Íslenskir aðalverktakar buðu lægst í breikkun hringvegarins um Ölfus Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2020 20:20 Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Tilboðsfrestur í þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar á þessu ári rann út í dag. Íslenskir aðalverktakar buðust til að vinna verkið fyrir 5.069 milljónir króna, sem var 176 milljónum króna undir áætluðum verktakakostnaði upp á 5.245 milljónir króna. Tilboð ÍAV var þannig 96,6 prósent af áætlun. Sami verktaki vann fyrsta áfangann á síðasta ári, tveggja og hálfs kílómetra kafla austan Hveragerðis, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt tengivegum, en hann var opnaður umferð í haust. Sjá hér: Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Tvö önnur boð bárust en þau reyndust bæði yfir kostnaðaráætlun. Suðurverk og Loftorka buðu saman 5.712 milljónir króna, eða 108,9 prósent af áætluðum kostnaði. Ístak átti hæsta boð, upp á 5.869 milljónir króna, eða 111,9 prósent af áætluðum kostnaði. Boð Ístaks var þannig 800 milljónum króna hærra en lægsta boð og boð Suðurverks og Loftorku var 643 milljónum hærra. Leggja á 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum auk tengivega um sveitina. Framkvæmdir eiga að fara á fullt í vor og ljúka eftir þrjú ár en verklok eru í september 2023. Í frétt Stöðvar 2 í janúar var verkið útskýrt nánar með grafískum myndum frá Vegagerðinni: Samgöngur Umferðaröryggi Árborg Ölfus Hveragerði Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Sjá meira
Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Tilboðsfrestur í þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar á þessu ári rann út í dag. Íslenskir aðalverktakar buðust til að vinna verkið fyrir 5.069 milljónir króna, sem var 176 milljónum króna undir áætluðum verktakakostnaði upp á 5.245 milljónir króna. Tilboð ÍAV var þannig 96,6 prósent af áætlun. Sami verktaki vann fyrsta áfangann á síðasta ári, tveggja og hálfs kílómetra kafla austan Hveragerðis, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt tengivegum, en hann var opnaður umferð í haust. Sjá hér: Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Tvö önnur boð bárust en þau reyndust bæði yfir kostnaðaráætlun. Suðurverk og Loftorka buðu saman 5.712 milljónir króna, eða 108,9 prósent af áætluðum kostnaði. Ístak átti hæsta boð, upp á 5.869 milljónir króna, eða 111,9 prósent af áætluðum kostnaði. Boð Ístaks var þannig 800 milljónum króna hærra en lægsta boð og boð Suðurverks og Loftorku var 643 milljónum hærra. Leggja á 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum auk tengivega um sveitina. Framkvæmdir eiga að fara á fullt í vor og ljúka eftir þrjú ár en verklok eru í september 2023. Í frétt Stöðvar 2 í janúar var verkið útskýrt nánar með grafískum myndum frá Vegagerðinni:
Samgöngur Umferðaröryggi Árborg Ölfus Hveragerði Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Sjá meira