Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Arnar Geir Halldórsson skrifar 10. maí 2020 17:52 Ingi Þór Steinþórsson. Vísir/Arnar Uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar sem þjálfara Íslandsmeistara KR var staðfest fyrr í dag og segir Ingi í samtali við Stöð 2 að uppsögnin hafi komið honum á óvart. Fjölmiðlar greindu fyrst frá fréttunum á fimmtudag en körfuknattleiksdeild KR gaf tilkynningu þess efnis út fyrr í dag. Ingi segir frá því að honum hafi verið tilkynnt um uppsögnina í miðri viku. „Þetta kemur fyrst upp á mánudaginn síðastliðinn. Mér var svo tilkynnt um uppsögn á miðvikudaginn. Þetta kom mér á óvart, að hluta til. Það er oft þannig í þessum bransa að tími þjálfara er styttri en menn ætla. Það var ákvörðun stjórnar að það þyrfti að breyta til,“ segir Ingi Þór í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Ingi Þór er uppalinn KR-ingur og hefur í tvígang stýrt liðinu til Íslandsmeistaratitils, síðast árið 2019. Ingi kveðst ganga stoltur frá borði. „Stjórn og þeir sem stýra körfuboltadeildinni hjá KR telja að það sé kominn tími á nýja rödd fyrir meistaraflokkinn og það ber að virða. Það er þeirra ákvörðun og þetta er staðan.“ „Ég er ekkert sáttur. Þjálfarar eru metnir af árangri og af stöðunni í töflunni. Við erum ríkjandi Íslandsmeistarar og vorum á blússandi siglingu í deildinni. Ég geng stoltur frá mínum störfum og því sem ég hef gert fyrir KR. Ég er stoltur af því fólki sem ég hef unnið með. Það er erfitt að kveðja klúbbinn sinn og nú er bara að finna nýja áskorun,“ segir Ingi. Viðtalið við Inga í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi þegar heyrt í öðrum félögum. Klippa: Ingi Þór um brottreksturinn frá KR Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn KR Tengdar fréttir Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40 KR-ingar sagðir búnir að reka Inga Þór og ráða Darra í staðinn KR-ingar ætla að skipta um þjálfara meistaraflokks karla hjá sér og yngja þar upp um 22 ár. KR-ingur tekur þar við af KR-ing. 7. maí 2020 15:34 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar sem þjálfara Íslandsmeistara KR var staðfest fyrr í dag og segir Ingi í samtali við Stöð 2 að uppsögnin hafi komið honum á óvart. Fjölmiðlar greindu fyrst frá fréttunum á fimmtudag en körfuknattleiksdeild KR gaf tilkynningu þess efnis út fyrr í dag. Ingi segir frá því að honum hafi verið tilkynnt um uppsögnina í miðri viku. „Þetta kemur fyrst upp á mánudaginn síðastliðinn. Mér var svo tilkynnt um uppsögn á miðvikudaginn. Þetta kom mér á óvart, að hluta til. Það er oft þannig í þessum bransa að tími þjálfara er styttri en menn ætla. Það var ákvörðun stjórnar að það þyrfti að breyta til,“ segir Ingi Þór í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Ingi Þór er uppalinn KR-ingur og hefur í tvígang stýrt liðinu til Íslandsmeistaratitils, síðast árið 2019. Ingi kveðst ganga stoltur frá borði. „Stjórn og þeir sem stýra körfuboltadeildinni hjá KR telja að það sé kominn tími á nýja rödd fyrir meistaraflokkinn og það ber að virða. Það er þeirra ákvörðun og þetta er staðan.“ „Ég er ekkert sáttur. Þjálfarar eru metnir af árangri og af stöðunni í töflunni. Við erum ríkjandi Íslandsmeistarar og vorum á blússandi siglingu í deildinni. Ég geng stoltur frá mínum störfum og því sem ég hef gert fyrir KR. Ég er stoltur af því fólki sem ég hef unnið með. Það er erfitt að kveðja klúbbinn sinn og nú er bara að finna nýja áskorun,“ segir Ingi. Viðtalið við Inga í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi þegar heyrt í öðrum félögum. Klippa: Ingi Þór um brottreksturinn frá KR
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn KR Tengdar fréttir Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40 KR-ingar sagðir búnir að reka Inga Þór og ráða Darra í staðinn KR-ingar ætla að skipta um þjálfara meistaraflokks karla hjá sér og yngja þar upp um 22 ár. KR-ingur tekur þar við af KR-ing. 7. maí 2020 15:34 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40
KR-ingar sagðir búnir að reka Inga Þór og ráða Darra í staðinn KR-ingar ætla að skipta um þjálfara meistaraflokks karla hjá sér og yngja þar upp um 22 ár. KR-ingur tekur þar við af KR-ing. 7. maí 2020 15:34