Leikstjóri „The Last Dance“ í sjokki yfir að Jordan samþykkti þætti sjö og átta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 09:30 Michael Jordan var ekki auðveldur viðureignar enda keppnisskapið svakalegt. Nú fáum við meira að vita um það hvernig hann hegðaði sér á bak við tjöldin. Getty/Brian Bahr Það er búið að kynda vel undir spennu körfuboltaáhugafólks fyrir næstu tveimur þáttum í heimildaþáttarröðinni „The Last Dance“ eftir að leikstjórinn viðurkenndi að hafa átt von á því að Jordan myndi ekki leyfa næstu þætti. Næstu tveir þættir af „The Last Dance“ sem eru númer sjö og átta í röðinni munu gefa áhorfendum innsýn í hvernig Michael Jordan var sem liðsfélagi og sem andstæðingur. Það er ljóst að Jordan var mjög kröfuharður liðsfélagi og mjög kjaftfor mótherji. Nú fær körfuboltaáhugafólk frábæra og betri innsýn í það. "When you see the episodes next week, you'll be surprised. ... There's behavior in there I'm shocked Michael [let us keep in.]" Last Dance director Jason Hehir says that Michael Jordan could have taken anything out of the doc, but chose not to.— Andrew Perloff (@andrewperloff) May 4, 2020 Gríðarlegur áhugi og áhorf hefur verið á fyrstu sex þættina af „The Last Dance“ en næstum því sex milljónir hafa horft á þá að meðaltali í Bandaríkjunum. ESPN kynnti næstu þætti með myndbroti af sögunni þegar Michael Jordan sló niður Steve Kerr á æfingu. Það fylgir sögunni að ýmislegt annað muni koma þar í ljós með hvernig Mihcael Jordan hagaði sér á bak við tjöldin. Hér fyrir neðan má sjá þetta athyglisverða myndbrot af þessu fræga atviki á milli Michael Jordan og Steve Kerr. Michael Jordan breaks down exactly how he ended up punching Steve Kerr in the face during Bulls practice. Afterward we discuss the difference between then, when a fight could go largely unnoticed, and now, where if a guy subtweets his teammate, there is large-scale FREAKING OUT. pic.twitter.com/DHwcDQ2dnm— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) May 5, 2020 „Þegar þið sjáið þættina í næstu viku þá mun margt koma ykkur á óvart. Kannski sleppti hann (Jordan) að horfa á sjöunda þáttinn því ég trúi því varla ennþá að hann hafi gefið grænt ljós á hann,“ sagði Jason Hehir leikstjóri „The Last Dance“ í viðtali í útvarpsþættinum "Dan Patrick Show" í vikunni. „Sagan með Steve Kerr er bara saga sem er sögð og hann vildi alveg tala um það atvik eins og Steve líka. Fjársjóðurinn varðandi þessar upptökur kemur vel í ljós í næstu þáttum. Við tæklum það í þáttum sjö og átta hvernig það var að spila með Mihcael og hvernig var að spila á móti Michael,“ sagði Jason Hehir. Hér fyrir neðan má sjá brot úr næsta þætti af „The Last Dance“ sem fjallar um það að vera liðsfélagi Michael Jordan. "We were his teammates and we were afraid of him." #TheLastDance pic.twitter.com/cOkVNyKH9D— ESPN (@espn) May 7, 2020 NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Það er búið að kynda vel undir spennu körfuboltaáhugafólks fyrir næstu tveimur þáttum í heimildaþáttarröðinni „The Last Dance“ eftir að leikstjórinn viðurkenndi að hafa átt von á því að Jordan myndi ekki leyfa næstu þætti. Næstu tveir þættir af „The Last Dance“ sem eru númer sjö og átta í röðinni munu gefa áhorfendum innsýn í hvernig Michael Jordan var sem liðsfélagi og sem andstæðingur. Það er ljóst að Jordan var mjög kröfuharður liðsfélagi og mjög kjaftfor mótherji. Nú fær körfuboltaáhugafólk frábæra og betri innsýn í það. "When you see the episodes next week, you'll be surprised. ... There's behavior in there I'm shocked Michael [let us keep in.]" Last Dance director Jason Hehir says that Michael Jordan could have taken anything out of the doc, but chose not to.— Andrew Perloff (@andrewperloff) May 4, 2020 Gríðarlegur áhugi og áhorf hefur verið á fyrstu sex þættina af „The Last Dance“ en næstum því sex milljónir hafa horft á þá að meðaltali í Bandaríkjunum. ESPN kynnti næstu þætti með myndbroti af sögunni þegar Michael Jordan sló niður Steve Kerr á æfingu. Það fylgir sögunni að ýmislegt annað muni koma þar í ljós með hvernig Mihcael Jordan hagaði sér á bak við tjöldin. Hér fyrir neðan má sjá þetta athyglisverða myndbrot af þessu fræga atviki á milli Michael Jordan og Steve Kerr. Michael Jordan breaks down exactly how he ended up punching Steve Kerr in the face during Bulls practice. Afterward we discuss the difference between then, when a fight could go largely unnoticed, and now, where if a guy subtweets his teammate, there is large-scale FREAKING OUT. pic.twitter.com/DHwcDQ2dnm— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) May 5, 2020 „Þegar þið sjáið þættina í næstu viku þá mun margt koma ykkur á óvart. Kannski sleppti hann (Jordan) að horfa á sjöunda þáttinn því ég trúi því varla ennþá að hann hafi gefið grænt ljós á hann,“ sagði Jason Hehir leikstjóri „The Last Dance“ í viðtali í útvarpsþættinum "Dan Patrick Show" í vikunni. „Sagan með Steve Kerr er bara saga sem er sögð og hann vildi alveg tala um það atvik eins og Steve líka. Fjársjóðurinn varðandi þessar upptökur kemur vel í ljós í næstu þáttum. Við tæklum það í þáttum sjö og átta hvernig það var að spila með Mihcael og hvernig var að spila á móti Michael,“ sagði Jason Hehir. Hér fyrir neðan má sjá brot úr næsta þætti af „The Last Dance“ sem fjallar um það að vera liðsfélagi Michael Jordan. "We were his teammates and we were afraid of him." #TheLastDance pic.twitter.com/cOkVNyKH9D— ESPN (@espn) May 7, 2020
NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira