Tók deyjandi lögregluþjónana upp á myndband og gerði grín að þeim Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 08:16 Frá vettvangi slyssins í Melbourne 22. apríl síðastliðinn. Vísir/AP Richard Pusey, ástralskur karlmaður sem sætir nú fjölda ákæra vegna banaslyss sem varð í Melbourne í Ástralíu í síðasta mánuði, tók fjóra ástralska lögreglumenn upp á myndband þar sem þeir lágu í dauðateygjunum á slysstað og gerði grín að þeim. Þetta hafa ástralskir fjölmiðlar upp úr meðferð málsins fyrir dómstólum í dag. Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. Stórum vörubíl var skömmu síðar ekið á lögreglumennina, sem létust við áreksturinn. Pusey slapp hins vegar ómeiddur frá slysinu en strax var greint frá því að hann hefði birt myndir af slysstað á samfélagsmiðlum áður en hann flúði vettvang. Pusey var bæði ákærður fyrir gáleysishegðun og að hindra framgang réttvísinnar. Þá var ökumaður vörubílsins ákærður fyrir gáleysi við akstur. Pusey var handtekinn á heimili sínu skömmu eftir slysið og hefur verið í haldi lögreglu síðan. Richard Pusey sætir fjölda ákæra vegna aðildar sinnar að slysinu.Vísir/AP Dómstóll tók í dag fyrir umsókn Pusey um að vera látinn laus gegn tryggingu. Enn á þó eftir að úrskurða í málinu. Fram kom í máli lögreglu fyrir réttinum að Pusey hefði myndað slysstað í rúmar þrjár mínútur og þysjað inn á tiltekin svæði. Á meðan hafi hann talað niðrandi um það sem fyrir augu bar. Þá sýndi upptaka úr búkmyndavél Lynette Taylor, eins lögreglumannanna, þegar Pusey gerði grín að henni þar sem hún lá föst undir vörubílnum. Talið er að hún hafi þá enn verið á lífi. Mál Pusey hefur vakið gríðarlega reiði í Ástralíu og einkum meðal lögreglu í Viktoríu-umdæmi. Lögreglumennirnir sem létust hétu, auk áðurnefndrar Taylor, Keving King, Josh Prestney og Glen Humphris. Aldrei hafa fleiri lögreglumenn látist í einu við störf sín í umdæminu. Ástralía Tengdar fréttir Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Richard Pusey, ástralskur karlmaður sem sætir nú fjölda ákæra vegna banaslyss sem varð í Melbourne í Ástralíu í síðasta mánuði, tók fjóra ástralska lögreglumenn upp á myndband þar sem þeir lágu í dauðateygjunum á slysstað og gerði grín að þeim. Þetta hafa ástralskir fjölmiðlar upp úr meðferð málsins fyrir dómstólum í dag. Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. Stórum vörubíl var skömmu síðar ekið á lögreglumennina, sem létust við áreksturinn. Pusey slapp hins vegar ómeiddur frá slysinu en strax var greint frá því að hann hefði birt myndir af slysstað á samfélagsmiðlum áður en hann flúði vettvang. Pusey var bæði ákærður fyrir gáleysishegðun og að hindra framgang réttvísinnar. Þá var ökumaður vörubílsins ákærður fyrir gáleysi við akstur. Pusey var handtekinn á heimili sínu skömmu eftir slysið og hefur verið í haldi lögreglu síðan. Richard Pusey sætir fjölda ákæra vegna aðildar sinnar að slysinu.Vísir/AP Dómstóll tók í dag fyrir umsókn Pusey um að vera látinn laus gegn tryggingu. Enn á þó eftir að úrskurða í málinu. Fram kom í máli lögreglu fyrir réttinum að Pusey hefði myndað slysstað í rúmar þrjár mínútur og þysjað inn á tiltekin svæði. Á meðan hafi hann talað niðrandi um það sem fyrir augu bar. Þá sýndi upptaka úr búkmyndavél Lynette Taylor, eins lögreglumannanna, þegar Pusey gerði grín að henni þar sem hún lá föst undir vörubílnum. Talið er að hún hafi þá enn verið á lífi. Mál Pusey hefur vakið gríðarlega reiði í Ástralíu og einkum meðal lögreglu í Viktoríu-umdæmi. Lögreglumennirnir sem létust hétu, auk áðurnefndrar Taylor, Keving King, Josh Prestney og Glen Humphris. Aldrei hafa fleiri lögreglumenn látist í einu við störf sín í umdæminu.
Ástralía Tengdar fréttir Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00