Vill verja minnst hálfum milljarði dala í að mála Vegginn Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2020 16:12 Trump telur að veggurinn væri ógnvænlegri málaður svartur. EPA/David Maung Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Veggurinn svokallaði á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó verði málaður svartur. Það myndi kosta ríkið minnst 500 miljónir dala. Ráðgjafar Trump töldu sig hafa fengið forsetann af hugmynd sinni í fyrra. Trump lýsti því hins vegar yfir á nýlegum fundi að mála ætti vegginn. Trump hefur lengi viljað hafa Vegginn svartan og telur hann það draga úr því að fólk reyni að klifra hann. Bæði verði veggurinn ógnvænlegri og þar að auki verði hann mun heitari á sumrin. Herforingjar og embættismenn sem koma að stjórn landamæranna telja málninguna vera óþarfa. Hún auki kostnað verulega og leiði til mun meira viðhalds en annars. Þá er óljóst hvernig hægt sé að mála þá hluta veggjarins sem búið er að setja upp. Mögulega þyrfti að útbúa einhvers konar bómu sem færi yfir veginn og málaði hann Mexíkómegin frá Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post mun það að mála vegginn kosta minnst 500 milljónir dala og mest þrjá milljarða, eftir því hvers konar svört málning verði fyrir valinu. Á kjörtímabili sínu hefur Trump ekki tekist að fá fé frá þinginu til að byggja nýja veggi á landamærum ríkjanna. Hvorki þegar Repúblikanar voru þar í meirihluta né Demókratar. Það fé sem hann hefur fengið hefur verið skilyrt til endurbyggingar veggja sem þegar voru á landamærunum. Því var ákveðið að nota fé úr byggingarsjóðum herafla Bandaríkjanna til að byggja nýja veggi. Trump hefur heitið því að reisa veggi eða tálma á 500 mílna hluta landamæranna en enn sem komið er hafa veggir verið reistir á 110 mílna hluta. Hluti ástæðunnar fyrir því að illa gengur að reisa nýja veggi er að landið er að mestu í einkaeigu og ríkið þarf að taka það land eignanámi. Slíkt eignanám endar iðurlega tímafrekum dómsmálum. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Veggurinn svokallaði á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó verði málaður svartur. Það myndi kosta ríkið minnst 500 miljónir dala. Ráðgjafar Trump töldu sig hafa fengið forsetann af hugmynd sinni í fyrra. Trump lýsti því hins vegar yfir á nýlegum fundi að mála ætti vegginn. Trump hefur lengi viljað hafa Vegginn svartan og telur hann það draga úr því að fólk reyni að klifra hann. Bæði verði veggurinn ógnvænlegri og þar að auki verði hann mun heitari á sumrin. Herforingjar og embættismenn sem koma að stjórn landamæranna telja málninguna vera óþarfa. Hún auki kostnað verulega og leiði til mun meira viðhalds en annars. Þá er óljóst hvernig hægt sé að mála þá hluta veggjarins sem búið er að setja upp. Mögulega þyrfti að útbúa einhvers konar bómu sem færi yfir veginn og málaði hann Mexíkómegin frá Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post mun það að mála vegginn kosta minnst 500 milljónir dala og mest þrjá milljarða, eftir því hvers konar svört málning verði fyrir valinu. Á kjörtímabili sínu hefur Trump ekki tekist að fá fé frá þinginu til að byggja nýja veggi á landamærum ríkjanna. Hvorki þegar Repúblikanar voru þar í meirihluta né Demókratar. Það fé sem hann hefur fengið hefur verið skilyrt til endurbyggingar veggja sem þegar voru á landamærunum. Því var ákveðið að nota fé úr byggingarsjóðum herafla Bandaríkjanna til að byggja nýja veggi. Trump hefur heitið því að reisa veggi eða tálma á 500 mílna hluta landamæranna en enn sem komið er hafa veggir verið reistir á 110 mílna hluta. Hluti ástæðunnar fyrir því að illa gengur að reisa nýja veggi er að landið er að mestu í einkaeigu og ríkið þarf að taka það land eignanámi. Slíkt eignanám endar iðurlega tímafrekum dómsmálum.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira