Skeljungur býður starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiðir Vinnumálastofnun Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2020 17:33 Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs. Skeljungur hefur ákveðið að bjóða öllum starfsmönnum sínum 100% vinnu á ný og endurgreiða Vinnumálastofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Greint var frá því í gær að starfshlutfall um helmings starfsmanna Skeljungs hefði verið lækkað og þeir settir á svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda. Stjórnendum félagsins reiknaðist til í samtali við Stundina að hlutabótagreiðslur til starfsmanna í apríl hafi numið um 6 til 7 millljónum króna. Skeljungur greiddi hluthöfum sínum 600 milljóna króna arð í aprílbyrjun og keyptu eigin bréf fyrir 186 milljónir síðar í sama mánuði. Í tilkynningu Skeljungs, sem Árni Pétur Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, sendi fjölmiðlum á sjötta tímanum í dag, er vísað í umrædda fjölmiðlaumfjöllun. Að athuguðu máli telji Skeljungur að ekki hafi verið rétt að nýta hlutabótaúrræðið. „Skeljungur mun því bjóða starfsmönnum sínum 100% vinnu frá og með 1. maí og endurgreiða Vinnumálastofnun allan þann kostnað sem til féll vegna starfsmanna Skeljungs í aprílmánuði. Allir starfsmenn Skeljungs hafa nú verið færðir í 100% vinnuhlutfall og munu því ekki sækja frekari bætur til Vinnumálastofnunar.“ Fyrirtækin Össur og Hagar hafa einnig nýtt sér hlutabótaleiðina á sama tíma og þau greiddu eigendum sínum út arð eða keyptu eigin bréf. Mjög hefur borið á gagnrýni á þessa stefnu. ASÍ sendi til að mynda frá sér harðorða yfirlýsingu í gær eftir að tíðindi bárust af arðgreiðslu til handa eigendum Össurar. Sagði í ályktuninni að þetta væri „ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt.“ Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kvaðst jafnframt í dag verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleiðina. Skilyrði verði sett á leiðina til að koma í veg fyrir slíka misnotkun. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bensín og olía Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir „Algjörlega óþolandi“ að sjá fyrirtæki misnota aðstoð stjórnvalda Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleið stjórnvalda. 7. maí 2020 15:23 Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Settu starfsmenn á hlutabætur, keyptu eigin bréf og greiddu arð Tvö félög sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda samhliða því að kaupa eigin bréf. 7. maí 2020 06:08 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Skeljungur hefur ákveðið að bjóða öllum starfsmönnum sínum 100% vinnu á ný og endurgreiða Vinnumálastofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Greint var frá því í gær að starfshlutfall um helmings starfsmanna Skeljungs hefði verið lækkað og þeir settir á svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda. Stjórnendum félagsins reiknaðist til í samtali við Stundina að hlutabótagreiðslur til starfsmanna í apríl hafi numið um 6 til 7 millljónum króna. Skeljungur greiddi hluthöfum sínum 600 milljóna króna arð í aprílbyrjun og keyptu eigin bréf fyrir 186 milljónir síðar í sama mánuði. Í tilkynningu Skeljungs, sem Árni Pétur Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, sendi fjölmiðlum á sjötta tímanum í dag, er vísað í umrædda fjölmiðlaumfjöllun. Að athuguðu máli telji Skeljungur að ekki hafi verið rétt að nýta hlutabótaúrræðið. „Skeljungur mun því bjóða starfsmönnum sínum 100% vinnu frá og með 1. maí og endurgreiða Vinnumálastofnun allan þann kostnað sem til féll vegna starfsmanna Skeljungs í aprílmánuði. Allir starfsmenn Skeljungs hafa nú verið færðir í 100% vinnuhlutfall og munu því ekki sækja frekari bætur til Vinnumálastofnunar.“ Fyrirtækin Össur og Hagar hafa einnig nýtt sér hlutabótaleiðina á sama tíma og þau greiddu eigendum sínum út arð eða keyptu eigin bréf. Mjög hefur borið á gagnrýni á þessa stefnu. ASÍ sendi til að mynda frá sér harðorða yfirlýsingu í gær eftir að tíðindi bárust af arðgreiðslu til handa eigendum Össurar. Sagði í ályktuninni að þetta væri „ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt.“ Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kvaðst jafnframt í dag verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleiðina. Skilyrði verði sett á leiðina til að koma í veg fyrir slíka misnotkun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bensín og olía Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir „Algjörlega óþolandi“ að sjá fyrirtæki misnota aðstoð stjórnvalda Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleið stjórnvalda. 7. maí 2020 15:23 Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Settu starfsmenn á hlutabætur, keyptu eigin bréf og greiddu arð Tvö félög sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda samhliða því að kaupa eigin bréf. 7. maí 2020 06:08 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
„Algjörlega óþolandi“ að sjá fyrirtæki misnota aðstoð stjórnvalda Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleið stjórnvalda. 7. maí 2020 15:23
Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49
Settu starfsmenn á hlutabætur, keyptu eigin bréf og greiddu arð Tvö félög sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda samhliða því að kaupa eigin bréf. 7. maí 2020 06:08