Umfangsmikil leit björgunarsveita og lögreglu að göngumanni í Heydölum á Snæfellsnesi bar ekki árangur í gærkvöldi og í nótt. Um klukkan tvö í nótt var tekin ákvörðun um að fresta leit vegna versnandi veðurs.
Um 300 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum en fyrsta tilkynning, um að maðurinn væri týndur, barst um klukkan sjöunda í gærkvöldi og vöru fyrstu björgunarsveitarmenn komnir á vettvang um klukkan sjö.
Samkvæmt upplýsingum er talið að maðurinn hafi farið í fjallgöngu í Heydal, norður af Rauðameli. Hann er jafnframt sagður vanur fjallgöngum.
Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi frá því í nótt segir að tekin verði ákvörðun með morgninum um áframhaldandi leit.
