Kóreski uppvakningurinn fór létt með Frankie Edgar Pétur Marinó Jónsson skrifar 21. desember 2019 13:33 Edgar étur högg. Vísir/Getty UFC var með bardagakvöld í morgun í Suður-Kóreu. Heimamaðurinn Chan Sung Jung kláraði Frankie Edgar í aðalbardaganum. Chan Sung Jung, betur þekktur sem The Korean Zombie, var vel fagnað þegar hann gekk á leið í búrið. Jung byrjaði bardagann af krafti og var snemma búinn að kýla Edgar niður. Jung fylgdi Edgar eftir í gólfið og reyndi að klára með höggum en Edgar sýndi hetjulega baráttu til að halda sér í bardaganum. Dómarinn var nokkrum sinnum nálægt því að stöðva bardagann en Edgar náði á endanum að koma sér upp. Þar beið hans ekkert nema fleiri þung högg frá Jung. Jung kýldi Edgar aftur niður með flottri fléttu og steig dómarinn þá inn og stöðvaði bardagann réttilega. Frábær frammistaða og glæsilegur sigur hjá Jung. Edgar hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum og spurning hversu lengi þessi 38 ára gamli bardagamaður ætlar að halda áfram. Jung óskaði eftir titilbardaga en hann hefur unnið tvo bardaga í röð, báða með rothöggi í fyrstu lotu og báða á þessu ári. Þeir Volkan Oezdemir og Aleksander Rakic mættust í næstsíðasta bardaga kvöldsins og var bardagi þeirra frábær. Oezdemir sigraði eftir klofna dómaraákvörðun í hnífjöfnum bardaga en sigurinn hefði getað dottið beggja vegna. Þetta var síðasta bardagakvöld ársins hjá UFC. Öll úrslit bardagakvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Síðasta bardagakvöld ársins hjá UFC snemma á laugardagsmorgni Síðasta bardagakvöld ársins hjá UFC fer fram í Suður-Kóreu á laugardaginn. Bardagarnir byrja snemma en heimamaðurinn Chan Sung Jung mætir Frankie Edgar í aðalbardaga kvöldsins. 20. desember 2019 22:15 Í beinni í dag: UFC og toppliðin í Evrópu Það er stór dagur fram undan á sportrásum Stöðvar 2, það verða tíu beinar útsendngar frá fjórum íþróttagreinum á dagskrá í dag. 21. desember 2019 06:00 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
UFC var með bardagakvöld í morgun í Suður-Kóreu. Heimamaðurinn Chan Sung Jung kláraði Frankie Edgar í aðalbardaganum. Chan Sung Jung, betur þekktur sem The Korean Zombie, var vel fagnað þegar hann gekk á leið í búrið. Jung byrjaði bardagann af krafti og var snemma búinn að kýla Edgar niður. Jung fylgdi Edgar eftir í gólfið og reyndi að klára með höggum en Edgar sýndi hetjulega baráttu til að halda sér í bardaganum. Dómarinn var nokkrum sinnum nálægt því að stöðva bardagann en Edgar náði á endanum að koma sér upp. Þar beið hans ekkert nema fleiri þung högg frá Jung. Jung kýldi Edgar aftur niður með flottri fléttu og steig dómarinn þá inn og stöðvaði bardagann réttilega. Frábær frammistaða og glæsilegur sigur hjá Jung. Edgar hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum og spurning hversu lengi þessi 38 ára gamli bardagamaður ætlar að halda áfram. Jung óskaði eftir titilbardaga en hann hefur unnið tvo bardaga í röð, báða með rothöggi í fyrstu lotu og báða á þessu ári. Þeir Volkan Oezdemir og Aleksander Rakic mættust í næstsíðasta bardaga kvöldsins og var bardagi þeirra frábær. Oezdemir sigraði eftir klofna dómaraákvörðun í hnífjöfnum bardaga en sigurinn hefði getað dottið beggja vegna. Þetta var síðasta bardagakvöld ársins hjá UFC. Öll úrslit bardagakvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Síðasta bardagakvöld ársins hjá UFC snemma á laugardagsmorgni Síðasta bardagakvöld ársins hjá UFC fer fram í Suður-Kóreu á laugardaginn. Bardagarnir byrja snemma en heimamaðurinn Chan Sung Jung mætir Frankie Edgar í aðalbardaga kvöldsins. 20. desember 2019 22:15 Í beinni í dag: UFC og toppliðin í Evrópu Það er stór dagur fram undan á sportrásum Stöðvar 2, það verða tíu beinar útsendngar frá fjórum íþróttagreinum á dagskrá í dag. 21. desember 2019 06:00 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Síðasta bardagakvöld ársins hjá UFC snemma á laugardagsmorgni Síðasta bardagakvöld ársins hjá UFC fer fram í Suður-Kóreu á laugardaginn. Bardagarnir byrja snemma en heimamaðurinn Chan Sung Jung mætir Frankie Edgar í aðalbardaga kvöldsins. 20. desember 2019 22:15
Í beinni í dag: UFC og toppliðin í Evrópu Það er stór dagur fram undan á sportrásum Stöðvar 2, það verða tíu beinar útsendngar frá fjórum íþróttagreinum á dagskrá í dag. 21. desember 2019 06:00