki leyfa óttanum að taka yfir. Við lyftum lífsgæðunum okkar á ný með því að hrinda hagkerfinu af stað, og það næst best með því að leyfa fólki að verja peningunum sínum eins og það kýs, laust við tolla eða samviskubit yfir meintum nágrannasvikum. Við örvum hagkerfið og hvetjum til verðmætaskapandi útflutnings með því að halda hringrás alþjóðaviðskipta gangandi. Viljum við ekki frjálsa milliríkjaverslun getum við allt eins spólað til ársins 1992 áður en Ísland innleiddi samning um Evrópska efnahagssvæðið, tekið opnum örmum lífsgæðaniðurskurðinum sem því myndi fylgja og hlustað á vinsælasta lag ársins skv. Billboard-listanum, End of the Road með R&B popphljómsveitinni Boyz II Men. Höfundur er nemandi í hugbúnaðarverkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á krepputímum ber yfirleitt á góma hugmynd að minnka innflutning á vörum í þeim tilgangi að fjármunir haldist innan hagkerfisins okkar í stað þess að þeir fari úr landi. Þannig ættum við að framleiða heima það sem við notum í stað þess að „ganga á gjaldeyrisforða landsins og senda þá fjármuni úr landi.“ Fljótt á litið kann hugmyndin að hljóma vel, enda fór pistill henni til varnar eins og eldur um sinu um netheima. Í pistlinum, ljóðrænn eins og hann er, kallaði höfundur eftir því að við „einsetjum okkur það að versla allt það sem við getum hér heima á Íslandi“ og sagði að „við erum þjóðin, við erum ríkið, við erum hagkerfið“ að eilífu, Amen. Ef við trúum því að milliríkjaverslun skaði stöðu þjóðarbúsins á krepputímum þá verðum við líka að vera samkvæm sjálfum okkur og ekki bara biðla til fólks að versla ekki út fyrir landsteinana heldur bókstaflega meina því það með tollum á innflutning og öðrum höftum. Við getum verndað þennan mikilvæga viðskiptahalla með 50% eða 100% tollum (eða jafnvel meira), og þá „fórnum“ við gjaldeyrisforðanum einungis fyrir það við höfum ekki sérþekkingu eða stærðarhagkvæmni til að framleiða hér heima. „Ónauðsynjar“ eins og þyrlur og skip fyrir landhelgisgæsluna og útgerðirnar, mjaltakerfi fyrir landbúnaðinn, mest allan læknisbúnað og lyf í sjúkrahúsin, og hug- og vélbúnaðinn til þess að halda eyjunni Íslandi Internet-tengdri. Ef viðskipti sem færa fjármuni út fyrir hagkerfi í skiptum fyrir vöru eru slæm á krepputímum hvað mælir þá gegn því að við fylgjum röksemdarfærslunni enn lengra og skiptum upp landinu í minni hagkerfi sem þarf að vernda. Þannig ættu Akureyringar ekki að kaupa gistinætur í Húsavík, ellegar glata þeir dýrmæta gjaldeyrisforða byggðarinnar, sem þeir ættu að liggja á eins og Smeyginn í Hobbitanum. Ef milliríkjaverslun skaðar hagkerfið ættu miðaldir að heita gullaldir, enda voru alþjóðleg viðskipti nánast enginn. Við fluttum lítið sem ekkert inn og framleiddum bara það sem við þurftum, en skilgreining þáverandi Íslendinganna á „það sem við þurfum“ er líklega fjarlæg þeirri sem Íslendingar hafa í huga í dag. Ég hygg ekki gera strámenn úr þeim sem vilja styrka verslun í heimahéraði. Ég vil bara benda á að röksemdarfærslan að stýra „okkar fjármunum þannig, að þeir haldist hér innan okkar hagkerfis“ til að halda „hagkerfinu okkar gangandi“ leiði óhjákvæmilega til þess sem best nær markmiðinu að halda fjármunum innan hagkerfis, innflutningstollar. Komandi tímar fylla mörg okkar kvíða. Við óttumst lífsviðurværi okkar og tækifærismissi barnanna okkar, en við megum ekki leyfa óttanum að taka yfir. Við lyftum lífsgæðunum okkar á ný með því að hrinda hagkerfinu af stað, og það næst best með því að leyfa fólki að verja peningunum sínum eins og það kýs, laust við tolla eða samviskubit yfir meintum nágrannasvikum. Við örvum hagkerfið og hvetjum til verðmætaskapandi útflutnings með því að halda hringrás alþjóðaviðskipta gangandi. Viljum við ekki frjálsa milliríkjaverslun getum við allt eins spólað til ársins 1992 áður en Ísland innleiddi samning um Evrópska efnahagssvæðið, tekið opnum örmum lífsgæðaniðurskurðinum sem því myndi fylgja og hlustað á vinsælasta lag ársins skv. Billboard-listanum, End of the Road með R&B popphljómsveitinni Boyz II Men. Höfundur er nemandi í hugbúnaðarverkfræði.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun