Ekki góð nótt fyrir Los Angeles liðin í NBA deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2019 07:30 Giannis Antetokounmpo var frábær á móti Los Angeles Lakers í nótt. AP/Morry Gash Los Angeles liðin þurftu bæði að sætta sig við tap í NBA-deildinni í nótt í leikjum á móti sterkum liðum. GiannisAntetokounmpo og félagar í MilwaukeeBucks voru of sterkir fyrir Los AngelesLakers og frábær endasprettur færði HoustonRockets sigur á Los AngelesClippers. @Giannis_An34 buries a CAREER-HIGH 5 3-pointers to lead the @Bucks past LAL and to the best record (25-4) in the NBA! 34 PTS | 11 REB | 7 AST | 5 3PM pic.twitter.com/v2pRI2m9Ry— NBA (@NBA) December 20, 2019 Giannis Antetokounmpo var með 34 stig og 11 fráköst þegar MilwaukeeBucks vann 111-104 sigur á Los AngelesLakers í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar.GiannisAntetokounmpo, sem var kosinn mikilvægastur í NBA-deildinni á síðustu leiktíð, var einnig með sjö stoðsendingar og fimm þriggja stiga körfur. Giannis er líklegur kandídat í að vera kosinn annað árið í röð en Bucks liðið hefur unnið 25 af 29 leikjum sínum á þessu tímabili.LeBron James og Anthony Davis létu báðir til sín taka hjá Lakers en það dugði skammt. LeBron James var með sína sjöundu þrennu á tímabilinu, 21 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar en Anthony Davis var með 36 stig og 10 fráköst. „Ég átti ekki að vera hérna,“ sagði GiannisAntetokounmpo eftir leikinn. „Ég var ekki valinn fyrstur heldur AD (Anthony Davis). Ég átti ekki að fara upp á móti þessum tveimur tröllum. Ég er svo ánægður með að vera hér og ég vil alltaf verða betri, gera meira fyrir mitt lið og það er það sem gleður mig,“ sagði Antetokounmpo eftir leikinn. „Við tökum hattinn ofan fyrir honum en höldum svo bara áfram,“ sagði Anthony Davis um frammistöðu GiannisAntetokounmpo. @KingJames tallies a triple-double and @AntDavis23 scores 28 PTS in the 2nd half! #LakeShow AD: 36 PTS, 10 REB, 5 AST, 3 BLK LBJ: 21 PTS, 12 REB, 11 AST pic.twitter.com/AboH8Uyfmm— NBA (@NBA) December 20, 2019 LeBron James og Anthony Davis gerðu vissulega sitt en það bekkur liðsins sem féll á prófinu. Bekkur Bucks liðsins skilaði 34 stigum á móti aðeins 4 stigum frá varamönnum Lakers. GeorgeHill kom með 21 stig inn af bekknum fyrir Milwaukee.Milwaukee var sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en stakk síðan af í öðrum eftir 20-7 sprett. Bucks liðið var 65-46 yfir í hálfleik. MilwaukeeBucks hefur nú unnið alla þrjá leiki sína í vetur á Los Angeles liðunum Lakers og Clippers. The @HoustonRockets close out the game on a 15-4 run to win at Staples Center and move to 19-9! #OneMissionpic.twitter.com/Af3opzUWKP— NBA (@NBA) December 20, 2019 Russell Westbrook skoraði 40 stig, það mesta sem hann hefur gert í búningi HoustonRockets, þegar liðið vann 122-117 útisigur á Los AngelesClippers. Westbrook hélt Rockets á floti fram eftir leik en James Harden tók síðan yfir á lokakaflanum sem Houston vann 15-4. James Harden endaði með 28 stig og 10 stoðsendingar en Westbrook var með 10 fráköst og 5 stoðsendingar auk stiganna fjörutíu. Paul George skoraði 34 stig fyrir Los AngelesClippers og Kawhi Leonard var með 25 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar.Kawhi Leonard kom Clippers í 113-107 þegar fjórar og hálf mínúta var eftir en skoraði ekki stig eftir það. Reyndar skoraði Clippers liðið bara fjögur stig á þessum lokamínútum og Paul George var með þau öll. James Harden skoraði aftur á móti átta stig á lokakaflanum. @spidadmitchell pours in 30 PTS to lead the @utahjazz to victory on the road! #TakeNotepic.twitter.com/PiF55jUUyX— NBA (@NBA) December 20, 2019 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los AngelesClippers - HoustonRockets 117-122SanAntonioSpurs - Brooklyn Nets 118-105 MilwaukeeBucks - Los AngelesLakers 111-104 Atlanta Hawks - UtahJazz 106-111 NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Los Angeles liðin þurftu bæði að sætta sig við tap í NBA-deildinni í nótt í leikjum á móti sterkum liðum. GiannisAntetokounmpo og félagar í MilwaukeeBucks voru of sterkir fyrir Los AngelesLakers og frábær endasprettur færði HoustonRockets sigur á Los AngelesClippers. @Giannis_An34 buries a CAREER-HIGH 5 3-pointers to lead the @Bucks past LAL and to the best record (25-4) in the NBA! 34 PTS | 11 REB | 7 AST | 5 3PM pic.twitter.com/v2pRI2m9Ry— NBA (@NBA) December 20, 2019 Giannis Antetokounmpo var með 34 stig og 11 fráköst þegar MilwaukeeBucks vann 111-104 sigur á Los AngelesLakers í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar.GiannisAntetokounmpo, sem var kosinn mikilvægastur í NBA-deildinni á síðustu leiktíð, var einnig með sjö stoðsendingar og fimm þriggja stiga körfur. Giannis er líklegur kandídat í að vera kosinn annað árið í röð en Bucks liðið hefur unnið 25 af 29 leikjum sínum á þessu tímabili.LeBron James og Anthony Davis létu báðir til sín taka hjá Lakers en það dugði skammt. LeBron James var með sína sjöundu þrennu á tímabilinu, 21 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar en Anthony Davis var með 36 stig og 10 fráköst. „Ég átti ekki að vera hérna,“ sagði GiannisAntetokounmpo eftir leikinn. „Ég var ekki valinn fyrstur heldur AD (Anthony Davis). Ég átti ekki að fara upp á móti þessum tveimur tröllum. Ég er svo ánægður með að vera hér og ég vil alltaf verða betri, gera meira fyrir mitt lið og það er það sem gleður mig,“ sagði Antetokounmpo eftir leikinn. „Við tökum hattinn ofan fyrir honum en höldum svo bara áfram,“ sagði Anthony Davis um frammistöðu GiannisAntetokounmpo. @KingJames tallies a triple-double and @AntDavis23 scores 28 PTS in the 2nd half! #LakeShow AD: 36 PTS, 10 REB, 5 AST, 3 BLK LBJ: 21 PTS, 12 REB, 11 AST pic.twitter.com/AboH8Uyfmm— NBA (@NBA) December 20, 2019 LeBron James og Anthony Davis gerðu vissulega sitt en það bekkur liðsins sem féll á prófinu. Bekkur Bucks liðsins skilaði 34 stigum á móti aðeins 4 stigum frá varamönnum Lakers. GeorgeHill kom með 21 stig inn af bekknum fyrir Milwaukee.Milwaukee var sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en stakk síðan af í öðrum eftir 20-7 sprett. Bucks liðið var 65-46 yfir í hálfleik. MilwaukeeBucks hefur nú unnið alla þrjá leiki sína í vetur á Los Angeles liðunum Lakers og Clippers. The @HoustonRockets close out the game on a 15-4 run to win at Staples Center and move to 19-9! #OneMissionpic.twitter.com/Af3opzUWKP— NBA (@NBA) December 20, 2019 Russell Westbrook skoraði 40 stig, það mesta sem hann hefur gert í búningi HoustonRockets, þegar liðið vann 122-117 útisigur á Los AngelesClippers. Westbrook hélt Rockets á floti fram eftir leik en James Harden tók síðan yfir á lokakaflanum sem Houston vann 15-4. James Harden endaði með 28 stig og 10 stoðsendingar en Westbrook var með 10 fráköst og 5 stoðsendingar auk stiganna fjörutíu. Paul George skoraði 34 stig fyrir Los AngelesClippers og Kawhi Leonard var með 25 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar.Kawhi Leonard kom Clippers í 113-107 þegar fjórar og hálf mínúta var eftir en skoraði ekki stig eftir það. Reyndar skoraði Clippers liðið bara fjögur stig á þessum lokamínútum og Paul George var með þau öll. James Harden skoraði aftur á móti átta stig á lokakaflanum. @spidadmitchell pours in 30 PTS to lead the @utahjazz to victory on the road! #TakeNotepic.twitter.com/PiF55jUUyX— NBA (@NBA) December 20, 2019 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los AngelesClippers - HoustonRockets 117-122SanAntonioSpurs - Brooklyn Nets 118-105 MilwaukeeBucks - Los AngelesLakers 111-104 Atlanta Hawks - UtahJazz 106-111
NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira