„Ef vinnuveitandi misnotar þetta úrræði þá er það hans að endurgreiða“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2020 14:10 Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis, segir að tryggja verði réttindi launafólks. Vísir/Baldur Hrafnkell Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að gríðarlega mikilvægt sé að tryggja rétt launafólks ef í ljós kemur að vinnuveitandi þess og stjórnendur hafi lækkað starfshlutfall þess að ástæðulausu. Fréttastofa greindi frá því í gær að stöndug stórfyrirtæki hefðu nýtt sér hlutabótaúrræði stjórnvalda til að greiða niður starfsmannakostnað þrátt fyrir að hafa greitt eigendum sínum arð og skilað hagnaði. Ríkisstjórnin hefur sagt að bregðast þurfi við vandanum. Lög um hlutabótaleiðina verði hert og skilyrði sett við stuðninginn. Atvinnuleysistryggingarlögin snúa að launafólki en ekki vinnuveitanda. „Við verðum að bæta við ákvæði sem lýtur að þeim tilfellum þar sem vinnuveitandi er með röngum hætti og án ástæðu að minnka starfshlutfall hjá viðkomandi. Þá þarf hann,[vinnuveitandinn] að endurgreiða.“ Helga Vala segir það mikilvægt að bregðast hratt og örugglega við, þess vegna útbjó hún frumvarp í gær sem snýst um að tryggja launafólk þegar vinnumálastofnun gaumgæfir umsóknir fyrirtækja um hlutabótaleiðina að nýju. „Ef í ljós kemur að vinnuveitandi misnoti þetta úrræði þá verði hann að endurgreiða.“ Í lögum um hlutabótaúrræði stjórnvalda er ákvæði sem heimilar vinnumálastofnun að krefjast rökstuðnings frá umsækjendum með upplýsingum um rekstur og tekjutap vinnuveitenda. Haldi rökstuðningur ekki vatni er viðkomandi umsækjanda synjað um atvinnuleysisbætur. „Vandinn núna er sá að þetta var slíkt flóð umsókna að Vinnumálastofnun hefur ekki náð að hafa þessa forskoðun og vandinn felst líka í að forskoðunin beinist öll að launamanninum; það er honum sem er synjað enda er það hann sem er að sækja um bæturnar. Við verðum að bæta við hinu; að komi í ljós misnotkun vinnuveitanda sé það ekki launamanni sem sé refsað heldur vinnuveitanda sem velur það að minnka starfshlutfall og láta ríkissjóð um að borga mismuninn úr okkar sameiginlegu sjóðum. Við verðum að sækja þetta hjá vinnuveitandanum sem er að misnota kerfið. Það er ekki að frumkvæði launamannsins að gera þetta enda hefur hann engar forsendur til að vita hvort einhverjar arðgreiðslur eru að eiga sér stað eða meta hvernig reksturinn gengur. Það er ekki á ábyrgð launamannsins að bera ábyrgð á því. Þetta er Alfa og Ómega í þessu.“ Nefndarmenn Velferðarnefndar eru sammála um að bregðast verði hratt við en á fundinum var ákveðið að gefa ráðherra svigrúm til að gefa nefndinni skilmerkileg svör um næstu skref og hvenær ráðherra hyggist leggja fram frumvarp. Nefndin mun koma aftur saman á morgun og halda áfram umfjöllun sinni. Hvað varðar þau fyrirtæki sem hafa þegið neyðarrúrræðið þrátt fyrir arðgreiðslur og hagnað þá segist Helga Vala fordæma slíkt framferði. Þó sé enn tími fyrir fyrirtækin til að sýna yfirbót. „Ég algjörlega fordæmi gjörðir stjórnenda fyrirtækja sem taka ákvörðun um að misnota svona úrræði til að auka eigin gróða. Þetta er ömurlegt,“ segir Helga Vala sem ráðleggur viðkomandi fyrirtækjum að bæta fyrir mistökin. „Það geta allir gert mistök en þá skiptir máli að menn sjái að sér eins og átti sér stað hjá stjórnendum Skeljungs í gær. Ég bara hvet fyrirtæki sem eru að átta sig á því núna að þau gerðu mistök, til þess að viðurkenna það. Þetta er það sem við erum að reyna að kenna æsku landsins; ef maður gerir mistök þá viðurkennir maður mistökin og bætir fyrir þau. Stjórnendur fyrirtækjanna hafa tækifæri til þess enda er ljóst að meirihluta landsmanna er gróflega misboðið. Leiðréttið bara mistökin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir „Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40 Gerir ráð fyrir 7,3 milljarða rekstrarhagnaði en ætlar ekki að hætta við hlutabótaleiðina Forstjóri Festar áætlar að hlutabótagreiðslur til starfsfólks nemi 40 milljónum á tímabilinu en Festi sér fram á 7,3 milljarða rekstrarhagnað á árinu 2020. 7. maí 2020 20:21 Ætlast til þess að fyrirtæki misnoti ekki „björgunarhringi“ stjórnvalda Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. 7. maí 2020 19:24 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að gríðarlega mikilvægt sé að tryggja rétt launafólks ef í ljós kemur að vinnuveitandi þess og stjórnendur hafi lækkað starfshlutfall þess að ástæðulausu. Fréttastofa greindi frá því í gær að stöndug stórfyrirtæki hefðu nýtt sér hlutabótaúrræði stjórnvalda til að greiða niður starfsmannakostnað þrátt fyrir að hafa greitt eigendum sínum arð og skilað hagnaði. Ríkisstjórnin hefur sagt að bregðast þurfi við vandanum. Lög um hlutabótaleiðina verði hert og skilyrði sett við stuðninginn. Atvinnuleysistryggingarlögin snúa að launafólki en ekki vinnuveitanda. „Við verðum að bæta við ákvæði sem lýtur að þeim tilfellum þar sem vinnuveitandi er með röngum hætti og án ástæðu að minnka starfshlutfall hjá viðkomandi. Þá þarf hann,[vinnuveitandinn] að endurgreiða.“ Helga Vala segir það mikilvægt að bregðast hratt og örugglega við, þess vegna útbjó hún frumvarp í gær sem snýst um að tryggja launafólk þegar vinnumálastofnun gaumgæfir umsóknir fyrirtækja um hlutabótaleiðina að nýju. „Ef í ljós kemur að vinnuveitandi misnoti þetta úrræði þá verði hann að endurgreiða.“ Í lögum um hlutabótaúrræði stjórnvalda er ákvæði sem heimilar vinnumálastofnun að krefjast rökstuðnings frá umsækjendum með upplýsingum um rekstur og tekjutap vinnuveitenda. Haldi rökstuðningur ekki vatni er viðkomandi umsækjanda synjað um atvinnuleysisbætur. „Vandinn núna er sá að þetta var slíkt flóð umsókna að Vinnumálastofnun hefur ekki náð að hafa þessa forskoðun og vandinn felst líka í að forskoðunin beinist öll að launamanninum; það er honum sem er synjað enda er það hann sem er að sækja um bæturnar. Við verðum að bæta við hinu; að komi í ljós misnotkun vinnuveitanda sé það ekki launamanni sem sé refsað heldur vinnuveitanda sem velur það að minnka starfshlutfall og láta ríkissjóð um að borga mismuninn úr okkar sameiginlegu sjóðum. Við verðum að sækja þetta hjá vinnuveitandanum sem er að misnota kerfið. Það er ekki að frumkvæði launamannsins að gera þetta enda hefur hann engar forsendur til að vita hvort einhverjar arðgreiðslur eru að eiga sér stað eða meta hvernig reksturinn gengur. Það er ekki á ábyrgð launamannsins að bera ábyrgð á því. Þetta er Alfa og Ómega í þessu.“ Nefndarmenn Velferðarnefndar eru sammála um að bregðast verði hratt við en á fundinum var ákveðið að gefa ráðherra svigrúm til að gefa nefndinni skilmerkileg svör um næstu skref og hvenær ráðherra hyggist leggja fram frumvarp. Nefndin mun koma aftur saman á morgun og halda áfram umfjöllun sinni. Hvað varðar þau fyrirtæki sem hafa þegið neyðarrúrræðið þrátt fyrir arðgreiðslur og hagnað þá segist Helga Vala fordæma slíkt framferði. Þó sé enn tími fyrir fyrirtækin til að sýna yfirbót. „Ég algjörlega fordæmi gjörðir stjórnenda fyrirtækja sem taka ákvörðun um að misnota svona úrræði til að auka eigin gróða. Þetta er ömurlegt,“ segir Helga Vala sem ráðleggur viðkomandi fyrirtækjum að bæta fyrir mistökin. „Það geta allir gert mistök en þá skiptir máli að menn sjái að sér eins og átti sér stað hjá stjórnendum Skeljungs í gær. Ég bara hvet fyrirtæki sem eru að átta sig á því núna að þau gerðu mistök, til þess að viðurkenna það. Þetta er það sem við erum að reyna að kenna æsku landsins; ef maður gerir mistök þá viðurkennir maður mistökin og bætir fyrir þau. Stjórnendur fyrirtækjanna hafa tækifæri til þess enda er ljóst að meirihluta landsmanna er gróflega misboðið. Leiðréttið bara mistökin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir „Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40 Gerir ráð fyrir 7,3 milljarða rekstrarhagnaði en ætlar ekki að hætta við hlutabótaleiðina Forstjóri Festar áætlar að hlutabótagreiðslur til starfsfólks nemi 40 milljónum á tímabilinu en Festi sér fram á 7,3 milljarða rekstrarhagnað á árinu 2020. 7. maí 2020 20:21 Ætlast til þess að fyrirtæki misnoti ekki „björgunarhringi“ stjórnvalda Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. 7. maí 2020 19:24 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40
Gerir ráð fyrir 7,3 milljarða rekstrarhagnaði en ætlar ekki að hætta við hlutabótaleiðina Forstjóri Festar áætlar að hlutabótagreiðslur til starfsfólks nemi 40 milljónum á tímabilinu en Festi sér fram á 7,3 milljarða rekstrarhagnað á árinu 2020. 7. maí 2020 20:21
Ætlast til þess að fyrirtæki misnoti ekki „björgunarhringi“ stjórnvalda Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. 7. maí 2020 19:24