Samgönguráðherra segir lág tilboð hvatningu til enn meiri vegagerðar Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2020 20:50 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Lág verð í útboðum endurspegla hungur á verktakamarkaðnum, að mati Vegagerðarinnar. Samgönguráðherra segir þau hvatningu til að bjóða út enn fleiri verk. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ætla mætti að á tímum sérstaks framkvæmdaátaks væri tilhneiging í þá átt að verkkostnaður færi hækkandi. Sú hefur ekki orðið raunin í útboðum Vegagerðarinnar á undanförnum vikum. Þannig var lægsta tilboð í gær í breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ 30% undir kostnaðaráætlun. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hjá Vegagerðinni segjast menn sjá töluvert lægri verð í útboðum í vor en undanfarin ár. „Lág verð endurspegla klárlega hungur á verktakamarkaði, sérstaklega í jarðvinnuframkvæmdum,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. „Þetta kemur náttúrulega ekki á óvart. Þetta segir auðvitað þá sögu sem við þekkjum að það er slaki í hagkerfinu. Staðreyndin er sú að það eru 55 þúsund manns annaðhvort atvinnulausir eða í hlutastarfi um þessar mundir,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Samgönguráðherra segir jákvætt að sjá fjölda útboða og að verkin fari undir kostnaðaráætlun. „Það er vísbending um að það sé enn slaki í kerfinu. En það er þá líka kannski hvatning til okkar að bjóða þá frekar meira út. Af því að þegar þetta er í hina áttina, að það er yfir kostnaðaráætlun, þá er það að lokum fjármagnið sem takmarkar okkur í að geta boðið fleiri verkefni. En núna gæti það verið hvati til að bjóða þá út enn fleiri,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Tilboðin sem Vegagerðin fékk í gær í breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Sparnaðurinn í þessu eina útboði í Mosfellsbæ gær er upp á 215 milljónir króna en þar var kostnaðaráætlun 706 milljónir króna en lægsta boð 490 milljónir króna. Þeir fjármunir sem sparast gætu þá nýst í önnur verk. „Það er auðvitað mjög ánægjulegt fyrir ríkissjóð, sem er að fjárfesta núna í uppbyggingu iðnviða, að njóta þess þá í góðum kjörum og er vonandi hvatning til ríkisins að gera þá meira en minna á þessu ári, - bæta helst í,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03 Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Bjóðast til að malbika í Grafningi fyrir 80% af áætluðum kostnaði Lægsta boð í endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á fimm kílómetra vegarkafla í Grafningi reyndist 80,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Þetta var eitt þriggja útboða sem opnuð voru hjá Vegagerðinni í dag. 28. apríl 2020 23:09 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Lág verð í útboðum endurspegla hungur á verktakamarkaðnum, að mati Vegagerðarinnar. Samgönguráðherra segir þau hvatningu til að bjóða út enn fleiri verk. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ætla mætti að á tímum sérstaks framkvæmdaátaks væri tilhneiging í þá átt að verkkostnaður færi hækkandi. Sú hefur ekki orðið raunin í útboðum Vegagerðarinnar á undanförnum vikum. Þannig var lægsta tilboð í gær í breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ 30% undir kostnaðaráætlun. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hjá Vegagerðinni segjast menn sjá töluvert lægri verð í útboðum í vor en undanfarin ár. „Lág verð endurspegla klárlega hungur á verktakamarkaði, sérstaklega í jarðvinnuframkvæmdum,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. „Þetta kemur náttúrulega ekki á óvart. Þetta segir auðvitað þá sögu sem við þekkjum að það er slaki í hagkerfinu. Staðreyndin er sú að það eru 55 þúsund manns annaðhvort atvinnulausir eða í hlutastarfi um þessar mundir,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Samgönguráðherra segir jákvætt að sjá fjölda útboða og að verkin fari undir kostnaðaráætlun. „Það er vísbending um að það sé enn slaki í kerfinu. En það er þá líka kannski hvatning til okkar að bjóða þá frekar meira út. Af því að þegar þetta er í hina áttina, að það er yfir kostnaðaráætlun, þá er það að lokum fjármagnið sem takmarkar okkur í að geta boðið fleiri verkefni. En núna gæti það verið hvati til að bjóða þá út enn fleiri,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Tilboðin sem Vegagerðin fékk í gær í breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Sparnaðurinn í þessu eina útboði í Mosfellsbæ gær er upp á 215 milljónir króna en þar var kostnaðaráætlun 706 milljónir króna en lægsta boð 490 milljónir króna. Þeir fjármunir sem sparast gætu þá nýst í önnur verk. „Það er auðvitað mjög ánægjulegt fyrir ríkissjóð, sem er að fjárfesta núna í uppbyggingu iðnviða, að njóta þess þá í góðum kjörum og er vonandi hvatning til ríkisins að gera þá meira en minna á þessu ári, - bæta helst í,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03 Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Bjóðast til að malbika í Grafningi fyrir 80% af áætluðum kostnaði Lægsta boð í endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á fimm kílómetra vegarkafla í Grafningi reyndist 80,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Þetta var eitt þriggja útboða sem opnuð voru hjá Vegagerðinni í dag. 28. apríl 2020 23:09 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03
Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51
Bjóðast til að malbika í Grafningi fyrir 80% af áætluðum kostnaði Lægsta boð í endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á fimm kílómetra vegarkafla í Grafningi reyndist 80,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Þetta var eitt þriggja útboða sem opnuð voru hjá Vegagerðinni í dag. 28. apríl 2020 23:09