Bretum enn sagt að halda sig heima en byrjað að slaka á hömlum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 19:05 Boris Johnson ávarpaði bresku þjóðina frá Downing-stræti 10 í kvöld. Þar lýsti hann skilyrtum áformum um að slaka á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/EPA Tilmælum um að Bretar haldi sig heima verður ekki aflétt strax en byrjað verður að slaka á ýmsum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins þegar í þessari viku. Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra, í ávarpi til breska þjóðarinnar í kvöld. Johnson sagði ekki tímabært að hætta tilmælunum um að fólk haldi sig heima í þessari viku. Hann talaði hins vegar um að fólk yrði sagt að hafa varan á sér frekar en að halda sig heima. Þannig ætti nú að hvetja fólk sem ekki getur unnið heima til að mæta til vinnu en forðast almenningssamgöngur. Frá og með miðvikudegi verður fólk leyft að stunda eins mikla líkamsrækt utandyra og því lystir, fara í garða og ferðast til að stunda íþróttir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fram að þessu hafa Bretar aðeins mátt hreyfa sig utandyra einu sinni á dag í næsta nágrenni sínu og sagt að halda sig frá almenningsgörðum. Skólar gætu verið opnaðir um mánaðamótin í fyrsta lagi, fyrst grunnskólar. Ákveðnir hlutar þjónustugeirans og verslanir gætu fengið að opna í júlí og flugfarþegar sem koma til landsins þurfa að gangast undir sóttkví. Tekið verður upp viðbragðsstigakerfi í fimm stigum um hættu vegna faraldursins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar segja að ný skilaboð hennar um að fólk hafi varan á séu of óljós. Johnson sagðist þó ekki myndu hika við að koma takmörkunum aftur á leiði tilslakanir til fjölgunar smita. Aflétting takmarkana sem Johnson lýsti gilda aðeins fyrir England en hann hvatti heimastjórnir Wales, Skotlands og Norður-Írlands til þess að fara sömu leið. Að sögn Reuters-fréttastofunnar er þó ekki einhugur um það. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, segir þannig að þar verði fólki enn sagt að halda sig heima frekar en að gæta aðeins að sér. Í London segir Sadiq Khan, borgarstjóri, að tilmæli um félagsforðun verði áfram í gildi. Borgarbúar ættu enn að halda sig eins mikið heima hjá sér og hægt er, forðast almenningssamgöngur og vinna heima hjá sér ef þeir geta. Bretland er á meðal þeirra landa sem hafa orðið einna verst úti í faraldrinum. Þar hafa tæplega 32.000 manns látið lífið. Aðeins hafa fleiri látist í Bandaríkjunum samkvæmt opinberum tölum. Langflest tilfellin og dauðsföllin hafa verið á Englandi. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugfarþegar í fjórtán daga sóttkví við komuna til Bretlands Allir sem koma til Bretlands með flugi munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví, nema þeir farþegar sem koma frá Írlandi 9. maí 2020 09:52 Sex vikna ungbarn lést af völdum Covid-19 í Bretlandi Barnið er það yngsta í landinu sem látist hefur af völdum sjúkdómsins. 8. maí 2020 14:13 Spá mesta samdrætti Bretlands í 300 ár Seðlabanki Englands spáir því að hagkerfi Bretlands muni dragast saman um 14 prósent á þessu ári, verði létt á félagsforðun í júní og fram á september. 7. maí 2020 09:50 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Tilmælum um að Bretar haldi sig heima verður ekki aflétt strax en byrjað verður að slaka á ýmsum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins þegar í þessari viku. Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra, í ávarpi til breska þjóðarinnar í kvöld. Johnson sagði ekki tímabært að hætta tilmælunum um að fólk haldi sig heima í þessari viku. Hann talaði hins vegar um að fólk yrði sagt að hafa varan á sér frekar en að halda sig heima. Þannig ætti nú að hvetja fólk sem ekki getur unnið heima til að mæta til vinnu en forðast almenningssamgöngur. Frá og með miðvikudegi verður fólk leyft að stunda eins mikla líkamsrækt utandyra og því lystir, fara í garða og ferðast til að stunda íþróttir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fram að þessu hafa Bretar aðeins mátt hreyfa sig utandyra einu sinni á dag í næsta nágrenni sínu og sagt að halda sig frá almenningsgörðum. Skólar gætu verið opnaðir um mánaðamótin í fyrsta lagi, fyrst grunnskólar. Ákveðnir hlutar þjónustugeirans og verslanir gætu fengið að opna í júlí og flugfarþegar sem koma til landsins þurfa að gangast undir sóttkví. Tekið verður upp viðbragðsstigakerfi í fimm stigum um hættu vegna faraldursins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar segja að ný skilaboð hennar um að fólk hafi varan á séu of óljós. Johnson sagðist þó ekki myndu hika við að koma takmörkunum aftur á leiði tilslakanir til fjölgunar smita. Aflétting takmarkana sem Johnson lýsti gilda aðeins fyrir England en hann hvatti heimastjórnir Wales, Skotlands og Norður-Írlands til þess að fara sömu leið. Að sögn Reuters-fréttastofunnar er þó ekki einhugur um það. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, segir þannig að þar verði fólki enn sagt að halda sig heima frekar en að gæta aðeins að sér. Í London segir Sadiq Khan, borgarstjóri, að tilmæli um félagsforðun verði áfram í gildi. Borgarbúar ættu enn að halda sig eins mikið heima hjá sér og hægt er, forðast almenningssamgöngur og vinna heima hjá sér ef þeir geta. Bretland er á meðal þeirra landa sem hafa orðið einna verst úti í faraldrinum. Þar hafa tæplega 32.000 manns látið lífið. Aðeins hafa fleiri látist í Bandaríkjunum samkvæmt opinberum tölum. Langflest tilfellin og dauðsföllin hafa verið á Englandi.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugfarþegar í fjórtán daga sóttkví við komuna til Bretlands Allir sem koma til Bretlands með flugi munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví, nema þeir farþegar sem koma frá Írlandi 9. maí 2020 09:52 Sex vikna ungbarn lést af völdum Covid-19 í Bretlandi Barnið er það yngsta í landinu sem látist hefur af völdum sjúkdómsins. 8. maí 2020 14:13 Spá mesta samdrætti Bretlands í 300 ár Seðlabanki Englands spáir því að hagkerfi Bretlands muni dragast saman um 14 prósent á þessu ári, verði létt á félagsforðun í júní og fram á september. 7. maí 2020 09:50 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Flugfarþegar í fjórtán daga sóttkví við komuna til Bretlands Allir sem koma til Bretlands með flugi munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví, nema þeir farþegar sem koma frá Írlandi 9. maí 2020 09:52
Sex vikna ungbarn lést af völdum Covid-19 í Bretlandi Barnið er það yngsta í landinu sem látist hefur af völdum sjúkdómsins. 8. maí 2020 14:13
Spá mesta samdrætti Bretlands í 300 ár Seðlabanki Englands spáir því að hagkerfi Bretlands muni dragast saman um 14 prósent á þessu ári, verði létt á félagsforðun í júní og fram á september. 7. maí 2020 09:50