Perlur Íslands: „Mjóifjörður er að mínu mati fallegasti staður landsins“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. maí 2020 20:00 Erla Björnsdóttir sálfræðingur á eftirminnilegu stefnumóti á síðasta ári. Mynd/Erla Björnsdóttir Sálfræðingurinn og svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir hefur ferðast víða með eiginmanni sínum og fjórum sonum þeirra. Hún var samt ekki lengi að velja sinn uppáhalds ferðamannastað. „Austfirðirnir eru uppáhalds staður minn á landinu. Þar er ótrúlega fallegt og stórbrotin náttúran þar hefur uppá svo margt skemmtilegt að bjóða. Sjálf bjó ég lengi á Neskaupstað og maðurinn minn og allt mitt tengdafólk er að austan þannig að ég á mjög sterkar rætur þangað. Mjóifjórður er að mínu mati fallegasti staður landsins. Sumardagur í MjóafirðiMynd/Erla Björnsdóttir Þar er kyrrðin algjör og að sitja þar í fjörunni við varðeld, umlukin þessum stóru fjöllum og horfa útá spegilsléttan sjóinn er ævintýri líkast – tengingin við náttúruna verður varla meiri en akkúrat þar.“ Á góðri stundu í MjóafirðiMynd/Erla Björnsdóttir Besta stefnumót síðasta árs Fjölskyldan hefur ferðast töluvert um Austurlandið og gengið mikið á svæðinu. Hjónin Erla Björnsdóttir og Hálfdán Steinþórsson hafa gengið mikið saman. Þar á meðal á Austurlandi.Myndir/Erla Björnsdóttir „Á Austurlandi eru margar frábærar gönguleiðir sem eru einnig fáfarnar þannig að maður upplifir sig nánast eins og að vera einn í heiminum sem getur verið kærkomin hvíld frá amstri hversdagsins. Í fyrra fórum við austur með alla strákana okkar, við dvöldum nopkkrar nætur í Mjóafirði og keyrðum svo alla Austfirðina. Við gistum á hóteli á Hornafirði þar sem við hjónin fórum á stefnumót í fjörunni þar sem sólin skein, sjórinn var spegilsléttur og við horfðum á jökulinn og fjöllin í kring og skáluðum í kampavíni – þetta var klárlega besta stefnumót síðasta árs.“ Skálað í fallegu umhverfi.Mynd/Erla Björnsdóttir Hornafjörður - Falleg stund í fjörunniMynd/Erla Björnsdóttir Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Perlur Íslands Fjarðabyggð Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið
Sálfræðingurinn og svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir hefur ferðast víða með eiginmanni sínum og fjórum sonum þeirra. Hún var samt ekki lengi að velja sinn uppáhalds ferðamannastað. „Austfirðirnir eru uppáhalds staður minn á landinu. Þar er ótrúlega fallegt og stórbrotin náttúran þar hefur uppá svo margt skemmtilegt að bjóða. Sjálf bjó ég lengi á Neskaupstað og maðurinn minn og allt mitt tengdafólk er að austan þannig að ég á mjög sterkar rætur þangað. Mjóifjórður er að mínu mati fallegasti staður landsins. Sumardagur í MjóafirðiMynd/Erla Björnsdóttir Þar er kyrrðin algjör og að sitja þar í fjörunni við varðeld, umlukin þessum stóru fjöllum og horfa útá spegilsléttan sjóinn er ævintýri líkast – tengingin við náttúruna verður varla meiri en akkúrat þar.“ Á góðri stundu í MjóafirðiMynd/Erla Björnsdóttir Besta stefnumót síðasta árs Fjölskyldan hefur ferðast töluvert um Austurlandið og gengið mikið á svæðinu. Hjónin Erla Björnsdóttir og Hálfdán Steinþórsson hafa gengið mikið saman. Þar á meðal á Austurlandi.Myndir/Erla Björnsdóttir „Á Austurlandi eru margar frábærar gönguleiðir sem eru einnig fáfarnar þannig að maður upplifir sig nánast eins og að vera einn í heiminum sem getur verið kærkomin hvíld frá amstri hversdagsins. Í fyrra fórum við austur með alla strákana okkar, við dvöldum nopkkrar nætur í Mjóafirði og keyrðum svo alla Austfirðina. Við gistum á hóteli á Hornafirði þar sem við hjónin fórum á stefnumót í fjörunni þar sem sólin skein, sjórinn var spegilsléttur og við horfðum á jökulinn og fjöllin í kring og skáluðum í kampavíni – þetta var klárlega besta stefnumót síðasta árs.“ Skálað í fallegu umhverfi.Mynd/Erla Björnsdóttir Hornafjörður - Falleg stund í fjörunniMynd/Erla Björnsdóttir Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Perlur Íslands Fjarðabyggð Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið