„Góðhjartaður“ þjófur hringdi í móður eftir að hann stal ösku sonar hennar Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2019 20:10 Foreldrar Dennis Bebnarz vildu dreifa ösku hans á björtum og hlýjum stað. Kýpur varð fyrir valinu. Vísir/GETTY Þjófur sem rændi ösku 19 ára manns úr bíl á Kýpur, hringdi grátandi í móður mannsins í gærkvöldi. Hann baðst ítrekað afsökunar og sagði henni hvar hægt væri að finna öskuna. Lögreglan fann öskuna og eru þrír í haldi vegna þjófnaðarins. Foreldrar Dennis Bebnarz, sem var 19 ára þegar hann dó á þessu ári, vildu dreifa ösku hans á Kýpur og flugu þangað frá Svíþjóð í síðustu viku. Aska Bebnarz var í bakpoka í bíl þeirra en henni var stolið á meðan þau voru að borða. Eftir nokkurra daga leit flugu hjónin til Póllands í gær. Þjófurinn hringdi þó í gærkvöldi í Kinga Begnarz, móður unga mannsins, og sagði henni hvar hægt væri að finna öskuna. Hún segir þjófinn hafa verið grátandi þegar hann hringdi og hann hafi beðist afsökunar á því að hafa valdið henni og fjölskyldunni skaða. Í samtali við blaðamann BBC sagði Kinga að hún hefði verið miður sín þegar hún fór frá Kýpur í gær og óttaðist að ösku hans hafi verið hent í ruslið einhversstaðar.Áður en þau fóru biðluðu þau hjón til þjófsins eða þjófanna í gegnum fjölmiðla og báðu þá um að skila öskunni. Það virðist hafa skilað árangri þar sem þjófurinn hringdi í hana í gærkvöldi. Kinga segist ekki reið þjófinnum. Þess í stað vonist hún til þess að hann noti tækifærið til að breyta lífi sínu til hins betra. „Hann hefur mennskar tilfinningar og er góðhjartaður,“ sagði hún. Lögreglan á Kýpur segir þrjá í haldi vegna málsins og að þau standi frammi fyrir ákærum sem snúa að þjófnaði og skemmdarverkum. Kinga segir þau ætla að fljúga aftur til Kýpur á morgun og klára að dreifa ösku sonar þeirra. Fyrst þurfi þau þó að jafna sig aðeins. „Ég hef ekki sofið frá því á föstudaginn,“ sagði Kinga. Kýpur Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Þjófur sem rændi ösku 19 ára manns úr bíl á Kýpur, hringdi grátandi í móður mannsins í gærkvöldi. Hann baðst ítrekað afsökunar og sagði henni hvar hægt væri að finna öskuna. Lögreglan fann öskuna og eru þrír í haldi vegna þjófnaðarins. Foreldrar Dennis Bebnarz, sem var 19 ára þegar hann dó á þessu ári, vildu dreifa ösku hans á Kýpur og flugu þangað frá Svíþjóð í síðustu viku. Aska Bebnarz var í bakpoka í bíl þeirra en henni var stolið á meðan þau voru að borða. Eftir nokkurra daga leit flugu hjónin til Póllands í gær. Þjófurinn hringdi þó í gærkvöldi í Kinga Begnarz, móður unga mannsins, og sagði henni hvar hægt væri að finna öskuna. Hún segir þjófinn hafa verið grátandi þegar hann hringdi og hann hafi beðist afsökunar á því að hafa valdið henni og fjölskyldunni skaða. Í samtali við blaðamann BBC sagði Kinga að hún hefði verið miður sín þegar hún fór frá Kýpur í gær og óttaðist að ösku hans hafi verið hent í ruslið einhversstaðar.Áður en þau fóru biðluðu þau hjón til þjófsins eða þjófanna í gegnum fjölmiðla og báðu þá um að skila öskunni. Það virðist hafa skilað árangri þar sem þjófurinn hringdi í hana í gærkvöldi. Kinga segist ekki reið þjófinnum. Þess í stað vonist hún til þess að hann noti tækifærið til að breyta lífi sínu til hins betra. „Hann hefur mennskar tilfinningar og er góðhjartaður,“ sagði hún. Lögreglan á Kýpur segir þrjá í haldi vegna málsins og að þau standi frammi fyrir ákærum sem snúa að þjófnaði og skemmdarverkum. Kinga segir þau ætla að fljúga aftur til Kýpur á morgun og klára að dreifa ösku sonar þeirra. Fyrst þurfi þau þó að jafna sig aðeins. „Ég hef ekki sofið frá því á föstudaginn,“ sagði Kinga.
Kýpur Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira