Sterk upplifun en vantaði klárlega einhvern til að njóta með Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. maí 2020 07:00 Garpur ferðaðist aleinn í kringum Ísland á 12 dögum. Hann vildi upplifa landið án ferðamanna og hélt úti skemmtilegri dagbók. Myndir/Garpur Elísabetarson Kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur Elísabetarson fór hringinn í kringum landið í samkomubanninu. Hann vildi skoða Ísland án ferðamanna og fór einn í ferðalag með myndavélarnar með sér. Garpur hélt úti ferðadagbók hér á Vísi á leiðinni og hefur þetta verið tekið saman í einn skemmtilegan ferðaþátt sem finna má neðar í fréttinni. „Áður en ég lagði af stað hafði ég fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvernig það yrði. Svo þegar ég mætti á svæðið þá var það svo miklu sterkari upplifun en ég gat látið mér detta í hug. Ég hef farið svo oft á alla þessa staði, en það var næstum að þetta væri eins og koma í fyrsta sinn. Það var skemmtilegast að fá bara að vera og njóta. Ég var ótrúlega heppinn með veður, þangað til alveg síðustu tvo daganna þannig að það var auðvelt að koma sér fyrir og njóta einverunar og nærverunar við náttúruna.“ Hann viðurkennir að það erfiðasta við ferðina hafi samt verið að vera einn á þessu flakki. „Það var það auðveldasta en samt það erfiðasta. Þá meina ég aðalega að upplifa og njóta einn. Það er svo gaman að upplifa með öðrum og fólki sem manni þykir vænt um. Þannig að þegar ég upplifði eitthvað magnað og kannski eitthvað sem ég hafði ekki gert áður, eins og að hitta þessa risa stóru hreindýrahjörð þá vantaði mig klárlega einhvern til að njóta með. Ég man ég hringdi í bróður minn til að fá útrás fyrir gleðina, en hann auðvitað skildi ekkert svakalega mikið í því sem ég var að tala um.“ Garpur var með bæði myndavélar og myndavélardróna og fangaði mikið af fallegum myndum á ferðalaginu.Mynd/Garpur Elísabetarson Ekki hægt að gera allt Það sem kom Garpi mest á óvart hvað gististaðirnir voru miklu fleiri og flottari en hann hafði áttað sig á. „Við höfum komið okkur upp svo ótrúlega flottum stöðum. Það vita allir um þessi helstu hótel og gististaði en það eru margir staðir úti á landi umkringdir ævintýrum.“ Garpur segir að hann hefði helst viljað stoppað lengur alls staðar. „Ferðalagið var þannig að ég var svolítið á fleygiferð. En ég hefði viljað taka lengri tíma á austurlandi. En svo kannski var árstíminn ekki alveg réttur fyrir mig að skoða það sem ég vildi skoða, en ég bæti það upp í sumar, það er á hreinu. Eins með vesturlandið, en þar spilaði veðrið inn í líka.“ Hann segist hafa lært ótrúlega margt á þessu verkefni. „Sem ferðamaður, kannski ekkert mikið. Ég hef verið verktaki í mörg ár í kvikmyndagerð og því hef ég oft þurft að halda uppi öllum spöðum frá framleiðslu og í loka frágang á verkefninu. En þetta var svakalega mikil vinna og í upphafi ætlaði ég að reyna að gera allt. Það er víst ekki hægt.“ Það voru fáir ferðamenn við fossana sem Garpur skoðaði á leiðinni.Mynd/Garpur Elísabetarson Allir út að leika Garpur varð ekki vonsvikinn með neitt, enda nær hann alltaf að finna sér eitthvað að skoða. Hann hefði viljað gera svakalega margt öðruvísi en samt ekki neitt. „Planið var að vera bara ég að vera. Það tókst mjög vel. En ég hugsa að ég hefði alltaf þurft að klára þetta ferðalag til þess að vita hvað ég myndi vilja gera öðruvísi.“ Það voru nokkur augnablik í ferðinni sem Garpur mun aldrei gleyma, minningar sem hann brosir enn yfir. „Að vera alveg einn og yfirgefinn í Reynisfjöru. Hreindýrunum á Breiðdalsheiði. Sólarlagið við Snæfellsjökul.“ Þessi krummi elti Garp uppi á jökli, sennilega þar sem hann var með svo girnilegt nesti með sér.Mynd/Garpur Elísabetarson Ferðasumarið er fram undan og er Garpur strax byrjaður að plana sína áfangastaði. „Mig langar að skoða hálendið á Austurlandið í sumar. Ég mun líka hanga mikið á Suðurströndinni, og vonandi ná á mínar heimaslóðir á Hornströndum. Núna er það bara vinna og reyna að komast sem mest út í góða veðrið sem er búið að lofa mér í sumar.“ Garpur hvetur alla Íslendinga til að fara út að leika. „Skoðum hluti sem við höfum ekki skoðað áður og gerum hluti sem við höfum ekki gert áður.“ Hér fyrir neðan má sjá þáttinn Ferðalangur í eigin landi í heild sinni. Klippa: Ferðalangur í eigin landi - þátturinn í heild Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dagur 11 og 12: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson var að ljúka einstöku feralagi um landið, aleinn á tímum kórónuveiru. 6. apríl 2020 10:00 Dagur 10: Ferðalangur í eigin landi Garpur heldur áfram á hringveginum. Fegurð Vestfjarða og varðskipið Þór í allri sinni dýrð. 3. apríl 2020 10:00 Dagur 9: Ferðalangur í eigin landi Selasamkoma hjá Hvítanesi. Garpur Elísabetarson ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. 2. apríl 2020 10:00 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Fleiri fréttir Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Sjá meira
Kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur Elísabetarson fór hringinn í kringum landið í samkomubanninu. Hann vildi skoða Ísland án ferðamanna og fór einn í ferðalag með myndavélarnar með sér. Garpur hélt úti ferðadagbók hér á Vísi á leiðinni og hefur þetta verið tekið saman í einn skemmtilegan ferðaþátt sem finna má neðar í fréttinni. „Áður en ég lagði af stað hafði ég fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvernig það yrði. Svo þegar ég mætti á svæðið þá var það svo miklu sterkari upplifun en ég gat látið mér detta í hug. Ég hef farið svo oft á alla þessa staði, en það var næstum að þetta væri eins og koma í fyrsta sinn. Það var skemmtilegast að fá bara að vera og njóta. Ég var ótrúlega heppinn með veður, þangað til alveg síðustu tvo daganna þannig að það var auðvelt að koma sér fyrir og njóta einverunar og nærverunar við náttúruna.“ Hann viðurkennir að það erfiðasta við ferðina hafi samt verið að vera einn á þessu flakki. „Það var það auðveldasta en samt það erfiðasta. Þá meina ég aðalega að upplifa og njóta einn. Það er svo gaman að upplifa með öðrum og fólki sem manni þykir vænt um. Þannig að þegar ég upplifði eitthvað magnað og kannski eitthvað sem ég hafði ekki gert áður, eins og að hitta þessa risa stóru hreindýrahjörð þá vantaði mig klárlega einhvern til að njóta með. Ég man ég hringdi í bróður minn til að fá útrás fyrir gleðina, en hann auðvitað skildi ekkert svakalega mikið í því sem ég var að tala um.“ Garpur var með bæði myndavélar og myndavélardróna og fangaði mikið af fallegum myndum á ferðalaginu.Mynd/Garpur Elísabetarson Ekki hægt að gera allt Það sem kom Garpi mest á óvart hvað gististaðirnir voru miklu fleiri og flottari en hann hafði áttað sig á. „Við höfum komið okkur upp svo ótrúlega flottum stöðum. Það vita allir um þessi helstu hótel og gististaði en það eru margir staðir úti á landi umkringdir ævintýrum.“ Garpur segir að hann hefði helst viljað stoppað lengur alls staðar. „Ferðalagið var þannig að ég var svolítið á fleygiferð. En ég hefði viljað taka lengri tíma á austurlandi. En svo kannski var árstíminn ekki alveg réttur fyrir mig að skoða það sem ég vildi skoða, en ég bæti það upp í sumar, það er á hreinu. Eins með vesturlandið, en þar spilaði veðrið inn í líka.“ Hann segist hafa lært ótrúlega margt á þessu verkefni. „Sem ferðamaður, kannski ekkert mikið. Ég hef verið verktaki í mörg ár í kvikmyndagerð og því hef ég oft þurft að halda uppi öllum spöðum frá framleiðslu og í loka frágang á verkefninu. En þetta var svakalega mikil vinna og í upphafi ætlaði ég að reyna að gera allt. Það er víst ekki hægt.“ Það voru fáir ferðamenn við fossana sem Garpur skoðaði á leiðinni.Mynd/Garpur Elísabetarson Allir út að leika Garpur varð ekki vonsvikinn með neitt, enda nær hann alltaf að finna sér eitthvað að skoða. Hann hefði viljað gera svakalega margt öðruvísi en samt ekki neitt. „Planið var að vera bara ég að vera. Það tókst mjög vel. En ég hugsa að ég hefði alltaf þurft að klára þetta ferðalag til þess að vita hvað ég myndi vilja gera öðruvísi.“ Það voru nokkur augnablik í ferðinni sem Garpur mun aldrei gleyma, minningar sem hann brosir enn yfir. „Að vera alveg einn og yfirgefinn í Reynisfjöru. Hreindýrunum á Breiðdalsheiði. Sólarlagið við Snæfellsjökul.“ Þessi krummi elti Garp uppi á jökli, sennilega þar sem hann var með svo girnilegt nesti með sér.Mynd/Garpur Elísabetarson Ferðasumarið er fram undan og er Garpur strax byrjaður að plana sína áfangastaði. „Mig langar að skoða hálendið á Austurlandið í sumar. Ég mun líka hanga mikið á Suðurströndinni, og vonandi ná á mínar heimaslóðir á Hornströndum. Núna er það bara vinna og reyna að komast sem mest út í góða veðrið sem er búið að lofa mér í sumar.“ Garpur hvetur alla Íslendinga til að fara út að leika. „Skoðum hluti sem við höfum ekki skoðað áður og gerum hluti sem við höfum ekki gert áður.“ Hér fyrir neðan má sjá þáttinn Ferðalangur í eigin landi í heild sinni. Klippa: Ferðalangur í eigin landi - þátturinn í heild
Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dagur 11 og 12: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson var að ljúka einstöku feralagi um landið, aleinn á tímum kórónuveiru. 6. apríl 2020 10:00 Dagur 10: Ferðalangur í eigin landi Garpur heldur áfram á hringveginum. Fegurð Vestfjarða og varðskipið Þór í allri sinni dýrð. 3. apríl 2020 10:00 Dagur 9: Ferðalangur í eigin landi Selasamkoma hjá Hvítanesi. Garpur Elísabetarson ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. 2. apríl 2020 10:00 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Fleiri fréttir Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Sjá meira
Dagur 11 og 12: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson var að ljúka einstöku feralagi um landið, aleinn á tímum kórónuveiru. 6. apríl 2020 10:00
Dagur 10: Ferðalangur í eigin landi Garpur heldur áfram á hringveginum. Fegurð Vestfjarða og varðskipið Þór í allri sinni dýrð. 3. apríl 2020 10:00
Dagur 9: Ferðalangur í eigin landi Selasamkoma hjá Hvítanesi. Garpur Elísabetarson ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. 2. apríl 2020 10:00