Segir morðið á syni sínum hafa verið aftöku Sylvía Hall skrifar 10. maí 2020 10:06 Skjáskot úr myndbandinu sem tekið var nokkrum mínútum áður en feðgarnir á pallbílnum skutu Ahmaud Arbery til bana. Vísir/AP „Hann átti þetta ekki skilið,“ segir Marcus Arbery Sr. um morðið á syni sínum Ahmaud Arbery. Ahmaud var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar þar sem hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Glynn-sýslu. Faðir hans segir morðið hafa verið aftöku. Marcus segir augljóst að rasismi hafi orðið til þess að yngsti sonur hans lét lífið. Hann hafi verið í sakleysi sínu úti að skokka þegar fyrrverandi lögregluþjónn að nafni Gregory McMichael kom aðvífandi með syni sínum Travis. Ekki er vitað hvað fór þeim á milli en McMichael heldur því fram að Ahmaud hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Þeir feðgar hafi beðið hann um að ræða við sig en hann hafi þá ráðist á Travis. Þá hafi skotum verið hleypt af. „Ég hef þurft að eiga við rasisma allt mitt líf hérna,“ segir Marcus um lífið í Glynn-sýslu. Hann sé því ekki vongóður um að upplifa réttlæti í málinu en margir hafa vakið máls á málinu eftir að myndband af atvikinu var birt á netinu. Þar á meðal er Joe Biden fyrrverandi varaforseti sem hefur krafist réttlátrar meðferðar á máli Arbery-fjölskyldunnar. The video is clear: Ahmaud Arbery was killed in cold blood. My heart goes out to his family, who deserve justice and deserve it now. It is time for a swift, full, and transparent investigation into his murder. https://t.co/alvY5WjdHx— Joe Biden (@JoeBiden) May 6, 2020 Marcus segir son sinn hafa verið elskulegan dreng sem gerði allt fyrir alla. Hann hafi elskað að huga að heilsunni og umgangast fólk og þekkti hann því nærri alla sem fóru um hlaupaleiðina þar sem hann seinna meir var myrtur. Hann hafi skokkað þá leið daglega og heilsað þeim sem mættu honum. Myndbandið setti pressu á yfirvöld Fyrstu tvo mánuðina eftir andlát Ahmaud fékk fjölskyldan engin svör. Málið var til meðferðar hjá þremur héraðssaksóknurum en eftir að tveir þeirra sögðu sig frá því vegna tengsla við McMichael fjaraði það á endanum út án þess að nokkur væri ákærður. Fjölskyldan var miður sín og segir lögmaður fjölskyldunnar þetta vera skýrt dæmi um óréttlæti réttarkerfisins vestanhafs. „Við getum ekki haft tvö mismunandi réttarkerfi í Ameríku: Eitt fyrir svörtu Ameríku og annað fyrir hvítu Ameríku,“ sagði Ben Crump, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við The Guardian. Tveimur dögum eftir að myndband af morðinu var birt urðu fyrstu handtökurnar í málinu og lofaði rannsóknarlögreglan í Georgíu að rannsaka málið áfram. McMichaels feðgarnir voru ákærðir fyrir morðið í vikunni sem leið, degi áður en Ahmaud hefði fagnað 26 ára afmæli sínu. Hér að neðan má sjá myndbandið sem um ræðir, en rétt er að vara viðkvæma við því. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
„Hann átti þetta ekki skilið,“ segir Marcus Arbery Sr. um morðið á syni sínum Ahmaud Arbery. Ahmaud var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar þar sem hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Glynn-sýslu. Faðir hans segir morðið hafa verið aftöku. Marcus segir augljóst að rasismi hafi orðið til þess að yngsti sonur hans lét lífið. Hann hafi verið í sakleysi sínu úti að skokka þegar fyrrverandi lögregluþjónn að nafni Gregory McMichael kom aðvífandi með syni sínum Travis. Ekki er vitað hvað fór þeim á milli en McMichael heldur því fram að Ahmaud hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Þeir feðgar hafi beðið hann um að ræða við sig en hann hafi þá ráðist á Travis. Þá hafi skotum verið hleypt af. „Ég hef þurft að eiga við rasisma allt mitt líf hérna,“ segir Marcus um lífið í Glynn-sýslu. Hann sé því ekki vongóður um að upplifa réttlæti í málinu en margir hafa vakið máls á málinu eftir að myndband af atvikinu var birt á netinu. Þar á meðal er Joe Biden fyrrverandi varaforseti sem hefur krafist réttlátrar meðferðar á máli Arbery-fjölskyldunnar. The video is clear: Ahmaud Arbery was killed in cold blood. My heart goes out to his family, who deserve justice and deserve it now. It is time for a swift, full, and transparent investigation into his murder. https://t.co/alvY5WjdHx— Joe Biden (@JoeBiden) May 6, 2020 Marcus segir son sinn hafa verið elskulegan dreng sem gerði allt fyrir alla. Hann hafi elskað að huga að heilsunni og umgangast fólk og þekkti hann því nærri alla sem fóru um hlaupaleiðina þar sem hann seinna meir var myrtur. Hann hafi skokkað þá leið daglega og heilsað þeim sem mættu honum. Myndbandið setti pressu á yfirvöld Fyrstu tvo mánuðina eftir andlát Ahmaud fékk fjölskyldan engin svör. Málið var til meðferðar hjá þremur héraðssaksóknurum en eftir að tveir þeirra sögðu sig frá því vegna tengsla við McMichael fjaraði það á endanum út án þess að nokkur væri ákærður. Fjölskyldan var miður sín og segir lögmaður fjölskyldunnar þetta vera skýrt dæmi um óréttlæti réttarkerfisins vestanhafs. „Við getum ekki haft tvö mismunandi réttarkerfi í Ameríku: Eitt fyrir svörtu Ameríku og annað fyrir hvítu Ameríku,“ sagði Ben Crump, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við The Guardian. Tveimur dögum eftir að myndband af morðinu var birt urðu fyrstu handtökurnar í málinu og lofaði rannsóknarlögreglan í Georgíu að rannsaka málið áfram. McMichaels feðgarnir voru ákærðir fyrir morðið í vikunni sem leið, degi áður en Ahmaud hefði fagnað 26 ára afmæli sínu. Hér að neðan má sjá myndbandið sem um ræðir, en rétt er að vara viðkvæma við því.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23
Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49
Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15