Boðar „sóknaraðgerðir“ til að tryggja öryggi Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2019 22:15 Kim Jong Un. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar „sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. Þetta er haft eftir Kim á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, og er tilefnið líklegast sá frestur sem Kim hefur veitt Bandaríkjunum til áramóta. Ekki kemur fram í hverju þessar aðgerðir felast. Norður-Kórea hætti öllum viðræðum við Bandaríkin og vilja forsvarsmenn ríkisins losna undan einhverjum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir verða tilbúnir til að hefja þær á nýjan leik. Það vilja Bandaríkin og aðrir aðilar ekki og segja Norður-Kóreu þurfa að grípa til aðgerða varðandi afvopnun áður.Sjá einnig: Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-KóreuFyrr á árinu gaf Kim yfirvöldum Bandaríkjanna frest til áramóta til að koma til móts við Norður-Kóreu en hann hefur ekki sagt hreint út hvað gerist þegar fresturinn renni út, heldur einungis það að Norður-Kórea muni feta nýjar slóðir. Sérfræðingar búast við því að hann muni tilkynna umfangsmiklar stefnubreytingar í nýársávarpi sínu á nýársdag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Nú stendur yfir stór fundur Kommúnistaflokks Norður-Kóreu og á honum að ljúka á morgun.Á þessum fundi lét Kim frá sér áðurnefnd ummæli um öryggi Norður-Kóreu en hann sagði einnig mikilvægt að styrkja efnahag ríkisins. Sérfræðingur sem blaðamaður AP ræddi við segir miklar líkur á því að Kim hafi sömuleiðis ítrekað það á fundinum að Norður-Kórea myndi halda áfram að byggja upp kjarnorkuvopn og eldflaugar. Sérstaklega með tilliti til þess að yfirmaður þeirra mála hjá her Norður-Kóreu sást á fundinum um helgina. Norður-Kórea Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar „sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. Þetta er haft eftir Kim á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, og er tilefnið líklegast sá frestur sem Kim hefur veitt Bandaríkjunum til áramóta. Ekki kemur fram í hverju þessar aðgerðir felast. Norður-Kórea hætti öllum viðræðum við Bandaríkin og vilja forsvarsmenn ríkisins losna undan einhverjum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir verða tilbúnir til að hefja þær á nýjan leik. Það vilja Bandaríkin og aðrir aðilar ekki og segja Norður-Kóreu þurfa að grípa til aðgerða varðandi afvopnun áður.Sjá einnig: Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-KóreuFyrr á árinu gaf Kim yfirvöldum Bandaríkjanna frest til áramóta til að koma til móts við Norður-Kóreu en hann hefur ekki sagt hreint út hvað gerist þegar fresturinn renni út, heldur einungis það að Norður-Kórea muni feta nýjar slóðir. Sérfræðingar búast við því að hann muni tilkynna umfangsmiklar stefnubreytingar í nýársávarpi sínu á nýársdag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Nú stendur yfir stór fundur Kommúnistaflokks Norður-Kóreu og á honum að ljúka á morgun.Á þessum fundi lét Kim frá sér áðurnefnd ummæli um öryggi Norður-Kóreu en hann sagði einnig mikilvægt að styrkja efnahag ríkisins. Sérfræðingur sem blaðamaður AP ræddi við segir miklar líkur á því að Kim hafi sömuleiðis ítrekað það á fundinum að Norður-Kórea myndi halda áfram að byggja upp kjarnorkuvopn og eldflaugar. Sérstaklega með tilliti til þess að yfirmaður þeirra mála hjá her Norður-Kóreu sást á fundinum um helgina.
Norður-Kórea Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira