Bein útsending: Radiohead afhjúpar 14 ára upptöku af goðsagnakenndum tónleikum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 21:02 Radiohead í vinnunni. Vísir/Getty Breska hljómsveitin Radiohead hefur haldið aðdáendum sínum uppteknum undanfarnar vikur með því að streyma gömlum tónleikaupptökum í beinni útsendingu á netinu. Nú er komið að fjórtán ára gömlum tónleikum sem öðlasta hafa goðsagnakenndan sess í hjörtum aðdáenda sveitarinnar, sem og hljómsveitarmeðlimana sjálfra. Um er að ræða tónleika sem haldnir voru á Boonaroo tónleikahátíðinni í Bandaríkjunum árið 2006. Á tónleikunum prufukeyrði hljómsveitin nýtt efni sem átti eftir að birtast á In Rainbows, sjöundu breiðskífu hljómsveitarinnar, auk eldra efnis. Sveitin var einstaklega vel upplögð þetta kvöld og um algjörlega magnaða tónleika er að ræða. Raunar hafa hljómsveitarmeðlimir sjálfir sagt að tónleikarnir sem um ræðir séu afar ofarlega á lista yfir þá bestu sem hljómsveitin hefur haldið, í það minnsta í Bandaríkjunum. Aðdáendur hafa í gegnum tíðina getað nálgast upptöku af tónleikunum eftir ýmsum krókaleiðum en nú birtir hljómsveitin tónleikana í heild sinni og segir gítarleikarinn Jonny Greenwood að þeim hafi meira að segja tekist að grafa upp glænýja hljóðupptöku frá tónleikunum sem sé betri en nokkru sinni fyrr. Horfa má á tónleikana hér að neðan. Tónlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Breska hljómsveitin Radiohead hefur haldið aðdáendum sínum uppteknum undanfarnar vikur með því að streyma gömlum tónleikaupptökum í beinni útsendingu á netinu. Nú er komið að fjórtán ára gömlum tónleikum sem öðlasta hafa goðsagnakenndan sess í hjörtum aðdáenda sveitarinnar, sem og hljómsveitarmeðlimana sjálfra. Um er að ræða tónleika sem haldnir voru á Boonaroo tónleikahátíðinni í Bandaríkjunum árið 2006. Á tónleikunum prufukeyrði hljómsveitin nýtt efni sem átti eftir að birtast á In Rainbows, sjöundu breiðskífu hljómsveitarinnar, auk eldra efnis. Sveitin var einstaklega vel upplögð þetta kvöld og um algjörlega magnaða tónleika er að ræða. Raunar hafa hljómsveitarmeðlimir sjálfir sagt að tónleikarnir sem um ræðir séu afar ofarlega á lista yfir þá bestu sem hljómsveitin hefur haldið, í það minnsta í Bandaríkjunum. Aðdáendur hafa í gegnum tíðina getað nálgast upptöku af tónleikunum eftir ýmsum krókaleiðum en nú birtir hljómsveitin tónleikana í heild sinni og segir gítarleikarinn Jonny Greenwood að þeim hafi meira að segja tekist að grafa upp glænýja hljóðupptöku frá tónleikunum sem sé betri en nokkru sinni fyrr. Horfa má á tónleikana hér að neðan.
Tónlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira