Verulega slegnir eftir banaslys í Mosfellsbæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2020 12:29 Frá slysstað í Sunnukrika í Mosfellsbæ í gær. Verkið er á vegum Arnarhvols. Vísir/vilhelm Verkamenn sem urðu vitni að banaslysi við nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ í gær eru verulega slegnir, að sögn lögreglu. Slysið hafi tekið mjög á alla hlutaðeigandi. Verktakinn sem stendur að framkvæmdinni segir að haldið verði utan um starfsfólkið í dag og því boðið upp á áfallahjálp. Slysið varð með þeim hætti að gólfplata hrundi í byggingunni við Sunnukrika um miðjan dag í gær. Pólskur karlmaður á sextugsaldri lenti undir plötunni og lést. Annar maður, pólskur karlmaður um fimmtugt, slasaðist alvarlega í slysinu. Líðan hans er eftir atvikum, að því er fram kom í tilkynningu frá lögreglu fyrir hádegi. Verið að byggja heilsugæslustöð Karl Þráinsson framkvæmdastjóri Framkvæmdafélagsins Arnarhvols, sem stendur að framkvæmdinni við Sunnukrika, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið vinni í því með Vinnueftirlitinu að komast að því hvernig slysið bar að. Hann kveðst ekki geta tjáð sig frekar um tildrögin á þessu stigi. Fyrirtækið hefur ekki sett sig í samband við fjölskyldur mannanna sem lentu undir plötunni en Karl segir að þeir séu starfsmenn undirverktaka. „En það verður gert.“ Þá hafa starfsmenn sem urðu vitni að slysinu hlotið áfallahjálp, fyrst frá áfallateymi Rauða krossins á vettvangi í gær. „Það verður fundur aftur í dag og tekið utan um fólk,“ segir Karl. Hlé hefur verið gert á öllum framkvæmdum að sögn Karls en húsnæðið sem verið er að byggja á að hýsa nýja heilsugæslustöð fyrir Mosfellinga, auk apóteks og nokkurra íbúða. Fulltrúar Vinnueftirlitsins eru nú á vettvangi ásamt starfsmönnum Arnarhvols. Þá gerir Karl fastlega ráð fyrir því að þeir sem urðu vitni að slysinu í gær hafi fengið frí frá störfum. Ræða við vitni Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að engar nýjar upplýsingar fáist uppgefnar um rannsókn slyssins að svo stöddu. Rannsókn sé í gangi, rannsóknar- og tæknideild lögreglu sé á vettvangi og þá verði áfram rætt við vitni. Talið er að um tíu manns hafi verið á svæðinu þegar slysið varð. Þá hefur lögregla haft samband við fjölskyldur beggja mannanna sem lentu undir plötunni. Samstarfsmenn þeirra á slysstað hafi jafnframt þegið áfallahjálp. „Þeir voru verulega slegnir. Þetta tók á alla aðila,“ segir Valgarður. Mosfellsbær Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 09:20 Búið að ná manninum undan plötunni Búið er að ná hinum manninum sem lenti undir steyptri gólfplötu á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ í dag undan plötunni. 3. mars 2020 16:35 Alvarlegt slys á byggingasvæði við Sunnukrika Alvarlegt slys varð við Sunnukrika í Mosfellsbæ nú á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu við götuna. 3. mars 2020 13:56 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Verkamenn sem urðu vitni að banaslysi við nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ í gær eru verulega slegnir, að sögn lögreglu. Slysið hafi tekið mjög á alla hlutaðeigandi. Verktakinn sem stendur að framkvæmdinni segir að haldið verði utan um starfsfólkið í dag og því boðið upp á áfallahjálp. Slysið varð með þeim hætti að gólfplata hrundi í byggingunni við Sunnukrika um miðjan dag í gær. Pólskur karlmaður á sextugsaldri lenti undir plötunni og lést. Annar maður, pólskur karlmaður um fimmtugt, slasaðist alvarlega í slysinu. Líðan hans er eftir atvikum, að því er fram kom í tilkynningu frá lögreglu fyrir hádegi. Verið að byggja heilsugæslustöð Karl Þráinsson framkvæmdastjóri Framkvæmdafélagsins Arnarhvols, sem stendur að framkvæmdinni við Sunnukrika, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið vinni í því með Vinnueftirlitinu að komast að því hvernig slysið bar að. Hann kveðst ekki geta tjáð sig frekar um tildrögin á þessu stigi. Fyrirtækið hefur ekki sett sig í samband við fjölskyldur mannanna sem lentu undir plötunni en Karl segir að þeir séu starfsmenn undirverktaka. „En það verður gert.“ Þá hafa starfsmenn sem urðu vitni að slysinu hlotið áfallahjálp, fyrst frá áfallateymi Rauða krossins á vettvangi í gær. „Það verður fundur aftur í dag og tekið utan um fólk,“ segir Karl. Hlé hefur verið gert á öllum framkvæmdum að sögn Karls en húsnæðið sem verið er að byggja á að hýsa nýja heilsugæslustöð fyrir Mosfellinga, auk apóteks og nokkurra íbúða. Fulltrúar Vinnueftirlitsins eru nú á vettvangi ásamt starfsmönnum Arnarhvols. Þá gerir Karl fastlega ráð fyrir því að þeir sem urðu vitni að slysinu í gær hafi fengið frí frá störfum. Ræða við vitni Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að engar nýjar upplýsingar fáist uppgefnar um rannsókn slyssins að svo stöddu. Rannsókn sé í gangi, rannsóknar- og tæknideild lögreglu sé á vettvangi og þá verði áfram rætt við vitni. Talið er að um tíu manns hafi verið á svæðinu þegar slysið varð. Þá hefur lögregla haft samband við fjölskyldur beggja mannanna sem lentu undir plötunni. Samstarfsmenn þeirra á slysstað hafi jafnframt þegið áfallahjálp. „Þeir voru verulega slegnir. Þetta tók á alla aðila,“ segir Valgarður.
Mosfellsbær Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 09:20 Búið að ná manninum undan plötunni Búið er að ná hinum manninum sem lenti undir steyptri gólfplötu á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ í dag undan plötunni. 3. mars 2020 16:35 Alvarlegt slys á byggingasvæði við Sunnukrika Alvarlegt slys varð við Sunnukrika í Mosfellsbæ nú á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu við götuna. 3. mars 2020 13:56 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 09:20
Búið að ná manninum undan plötunni Búið er að ná hinum manninum sem lenti undir steyptri gólfplötu á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ í dag undan plötunni. 3. mars 2020 16:35
Alvarlegt slys á byggingasvæði við Sunnukrika Alvarlegt slys varð við Sunnukrika í Mosfellsbæ nú á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu við götuna. 3. mars 2020 13:56