Samkomulag um að fresta pólsku forsetakosningunum Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2020 08:14 Forsetinn Andrzej Duda og Malgorzata Kidawa-Blonska, frambjóðandi Borgarabandalagsins í sjónvarpskappræðum 6. maí síðastliðinn. EPA Stjórnarflokkarnir í Póllandi hafa náð samkomulagi um að fresta forsetakosningunum sem fyrirhugaðar voru í landinu næsta sunnudag vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þjóðernisflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) hafði áður þrýst á að forsetakosningarnar færu fram til að tryggja endurkjör sitjandi forseta, Andrzej Duda. Samstarfsflokkurinn Samkomulag og svo stjórnarandstaðan hefur hins vegar sakað PiS um að setja stjórnmálin framar lýðheilsu í landinu. BBC segir frá því að til standi að finna nýjan kjördag eins fljótt og auðið er og að kosningarnar muni þá fara fram með póstkosningu líkt og til stóð um helgina. Pólskir og alþjóðlegir eftirlitsaðilar höfðu lýst yfir efasemdum um fyrirhugaðar kosningar og velt því fyrir sér hvort að þær gætu farið fram með sanngjörnum og lýðræðislegum hætti, þegar margir frambjóðenda höfðu stöðvar kosningabaráttu sína vegna faraldursins. Alls hafa greinst um 15 þúsund smit í Póllandi og eru skráð dauðsföll rúmlega sjö hundruð. Í embættistíð Duda hafa pólsk stjórnvöld gert miklar og umdeildar breytingar, meðal annars á dómskerfi landsins og hvað varðar starfsumhverfi fjölmiðla. Duda hefur mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum, en andstæðingar hans segja hann hagnast á því að koma reglulega fram í ríkisfjölmiðlum, auk þess að ómögulegt hefur reynst að standa í hefðbundinni kosningabaráttu á þessum tímum. Pólland Tengdar fréttir Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 11:48 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur gerst í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Stjórnarflokkarnir í Póllandi hafa náð samkomulagi um að fresta forsetakosningunum sem fyrirhugaðar voru í landinu næsta sunnudag vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þjóðernisflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) hafði áður þrýst á að forsetakosningarnar færu fram til að tryggja endurkjör sitjandi forseta, Andrzej Duda. Samstarfsflokkurinn Samkomulag og svo stjórnarandstaðan hefur hins vegar sakað PiS um að setja stjórnmálin framar lýðheilsu í landinu. BBC segir frá því að til standi að finna nýjan kjördag eins fljótt og auðið er og að kosningarnar muni þá fara fram með póstkosningu líkt og til stóð um helgina. Pólskir og alþjóðlegir eftirlitsaðilar höfðu lýst yfir efasemdum um fyrirhugaðar kosningar og velt því fyrir sér hvort að þær gætu farið fram með sanngjörnum og lýðræðislegum hætti, þegar margir frambjóðenda höfðu stöðvar kosningabaráttu sína vegna faraldursins. Alls hafa greinst um 15 þúsund smit í Póllandi og eru skráð dauðsföll rúmlega sjö hundruð. Í embættistíð Duda hafa pólsk stjórnvöld gert miklar og umdeildar breytingar, meðal annars á dómskerfi landsins og hvað varðar starfsumhverfi fjölmiðla. Duda hefur mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum, en andstæðingar hans segja hann hagnast á því að koma reglulega fram í ríkisfjölmiðlum, auk þess að ómögulegt hefur reynst að standa í hefðbundinni kosningabaráttu á þessum tímum.
Pólland Tengdar fréttir Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 11:48 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur gerst í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00
ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27
Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 11:48