Borga tíu milljarða fyrir Icelandair hótelin Eiður Þór Árnason skrifar 20. desember 2019 20:00 Vincent Tan er stofnandi og stjórnarformaður Berjaya Group. Hann á ráðandi hlut í félaginu og er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff. Vísir/Getty Gert er ráð fyrir því að gengið verði frá sölu Icelandair Group á Icelandair Hotels til dótturfélags malasíska félagsins Berjaya Land Berhad í lok febrúar árið 2020 en ekki árslok 2019 líkt og áður var stefnt að. Fram kemur í tilkynningu frá Icelandair að þau skilyrði sem samið hafi verið um vegna sölunnar séu nú að mestu uppfyllt. Heildargreiðslur til Icelandair Group vegna kaupanna eru 84 milljónir Bandaríkjadala eða sem nemur um 10,1 milljarði króna. Þann 13. júlí sl. skrifaði stjórn Icelandair Group undir samning við dótturfélag Berjaya Land Berhad um kaup á 75% hlut í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum. Eitt af skilyrðum kaupanna var endurfjármögnun hótelfélagsins, er fram kemur í tilkynningunni. Stjórn Icelandair Hotels skrifaði í dag undir samning við Arion banka um 8 milljarða króna lán þess efnis. Berjaya hefur nú þegar greitt Icelandair Group 15 milljónir Bandaríkjadala eða um 1,8 milljarð króna sem nemur um það bil 30% af kaupverði félagsins. Segir í tilkynningunni að 29 milljónir Bandaríkjadala eða um 3,4 milljarðar króna verði nú greiddir í kjölfar endurfjármögnunar. Dagsetning lokagreiðslu, sem nemur 40 milljónum Bandaríkjadala, verður þann 28. febrúar 2020 en þessi tveggja mánaða seinkun er sögð koma til vegna gjaldeyrishafta í Malasíu. Komi til þess að eftirstöðvarnar verði ekki greiddar er til staðar samkomulag um vanefndagreiðslu af hálfu kaupanda. Myndi hann þá þurfa að greiða 10 milljónir Bandaríkjadala eða um 1,2 milljarð króna af því sem þegar hefur verið greitt. Getur Icelandair Group þá rift kaupunum. Berjaya Land Berhad er skráð félag í Malasíu og starfar meðal annars í hótelrekstri, smásölu og fasteignaþróun. Stofnandi og stjórnarformaður móðurfélagsins Berjaya Group er malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan. Ferðamennska á Íslandi Icelandair Malasía Tengdar fréttir Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00 Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Þarf nýjar tryggingar við sölu Icelandair Hotels til Berjaya Við kaup Berjaya á meirihluta í íslensku hótelkeðjunni virkjast ákvæði í samningunum um breytingar á eignarhaldi í félaginu (e. change of control) og við það fellur úr gildi móðurfélagsábyrgð Icelandair. 2. október 2019 07:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að gengið verði frá sölu Icelandair Group á Icelandair Hotels til dótturfélags malasíska félagsins Berjaya Land Berhad í lok febrúar árið 2020 en ekki árslok 2019 líkt og áður var stefnt að. Fram kemur í tilkynningu frá Icelandair að þau skilyrði sem samið hafi verið um vegna sölunnar séu nú að mestu uppfyllt. Heildargreiðslur til Icelandair Group vegna kaupanna eru 84 milljónir Bandaríkjadala eða sem nemur um 10,1 milljarði króna. Þann 13. júlí sl. skrifaði stjórn Icelandair Group undir samning við dótturfélag Berjaya Land Berhad um kaup á 75% hlut í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum. Eitt af skilyrðum kaupanna var endurfjármögnun hótelfélagsins, er fram kemur í tilkynningunni. Stjórn Icelandair Hotels skrifaði í dag undir samning við Arion banka um 8 milljarða króna lán þess efnis. Berjaya hefur nú þegar greitt Icelandair Group 15 milljónir Bandaríkjadala eða um 1,8 milljarð króna sem nemur um það bil 30% af kaupverði félagsins. Segir í tilkynningunni að 29 milljónir Bandaríkjadala eða um 3,4 milljarðar króna verði nú greiddir í kjölfar endurfjármögnunar. Dagsetning lokagreiðslu, sem nemur 40 milljónum Bandaríkjadala, verður þann 28. febrúar 2020 en þessi tveggja mánaða seinkun er sögð koma til vegna gjaldeyrishafta í Malasíu. Komi til þess að eftirstöðvarnar verði ekki greiddar er til staðar samkomulag um vanefndagreiðslu af hálfu kaupanda. Myndi hann þá þurfa að greiða 10 milljónir Bandaríkjadala eða um 1,2 milljarð króna af því sem þegar hefur verið greitt. Getur Icelandair Group þá rift kaupunum. Berjaya Land Berhad er skráð félag í Malasíu og starfar meðal annars í hótelrekstri, smásölu og fasteignaþróun. Stofnandi og stjórnarformaður móðurfélagsins Berjaya Group er malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan.
Ferðamennska á Íslandi Icelandair Malasía Tengdar fréttir Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00 Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Þarf nýjar tryggingar við sölu Icelandair Hotels til Berjaya Við kaup Berjaya á meirihluta í íslensku hótelkeðjunni virkjast ákvæði í samningunum um breytingar á eignarhaldi í félaginu (e. change of control) og við það fellur úr gildi móðurfélagsábyrgð Icelandair. 2. október 2019 07:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00
Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34
Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06
Þarf nýjar tryggingar við sölu Icelandair Hotels til Berjaya Við kaup Berjaya á meirihluta í íslensku hótelkeðjunni virkjast ákvæði í samningunum um breytingar á eignarhaldi í félaginu (e. change of control) og við það fellur úr gildi móðurfélagsábyrgð Icelandair. 2. október 2019 07:00