Starfslok Finns og Guðmundar kosta Haga vel yfir 300 milljónir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2020 08:59 Finnur Árnason og Guðmundur Marteinsson munu láta af störfum hjá Högum á næstunni. Starfslok þeirra Finns Árnasonar, forstjóra Haga, og Guðmundar Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónus, munu kosta Haga vel yfir 300 milljónir króna. Tilkynnt var um það í liðinni viku að þeir hefðu óskað eftir því að láta af störfum hjá fyrirtækinu en þeir munu starfa hjá Högum þar til ráðið hefur verið í störf þeirra. Guðmundur hefur starfað hjá Bónus í tæp þrjátíu ár og er með þriggja ára uppsagnarfrest samkvæmt starfssamningi. Finnur, sem hefur verið forstjóri Haga í fimmtán ár, er með árs uppsagnarfrest. Þetta kemur fram í Markaðnum í dag en þar segir að Finnur hafi síðustu ár verið einn launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni. Laun hans og hlunnindi á síðasta rekstrarári, sem lauk í febrúar 2019, voru alls 72,2 milljónir króna eða rúmar sex milljónir á mánuði. Þá var Guðmundur með um fimm milljónir í laun á mánuði á árinu 2018 samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Að því er segir í Markaðnum eru ákvæði í starfssamningum Finns og Guðmundar þar sem kemur fram að ekki skipti máli varðandi uppsagnarfrest hvort þeir hafi sjálfir látið af störfum eða verið sagt upp. Hagar munu því þurfa að gjaldfæra hjá sér talsverðan kostnað vegna starfsloka þessara tveggja stjórnenda. Þannig megi varlega áætla að starfslok Guðmundar kosti Haga um 250 milljónir vegna launa, lífeyrisgreiðslna og annarra launatengdra gjalda en starfslok Finns um 100 milljónir króna að því er fram kemur í Markaðnum. Vísir hafði samband við Ernu Gísladóttur, stjórnarformann Haga, fyrr í vikunni og falaðist eftir upplýsingum um kostnað fyrirtækisins vegna starfsloka þeirra Guðmundar og Finns. Hún kvaðst ekki geta veitt slíkar upplýsingar þar sem Hagar væru félag á markaði. Þessar upplýsingar yrðu veittar á hluthafafundi. Í skriflegu svari Haga við fyrirspurn Markaðarins um kostnaðinn segir að verði þær tölur á einhverjum tímapunkti birtar opinberlega, verði það samhliða birtingu reikningsskila félagsins. Verslun Markaðir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Starfslok þeirra Finns Árnasonar, forstjóra Haga, og Guðmundar Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónus, munu kosta Haga vel yfir 300 milljónir króna. Tilkynnt var um það í liðinni viku að þeir hefðu óskað eftir því að láta af störfum hjá fyrirtækinu en þeir munu starfa hjá Högum þar til ráðið hefur verið í störf þeirra. Guðmundur hefur starfað hjá Bónus í tæp þrjátíu ár og er með þriggja ára uppsagnarfrest samkvæmt starfssamningi. Finnur, sem hefur verið forstjóri Haga í fimmtán ár, er með árs uppsagnarfrest. Þetta kemur fram í Markaðnum í dag en þar segir að Finnur hafi síðustu ár verið einn launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni. Laun hans og hlunnindi á síðasta rekstrarári, sem lauk í febrúar 2019, voru alls 72,2 milljónir króna eða rúmar sex milljónir á mánuði. Þá var Guðmundur með um fimm milljónir í laun á mánuði á árinu 2018 samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Að því er segir í Markaðnum eru ákvæði í starfssamningum Finns og Guðmundar þar sem kemur fram að ekki skipti máli varðandi uppsagnarfrest hvort þeir hafi sjálfir látið af störfum eða verið sagt upp. Hagar munu því þurfa að gjaldfæra hjá sér talsverðan kostnað vegna starfsloka þessara tveggja stjórnenda. Þannig megi varlega áætla að starfslok Guðmundar kosti Haga um 250 milljónir vegna launa, lífeyrisgreiðslna og annarra launatengdra gjalda en starfslok Finns um 100 milljónir króna að því er fram kemur í Markaðnum. Vísir hafði samband við Ernu Gísladóttur, stjórnarformann Haga, fyrr í vikunni og falaðist eftir upplýsingum um kostnað fyrirtækisins vegna starfsloka þeirra Guðmundar og Finns. Hún kvaðst ekki geta veitt slíkar upplýsingar þar sem Hagar væru félag á markaði. Þessar upplýsingar yrðu veittar á hluthafafundi. Í skriflegu svari Haga við fyrirspurn Markaðarins um kostnaðinn segir að verði þær tölur á einhverjum tímapunkti birtar opinberlega, verði það samhliða birtingu reikningsskila félagsins.
Verslun Markaðir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira