Nýr ferðaþjónusturisi verður til Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 11:21 Á meðal þess sem Arctic adventures hafa boðið upp á eru siglingar um Jökulsárlón. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtækin Arctic Adventures og Into the Glacier hyggjast sameinast og stefna á skráningu á hlutabréfamarkað innan tveggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum. Í tilkynningu segir að með sameiningunni verði til „stórfyrirtæki“ sem sinni ferðatengdri afþreyingu í öllum landshlutum. Starfsmenn sameinaðs félags eru um fjögur hundruð talsins. Gengið hefur verið frá samkomulagi Arctic Adventures hf. og framtakssjóðsins Icelandic Tourism Fund I (ITF) um sameiningu Arctic Adventures og Into the Glacier ehf. Um leið kaupir Arctic Adventures hluti ITF í fjórum afþreyingarfyrirtækjum í ferðaþjónustu: Óbyggðasetri Íslands í Fljótsdal, Raufarhóli ehf., sem rekur ferðaþjónustu í Raufarhólshelli, Skútusiglingum ehf. á Ísafirði, sem starfar undir vörumerkinu Borea Adventures og Welcome Entertainment ehf, sem stendur að leiksýningunni „Icelandic Sagas - The Greatest Hits“ í Hörpu. Í tilkynningu segir að kaupverðið greiðist með hlutum í Arctic Adventures hf., sem þýði að ITF verði eftir viðskiptin stór hluthafi í sameinaða félaginu. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku Banka veitti ráðgjöf vegna viðskiptanna og mat verðmæti fyrirtækjanna. Félögin verði áfram rekin sjálfstætt en í nánu samstarfi við Arctic Adventures. Haft er eftir Helga Júlíussyni, framkvæmdastjóra ITF, í tilkynningu að sameiningin sé fagnaðarefni fyrir íslenska ferðaþjónustu. Kraftar félaganna nýtist enn betur og náð verði fram umtalsverðri hagræðingu. Into the Glacier, býður upp á ferðir inn í ísgöngin í Langjökli sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi. Hátt í 60 þúsund manns hafa heimsótt ísgöngin á árinu, að því er fram kemur í tilkynningu. Arctic Adventures hefur lagt áherslu á að gefa ferðafólki kost á ævintýrum og upplifun í íslenskri náttúru. Viðskiptavinir á árinu eru um 250 þúsund. Samanlögð velta fyrirtækjanna tveggja á árinu 2019 er um sjö milljarðar króna. Greint var frá því í maí að samdráttur í aðsókn ferðamanna í ísgöngin Into the Glacier í Langjökli, mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir, hefði sett strik í reikninginn í viðræðum eigenda Arctic Adventures og Into the Glacier um kaupin. Samkvæmt heimildum Markaðarins var á þeim tímapunkti óvíst hvort kaupin muni ganga eftir. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vöxtur Arctic Adventures ekki dregið úr gæðum Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna, sagði í bréfi til Samkeppniseftirlitsins að aukin stærð og markaðsstyrkur Arctic Adventures hafi hingað til leitt til þess að gæðum ferðaþjónustunnar hafi hrakað í hlutfalli við vaxandi styrk fyrirtækisins. 25. apríl 2019 10:00 Tveir til viðbótar vilja grafa göng í Langjökli Tvö ferðaþjónustufyrirtæki hafa sótt um leyfi til að grafa tvenn ný ísgöng í austanverðan Langjökul, en í vesturhluta jökulsins má nú þegar finna hinn 800 metra langa Into the Glacier-íshelli. 29. ágúst 2019 08:15 Óvíst með risasamruna í ferðaþjónustu Ekki er víst að kaup Arctic Adventures á rekstrarfélagi ísganganna í Langjökli verði að veruleika. Sextíu prósenta samdráttur á fyrstu mánuðum ársins setur strik í reikninginn. 15. maí 2019 08:45 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækin Arctic Adventures og Into the Glacier hyggjast sameinast og stefna á skráningu á hlutabréfamarkað innan tveggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum. Í tilkynningu segir að með sameiningunni verði til „stórfyrirtæki“ sem sinni ferðatengdri afþreyingu í öllum landshlutum. Starfsmenn sameinaðs félags eru um fjögur hundruð talsins. Gengið hefur verið frá samkomulagi Arctic Adventures hf. og framtakssjóðsins Icelandic Tourism Fund I (ITF) um sameiningu Arctic Adventures og Into the Glacier ehf. Um leið kaupir Arctic Adventures hluti ITF í fjórum afþreyingarfyrirtækjum í ferðaþjónustu: Óbyggðasetri Íslands í Fljótsdal, Raufarhóli ehf., sem rekur ferðaþjónustu í Raufarhólshelli, Skútusiglingum ehf. á Ísafirði, sem starfar undir vörumerkinu Borea Adventures og Welcome Entertainment ehf, sem stendur að leiksýningunni „Icelandic Sagas - The Greatest Hits“ í Hörpu. Í tilkynningu segir að kaupverðið greiðist með hlutum í Arctic Adventures hf., sem þýði að ITF verði eftir viðskiptin stór hluthafi í sameinaða félaginu. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku Banka veitti ráðgjöf vegna viðskiptanna og mat verðmæti fyrirtækjanna. Félögin verði áfram rekin sjálfstætt en í nánu samstarfi við Arctic Adventures. Haft er eftir Helga Júlíussyni, framkvæmdastjóra ITF, í tilkynningu að sameiningin sé fagnaðarefni fyrir íslenska ferðaþjónustu. Kraftar félaganna nýtist enn betur og náð verði fram umtalsverðri hagræðingu. Into the Glacier, býður upp á ferðir inn í ísgöngin í Langjökli sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi. Hátt í 60 þúsund manns hafa heimsótt ísgöngin á árinu, að því er fram kemur í tilkynningu. Arctic Adventures hefur lagt áherslu á að gefa ferðafólki kost á ævintýrum og upplifun í íslenskri náttúru. Viðskiptavinir á árinu eru um 250 þúsund. Samanlögð velta fyrirtækjanna tveggja á árinu 2019 er um sjö milljarðar króna. Greint var frá því í maí að samdráttur í aðsókn ferðamanna í ísgöngin Into the Glacier í Langjökli, mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir, hefði sett strik í reikninginn í viðræðum eigenda Arctic Adventures og Into the Glacier um kaupin. Samkvæmt heimildum Markaðarins var á þeim tímapunkti óvíst hvort kaupin muni ganga eftir.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vöxtur Arctic Adventures ekki dregið úr gæðum Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna, sagði í bréfi til Samkeppniseftirlitsins að aukin stærð og markaðsstyrkur Arctic Adventures hafi hingað til leitt til þess að gæðum ferðaþjónustunnar hafi hrakað í hlutfalli við vaxandi styrk fyrirtækisins. 25. apríl 2019 10:00 Tveir til viðbótar vilja grafa göng í Langjökli Tvö ferðaþjónustufyrirtæki hafa sótt um leyfi til að grafa tvenn ný ísgöng í austanverðan Langjökul, en í vesturhluta jökulsins má nú þegar finna hinn 800 metra langa Into the Glacier-íshelli. 29. ágúst 2019 08:15 Óvíst með risasamruna í ferðaþjónustu Ekki er víst að kaup Arctic Adventures á rekstrarfélagi ísganganna í Langjökli verði að veruleika. Sextíu prósenta samdráttur á fyrstu mánuðum ársins setur strik í reikninginn. 15. maí 2019 08:45 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Vöxtur Arctic Adventures ekki dregið úr gæðum Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna, sagði í bréfi til Samkeppniseftirlitsins að aukin stærð og markaðsstyrkur Arctic Adventures hafi hingað til leitt til þess að gæðum ferðaþjónustunnar hafi hrakað í hlutfalli við vaxandi styrk fyrirtækisins. 25. apríl 2019 10:00
Tveir til viðbótar vilja grafa göng í Langjökli Tvö ferðaþjónustufyrirtæki hafa sótt um leyfi til að grafa tvenn ný ísgöng í austanverðan Langjökul, en í vesturhluta jökulsins má nú þegar finna hinn 800 metra langa Into the Glacier-íshelli. 29. ágúst 2019 08:15
Óvíst með risasamruna í ferðaþjónustu Ekki er víst að kaup Arctic Adventures á rekstrarfélagi ísganganna í Langjökli verði að veruleika. Sextíu prósenta samdráttur á fyrstu mánuðum ársins setur strik í reikninginn. 15. maí 2019 08:45