Bein útsending: Radiohead afhjúpar 14 ára upptöku af goðsagnakenndum tónleikum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 21:02 Radiohead í vinnunni. Vísir/Getty Breska hljómsveitin Radiohead hefur haldið aðdáendum sínum uppteknum undanfarnar vikur með því að streyma gömlum tónleikaupptökum í beinni útsendingu á netinu. Nú er komið að fjórtán ára gömlum tónleikum sem öðlasta hafa goðsagnakenndan sess í hjörtum aðdáenda sveitarinnar, sem og hljómsveitarmeðlimana sjálfra. Um er að ræða tónleika sem haldnir voru á Boonaroo tónleikahátíðinni í Bandaríkjunum árið 2006. Á tónleikunum prufukeyrði hljómsveitin nýtt efni sem átti eftir að birtast á In Rainbows, sjöundu breiðskífu hljómsveitarinnar, auk eldra efnis. Sveitin var einstaklega vel upplögð þetta kvöld og um algjörlega magnaða tónleika er að ræða. Raunar hafa hljómsveitarmeðlimir sjálfir sagt að tónleikarnir sem um ræðir séu afar ofarlega á lista yfir þá bestu sem hljómsveitin hefur haldið, í það minnsta í Bandaríkjunum. Aðdáendur hafa í gegnum tíðina getað nálgast upptöku af tónleikunum eftir ýmsum krókaleiðum en nú birtir hljómsveitin tónleikana í heild sinni og segir gítarleikarinn Jonny Greenwood að þeim hafi meira að segja tekist að grafa upp glænýja hljóðupptöku frá tónleikunum sem sé betri en nokkru sinni fyrr. Horfa má á tónleikana hér að neðan. Tónlist Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Breska hljómsveitin Radiohead hefur haldið aðdáendum sínum uppteknum undanfarnar vikur með því að streyma gömlum tónleikaupptökum í beinni útsendingu á netinu. Nú er komið að fjórtán ára gömlum tónleikum sem öðlasta hafa goðsagnakenndan sess í hjörtum aðdáenda sveitarinnar, sem og hljómsveitarmeðlimana sjálfra. Um er að ræða tónleika sem haldnir voru á Boonaroo tónleikahátíðinni í Bandaríkjunum árið 2006. Á tónleikunum prufukeyrði hljómsveitin nýtt efni sem átti eftir að birtast á In Rainbows, sjöundu breiðskífu hljómsveitarinnar, auk eldra efnis. Sveitin var einstaklega vel upplögð þetta kvöld og um algjörlega magnaða tónleika er að ræða. Raunar hafa hljómsveitarmeðlimir sjálfir sagt að tónleikarnir sem um ræðir séu afar ofarlega á lista yfir þá bestu sem hljómsveitin hefur haldið, í það minnsta í Bandaríkjunum. Aðdáendur hafa í gegnum tíðina getað nálgast upptöku af tónleikunum eftir ýmsum krókaleiðum en nú birtir hljómsveitin tónleikana í heild sinni og segir gítarleikarinn Jonny Greenwood að þeim hafi meira að segja tekist að grafa upp glænýja hljóðupptöku frá tónleikunum sem sé betri en nokkru sinni fyrr. Horfa má á tónleikana hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning