Segir Guardiola B-hliðina af Bielsa Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 18:00 Úr þætti gærkvöldsins. vísir/s2s Þorkell Máni Pétursson, fjölmiðlamaður og mikill stuðningsmaður Leeds, sagði í Sportinu í kvöld að Pep Guardiola væri einfaldlega bara B-hliðin af stjóra Leeds, hinum áhugaverða Marcelo Bielsa. Meðal umræðuefna í þætti gærkvöldsins var lið Víkinga og var hugmyndafræði Arnars Gunnlaugssonar meðal annars líkt við Pep Guardiola. Þá tók Máni við boltanum. „Bara svo að það komist til skila þá er Pep Guardiola bara einhver B-hlið af Bielsa. Bara svo að það sé öllum ljóst. Hugmyndafræði fótbolta er nútímafótbolti og Arnar Gunnlaugsson er með algjöra hugmyndafræðina á hreinu; hvernig fótbolta hann ætlar að spila,“ sagði Máni og hélt áfram: „Allir sem hann velur inn í liðið sitt eru engir sleðar. Þetta eru hraðir strákar. Þeir eru teknískir og hann virðist alveg vita hvað hann er að gera plús það að þeir eru frábærir fótboltamenn.“ „Gaurarnir í liðinu eru allir á því að þeir séu of góðir til þess að spila í Pepsi Max-deildinni og þess vegna verður það þannig að þeir verða mjög gíraðir í að vinna einhvern titil, alveg eins og þeir voru með þennan bikartitil. Ég var viss um það að Víkingur myndi vinna þann leik því þeir eru hungraðir að ná árangri. Ég held að þeir eigi eftir að eiga gott mót.“ Markahrókurinn Atli Viðar Björnsson var einnig gestur þáttarins og hann setti spurningarmerki við þann hugsunarhátt að leikmennirnir héldu að þeir væru of góðir fyrir deildina og hvort að það myndi raunverulega skila þeim í toppbaráttuna. „Gæti það ekki orðið þeim að falli líka ef að meirihlutinn leikmanna finnst þeir of góðir til þess að vera hérna?“ en alla umræðuna um Víkinga má heyra og sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, fjölmiðlamaður og mikill stuðningsmaður Leeds, sagði í Sportinu í kvöld að Pep Guardiola væri einfaldlega bara B-hliðin af stjóra Leeds, hinum áhugaverða Marcelo Bielsa. Meðal umræðuefna í þætti gærkvöldsins var lið Víkinga og var hugmyndafræði Arnars Gunnlaugssonar meðal annars líkt við Pep Guardiola. Þá tók Máni við boltanum. „Bara svo að það komist til skila þá er Pep Guardiola bara einhver B-hlið af Bielsa. Bara svo að það sé öllum ljóst. Hugmyndafræði fótbolta er nútímafótbolti og Arnar Gunnlaugsson er með algjöra hugmyndafræðina á hreinu; hvernig fótbolta hann ætlar að spila,“ sagði Máni og hélt áfram: „Allir sem hann velur inn í liðið sitt eru engir sleðar. Þetta eru hraðir strákar. Þeir eru teknískir og hann virðist alveg vita hvað hann er að gera plús það að þeir eru frábærir fótboltamenn.“ „Gaurarnir í liðinu eru allir á því að þeir séu of góðir til þess að spila í Pepsi Max-deildinni og þess vegna verður það þannig að þeir verða mjög gíraðir í að vinna einhvern titil, alveg eins og þeir voru með þennan bikartitil. Ég var viss um það að Víkingur myndi vinna þann leik því þeir eru hungraðir að ná árangri. Ég held að þeir eigi eftir að eiga gott mót.“ Markahrókurinn Atli Viðar Björnsson var einnig gestur þáttarins og hann setti spurningarmerki við þann hugsunarhátt að leikmennirnir héldu að þeir væru of góðir fyrir deildina og hvort að það myndi raunverulega skila þeim í toppbaráttuna. „Gæti það ekki orðið þeim að falli líka ef að meirihlutinn leikmanna finnst þeir of góðir til þess að vera hérna?“ en alla umræðuna um Víkinga má heyra og sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira