Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2020 12:58 Frá markaði í Wuhan. AP/Ng Han Guan Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. Þetta segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og ítreka starfsmenn hennar að frekari rannsókna sé þörf. Meðal annars voru lifandi og dauð dýr keypt og seld til manneldis á þessum markaði. Honum var þó lokað í janúar og settu yfirvöld Kína tímabundið bann á sölu lifandi villtra dýra. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur haldið því fram að vísbendingar bendi til þess að veiran hafi komið frá rannsóknarstofu í Wuhan. Hann hefur þó sagt að það sé ekki fullvíst. Sérfræðingar hafa þó dregið það verulega í efa. Allt útlit er fyrir að veiran hafi þróast í náttúrunni. Á blaðamannafundi í Genf í dag sagði Dr. Peter Ben Embarek, sérfræðingur WHO, að það hefði tekið vísindamenn ár að uppgötva að svínaflensan svokallaða frá 2012 hefði borist í menn úr kameldýrum. Hann sagði ekki of seint að komast að hinu sanna og bætti við að það myndi hjálpa mikið ef hægt væri að finna sýni af veirunni, áður en hún stökkbreyttist. Embarek sagði einnig að veiran hefði komið frá leðurblökum en hún geti einnig smitað ketti og svo hunda en minni líkur eru á því. Hann sagði einnig nauðsynlegt að rannsaka þá dreifingu frekar svo hægt væri að koma í veg fyrir faraldur meðal annarra dýra, sem gætu svo smitað menn. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1. maí 2020 21:16 Íhugar að beita Kína refsiaðgerðum fyrir kórónuveirufaraldurinn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ríkisstjórn landsins íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir að hafa valdið kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði í gærkvöldi að hann hefði séð sönnunargögn sem bentu til þess að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu í Wuhan. 1. maí 2020 11:39 Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. 25. apríl 2020 09:47 Banna katta- og hundaát vegna kórónuveirunnar Yfirvöld borgarinnar Shenzhen í Kína hafa bannað át hunda og katta. Það var gert til að sporna við sölu dýra en vísindamenn grunar að rætur nýju kórónuveirunnar megi rekja til dýramarkaðar Í borginni Wuhan. 2. apríl 2020 11:35 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. Þetta segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og ítreka starfsmenn hennar að frekari rannsókna sé þörf. Meðal annars voru lifandi og dauð dýr keypt og seld til manneldis á þessum markaði. Honum var þó lokað í janúar og settu yfirvöld Kína tímabundið bann á sölu lifandi villtra dýra. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur haldið því fram að vísbendingar bendi til þess að veiran hafi komið frá rannsóknarstofu í Wuhan. Hann hefur þó sagt að það sé ekki fullvíst. Sérfræðingar hafa þó dregið það verulega í efa. Allt útlit er fyrir að veiran hafi þróast í náttúrunni. Á blaðamannafundi í Genf í dag sagði Dr. Peter Ben Embarek, sérfræðingur WHO, að það hefði tekið vísindamenn ár að uppgötva að svínaflensan svokallaða frá 2012 hefði borist í menn úr kameldýrum. Hann sagði ekki of seint að komast að hinu sanna og bætti við að það myndi hjálpa mikið ef hægt væri að finna sýni af veirunni, áður en hún stökkbreyttist. Embarek sagði einnig að veiran hefði komið frá leðurblökum en hún geti einnig smitað ketti og svo hunda en minni líkur eru á því. Hann sagði einnig nauðsynlegt að rannsaka þá dreifingu frekar svo hægt væri að koma í veg fyrir faraldur meðal annarra dýra, sem gætu svo smitað menn.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1. maí 2020 21:16 Íhugar að beita Kína refsiaðgerðum fyrir kórónuveirufaraldurinn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ríkisstjórn landsins íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir að hafa valdið kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði í gærkvöldi að hann hefði séð sönnunargögn sem bentu til þess að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu í Wuhan. 1. maí 2020 11:39 Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. 25. apríl 2020 09:47 Banna katta- og hundaát vegna kórónuveirunnar Yfirvöld borgarinnar Shenzhen í Kína hafa bannað át hunda og katta. Það var gert til að sporna við sölu dýra en vísindamenn grunar að rætur nýju kórónuveirunnar megi rekja til dýramarkaðar Í borginni Wuhan. 2. apríl 2020 11:35 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1. maí 2020 21:16
Íhugar að beita Kína refsiaðgerðum fyrir kórónuveirufaraldurinn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ríkisstjórn landsins íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir að hafa valdið kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði í gærkvöldi að hann hefði séð sönnunargögn sem bentu til þess að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu í Wuhan. 1. maí 2020 11:39
Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17
Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. 25. apríl 2020 09:47
Banna katta- og hundaát vegna kórónuveirunnar Yfirvöld borgarinnar Shenzhen í Kína hafa bannað át hunda og katta. Það var gert til að sporna við sölu dýra en vísindamenn grunar að rætur nýju kórónuveirunnar megi rekja til dýramarkaðar Í borginni Wuhan. 2. apríl 2020 11:35