„Ef vinnuveitandi misnotar þetta úrræði þá er það hans að endurgreiða“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2020 14:10 Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis, segir að tryggja verði réttindi launafólks. Vísir/Baldur Hrafnkell Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að gríðarlega mikilvægt sé að tryggja rétt launafólks ef í ljós kemur að vinnuveitandi þess og stjórnendur hafi lækkað starfshlutfall þess að ástæðulausu. Fréttastofa greindi frá því í gær að stöndug stórfyrirtæki hefðu nýtt sér hlutabótaúrræði stjórnvalda til að greiða niður starfsmannakostnað þrátt fyrir að hafa greitt eigendum sínum arð og skilað hagnaði. Ríkisstjórnin hefur sagt að bregðast þurfi við vandanum. Lög um hlutabótaleiðina verði hert og skilyrði sett við stuðninginn. Atvinnuleysistryggingarlögin snúa að launafólki en ekki vinnuveitanda. „Við verðum að bæta við ákvæði sem lýtur að þeim tilfellum þar sem vinnuveitandi er með röngum hætti og án ástæðu að minnka starfshlutfall hjá viðkomandi. Þá þarf hann,[vinnuveitandinn] að endurgreiða.“ Helga Vala segir það mikilvægt að bregðast hratt og örugglega við, þess vegna útbjó hún frumvarp í gær sem snýst um að tryggja launafólk þegar vinnumálastofnun gaumgæfir umsóknir fyrirtækja um hlutabótaleiðina að nýju. „Ef í ljós kemur að vinnuveitandi misnoti þetta úrræði þá verði hann að endurgreiða.“ Í lögum um hlutabótaúrræði stjórnvalda er ákvæði sem heimilar vinnumálastofnun að krefjast rökstuðnings frá umsækjendum með upplýsingum um rekstur og tekjutap vinnuveitenda. Haldi rökstuðningur ekki vatni er viðkomandi umsækjanda synjað um atvinnuleysisbætur. „Vandinn núna er sá að þetta var slíkt flóð umsókna að Vinnumálastofnun hefur ekki náð að hafa þessa forskoðun og vandinn felst líka í að forskoðunin beinist öll að launamanninum; það er honum sem er synjað enda er það hann sem er að sækja um bæturnar. Við verðum að bæta við hinu; að komi í ljós misnotkun vinnuveitanda sé það ekki launamanni sem sé refsað heldur vinnuveitanda sem velur það að minnka starfshlutfall og láta ríkissjóð um að borga mismuninn úr okkar sameiginlegu sjóðum. Við verðum að sækja þetta hjá vinnuveitandanum sem er að misnota kerfið. Það er ekki að frumkvæði launamannsins að gera þetta enda hefur hann engar forsendur til að vita hvort einhverjar arðgreiðslur eru að eiga sér stað eða meta hvernig reksturinn gengur. Það er ekki á ábyrgð launamannsins að bera ábyrgð á því. Þetta er Alfa og Ómega í þessu.“ Nefndarmenn Velferðarnefndar eru sammála um að bregðast verði hratt við en á fundinum var ákveðið að gefa ráðherra svigrúm til að gefa nefndinni skilmerkileg svör um næstu skref og hvenær ráðherra hyggist leggja fram frumvarp. Nefndin mun koma aftur saman á morgun og halda áfram umfjöllun sinni. Hvað varðar þau fyrirtæki sem hafa þegið neyðarrúrræðið þrátt fyrir arðgreiðslur og hagnað þá segist Helga Vala fordæma slíkt framferði. Þó sé enn tími fyrir fyrirtækin til að sýna yfirbót. „Ég algjörlega fordæmi gjörðir stjórnenda fyrirtækja sem taka ákvörðun um að misnota svona úrræði til að auka eigin gróða. Þetta er ömurlegt,“ segir Helga Vala sem ráðleggur viðkomandi fyrirtækjum að bæta fyrir mistökin. „Það geta allir gert mistök en þá skiptir máli að menn sjái að sér eins og átti sér stað hjá stjórnendum Skeljungs í gær. Ég bara hvet fyrirtæki sem eru að átta sig á því núna að þau gerðu mistök, til þess að viðurkenna það. Þetta er það sem við erum að reyna að kenna æsku landsins; ef maður gerir mistök þá viðurkennir maður mistökin og bætir fyrir þau. Stjórnendur fyrirtækjanna hafa tækifæri til þess enda er ljóst að meirihluta landsmanna er gróflega misboðið. Leiðréttið bara mistökin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir „Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40 Gerir ráð fyrir 7,3 milljarða rekstrarhagnaði en ætlar ekki að hætta við hlutabótaleiðina Forstjóri Festar áætlar að hlutabótagreiðslur til starfsfólks nemi 40 milljónum á tímabilinu en Festi sér fram á 7,3 milljarða rekstrarhagnað á árinu 2020. 7. maí 2020 20:21 Ætlast til þess að fyrirtæki misnoti ekki „björgunarhringi“ stjórnvalda Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. 7. maí 2020 19:24 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að gríðarlega mikilvægt sé að tryggja rétt launafólks ef í ljós kemur að vinnuveitandi þess og stjórnendur hafi lækkað starfshlutfall þess að ástæðulausu. Fréttastofa greindi frá því í gær að stöndug stórfyrirtæki hefðu nýtt sér hlutabótaúrræði stjórnvalda til að greiða niður starfsmannakostnað þrátt fyrir að hafa greitt eigendum sínum arð og skilað hagnaði. Ríkisstjórnin hefur sagt að bregðast þurfi við vandanum. Lög um hlutabótaleiðina verði hert og skilyrði sett við stuðninginn. Atvinnuleysistryggingarlögin snúa að launafólki en ekki vinnuveitanda. „Við verðum að bæta við ákvæði sem lýtur að þeim tilfellum þar sem vinnuveitandi er með röngum hætti og án ástæðu að minnka starfshlutfall hjá viðkomandi. Þá þarf hann,[vinnuveitandinn] að endurgreiða.“ Helga Vala segir það mikilvægt að bregðast hratt og örugglega við, þess vegna útbjó hún frumvarp í gær sem snýst um að tryggja launafólk þegar vinnumálastofnun gaumgæfir umsóknir fyrirtækja um hlutabótaleiðina að nýju. „Ef í ljós kemur að vinnuveitandi misnoti þetta úrræði þá verði hann að endurgreiða.“ Í lögum um hlutabótaúrræði stjórnvalda er ákvæði sem heimilar vinnumálastofnun að krefjast rökstuðnings frá umsækjendum með upplýsingum um rekstur og tekjutap vinnuveitenda. Haldi rökstuðningur ekki vatni er viðkomandi umsækjanda synjað um atvinnuleysisbætur. „Vandinn núna er sá að þetta var slíkt flóð umsókna að Vinnumálastofnun hefur ekki náð að hafa þessa forskoðun og vandinn felst líka í að forskoðunin beinist öll að launamanninum; það er honum sem er synjað enda er það hann sem er að sækja um bæturnar. Við verðum að bæta við hinu; að komi í ljós misnotkun vinnuveitanda sé það ekki launamanni sem sé refsað heldur vinnuveitanda sem velur það að minnka starfshlutfall og láta ríkissjóð um að borga mismuninn úr okkar sameiginlegu sjóðum. Við verðum að sækja þetta hjá vinnuveitandanum sem er að misnota kerfið. Það er ekki að frumkvæði launamannsins að gera þetta enda hefur hann engar forsendur til að vita hvort einhverjar arðgreiðslur eru að eiga sér stað eða meta hvernig reksturinn gengur. Það er ekki á ábyrgð launamannsins að bera ábyrgð á því. Þetta er Alfa og Ómega í þessu.“ Nefndarmenn Velferðarnefndar eru sammála um að bregðast verði hratt við en á fundinum var ákveðið að gefa ráðherra svigrúm til að gefa nefndinni skilmerkileg svör um næstu skref og hvenær ráðherra hyggist leggja fram frumvarp. Nefndin mun koma aftur saman á morgun og halda áfram umfjöllun sinni. Hvað varðar þau fyrirtæki sem hafa þegið neyðarrúrræðið þrátt fyrir arðgreiðslur og hagnað þá segist Helga Vala fordæma slíkt framferði. Þó sé enn tími fyrir fyrirtækin til að sýna yfirbót. „Ég algjörlega fordæmi gjörðir stjórnenda fyrirtækja sem taka ákvörðun um að misnota svona úrræði til að auka eigin gróða. Þetta er ömurlegt,“ segir Helga Vala sem ráðleggur viðkomandi fyrirtækjum að bæta fyrir mistökin. „Það geta allir gert mistök en þá skiptir máli að menn sjái að sér eins og átti sér stað hjá stjórnendum Skeljungs í gær. Ég bara hvet fyrirtæki sem eru að átta sig á því núna að þau gerðu mistök, til þess að viðurkenna það. Þetta er það sem við erum að reyna að kenna æsku landsins; ef maður gerir mistök þá viðurkennir maður mistökin og bætir fyrir þau. Stjórnendur fyrirtækjanna hafa tækifæri til þess enda er ljóst að meirihluta landsmanna er gróflega misboðið. Leiðréttið bara mistökin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir „Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40 Gerir ráð fyrir 7,3 milljarða rekstrarhagnaði en ætlar ekki að hætta við hlutabótaleiðina Forstjóri Festar áætlar að hlutabótagreiðslur til starfsfólks nemi 40 milljónum á tímabilinu en Festi sér fram á 7,3 milljarða rekstrarhagnað á árinu 2020. 7. maí 2020 20:21 Ætlast til þess að fyrirtæki misnoti ekki „björgunarhringi“ stjórnvalda Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. 7. maí 2020 19:24 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
„Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40
Gerir ráð fyrir 7,3 milljarða rekstrarhagnaði en ætlar ekki að hætta við hlutabótaleiðina Forstjóri Festar áætlar að hlutabótagreiðslur til starfsfólks nemi 40 milljónum á tímabilinu en Festi sér fram á 7,3 milljarða rekstrarhagnað á árinu 2020. 7. maí 2020 20:21
Ætlast til þess að fyrirtæki misnoti ekki „björgunarhringi“ stjórnvalda Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. 7. maí 2020 19:24
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent