Innlent

Var eltur á Hverfis­götu áður en ráðist var á hann að til­efnis­lausu

Birgir Olgeirsson skrifar
Árásin átti sér stað við verslun 10-11 á mótum Hverfisgötu og Barónsstígs.
Árásin átti sér stað við verslun 10-11 á mótum Hverfisgötu og Barónsstígs. vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar árás í miðborg Reykjavíkur sem virðist hafa verið tilefnislaus og sprottin af hatri.

Árásin átti sér stað aðfaranótt síðastliðins laugardags. Sá sem fyrir henni varð hafði gengiðút af skemmtistaðnum B5 í Bankastræti ásamt þremur öðrum. Fjórmenningarnir gengu því næst Hverfisgötu en sá sem varð fyrir árásinni varð viðskila við hópinn. Hann gekk áfram Hverfisgötuna í austurátt og tók þá eftir að tveir menn veittu honum eftirför.

Þegar maðurinn var kominn að versluninni 10-11 við Barónsstíg réðust þeir á hann. Við skýrslutöku greindi fórnarlambið frá því að mennirnir hefðu barið hann með einhvers konar málmáhaldi.

Hlaut hann skurð á andliti og var vankaður eftir árásina. Sjúkrabíll flutti hann á slysadeild þar sem lögreglu var tilkynnt um árásina.

Maðurinn sagði við skýrslutöku að engin samskipti hefðu átt sér staðá milli hans og mannanna tveggja. Taldi maðurinn því árásina sprottna af hatri vegna þess að hann er þeldökkur.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verður farið yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum á B5 og á Hverfisgötu ásamt því að ræða frekar við fórnarlambið. Lögreglan hefur enn ekki haft hendur í hári árásarmannanna grunuðu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×