Úrslitakeppni NFL deildarinnar klár og lítur svona út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2019 11:00 Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs fengu óvænta hjálp frá Höfrungunum frá Miami og sitja því hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um næstu helgi. Getty/Jamie Squire Deildarkeppni NFL-deildarinnar kláraðist í nótt og nú er því endanlega ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst um næstu helgi. Philadelphia Eagles varð tólfta og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og gerði það á kostnað Dallas Cowboys sem missir af úrslitakeppninni í ár. Tennessee Titans tryggði sig líka inn í úrslitakeppnina í gær. Philadelphia Eagles gulltryggði sætið með 34-17 sigri á New York Giants en það dugði ekki Dallas Cowboys liðinu að vinna 47-16 sigur á Washington Redskins. Tennessee Titans tryggði sig inn með 35-14 sigri á Houston Texans en Texans liðið hafði áður tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Derrick Henry hljóp alls 211 jarda með boltann og tryggði sér titilinn hlaupakóngur deildarinnar. Wild Card Weekend! #NFLPlayoffs#WeReadypic.twitter.com/P4wySAdxYu— NFL (@NFL) December 30, 2019 Óvæntustu úrslit lokaumferðarinnar voru án ef tap New England Patriots á heimavelli á móti lélegasta liði deildarinnar, Miami Dolphins. Þetta tap er líka slæmt fyrir Patriots-liðið sem hefði tryggt sér frí um næstu helgi með sigri. Kansas City Chiefs fagnaði ekki aðeins sigri á Los Angeles Chargers heldur fékk líka liðið að sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þökk sé tapi New England Patriots. San Francisco 49ers tryggði sér líka frí um næstu helgi með því að vinna 26-21 sigur á Seattle Seahawks í kvöldleiknum en naumur 23-20 sigur Green Bay Packers á Detroit Lions hafði einnig fært Packers liðinu þann lúxus að hvíla sig um næstu helgi. Tvö efstu liðin í báðum deildum sleppa við að spila leik á Wild Card helginni en fá síðan að mæta sigurvegurunum þar viku seinna. Öll úrslitakeppnin verður í beinni á Stöð 2 Sport en dagskrá næstu helgar er eftirfarandi: The NFL Playoff schedule: pic.twitter.com/qe8AuAlAu0— Ian Rapoport (@RapSheet) December 30, 2019 Laugardagur 4. janúar Klukkan 21:35 Houston Texans - Buffalo BillsKlukkan 1:15 New England Patriots - Tennessee TitansSunnudagur 5. janúarKlukkan 18:05 New Orleans Saints - Minnesota VikingsKlukkan 21:40 Philadelphia Eagles - Seattle Seahawks The #NFLPlayoffs are set! pic.twitter.com/JUPNOiDKSA— NFL (@NFL) December 30, 2019 NFL Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fleiri fréttir Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Sjá meira
Deildarkeppni NFL-deildarinnar kláraðist í nótt og nú er því endanlega ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst um næstu helgi. Philadelphia Eagles varð tólfta og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og gerði það á kostnað Dallas Cowboys sem missir af úrslitakeppninni í ár. Tennessee Titans tryggði sig líka inn í úrslitakeppnina í gær. Philadelphia Eagles gulltryggði sætið með 34-17 sigri á New York Giants en það dugði ekki Dallas Cowboys liðinu að vinna 47-16 sigur á Washington Redskins. Tennessee Titans tryggði sig inn með 35-14 sigri á Houston Texans en Texans liðið hafði áður tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Derrick Henry hljóp alls 211 jarda með boltann og tryggði sér titilinn hlaupakóngur deildarinnar. Wild Card Weekend! #NFLPlayoffs#WeReadypic.twitter.com/P4wySAdxYu— NFL (@NFL) December 30, 2019 Óvæntustu úrslit lokaumferðarinnar voru án ef tap New England Patriots á heimavelli á móti lélegasta liði deildarinnar, Miami Dolphins. Þetta tap er líka slæmt fyrir Patriots-liðið sem hefði tryggt sér frí um næstu helgi með sigri. Kansas City Chiefs fagnaði ekki aðeins sigri á Los Angeles Chargers heldur fékk líka liðið að sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þökk sé tapi New England Patriots. San Francisco 49ers tryggði sér líka frí um næstu helgi með því að vinna 26-21 sigur á Seattle Seahawks í kvöldleiknum en naumur 23-20 sigur Green Bay Packers á Detroit Lions hafði einnig fært Packers liðinu þann lúxus að hvíla sig um næstu helgi. Tvö efstu liðin í báðum deildum sleppa við að spila leik á Wild Card helginni en fá síðan að mæta sigurvegurunum þar viku seinna. Öll úrslitakeppnin verður í beinni á Stöð 2 Sport en dagskrá næstu helgar er eftirfarandi: The NFL Playoff schedule: pic.twitter.com/qe8AuAlAu0— Ian Rapoport (@RapSheet) December 30, 2019 Laugardagur 4. janúar Klukkan 21:35 Houston Texans - Buffalo BillsKlukkan 1:15 New England Patriots - Tennessee TitansSunnudagur 5. janúarKlukkan 18:05 New Orleans Saints - Minnesota VikingsKlukkan 21:40 Philadelphia Eagles - Seattle Seahawks The #NFLPlayoffs are set! pic.twitter.com/JUPNOiDKSA— NFL (@NFL) December 30, 2019
NFL Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fleiri fréttir Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Sjá meira