Karfan.is greinir frá því á vef sínum í kvöld að Bandaríkjamaðurinn, Urald King, sé á leiðinni í Stjörnuna.
Leikmaðurinn staðfesti þetta sjálfur í samtali við vefsíðuna en hann er án liðs eftir að hafa verið leystur undan samningi hjá Boulogne-sur-Mer í Frakklandi.
Urald hefur leikið hér á landi áður. Tímabilin 2016-2018 lék hann með Val en hann lék svo með Tindastól fyrri hluta tímabilsins 2018/2019 sem og í janúar og febrúar á þessu ári.
Urald er ekki eini leikmaðurinn sem verður löglegur með Stjörnuliðið í janúar en liðið samdi einnig við Gunnar Ólafsson á dögunum.
Stjarnan er á toppi deildarinnar. Liðið er með 18 stig, tveimur stigum á undan Keflavík og Tindastól. Liðið er einnig komið í átta liða úrslit bikarsins þar sem þeir mæta fyrrum vinnuveitendum Urald, Val.
Stjörnumenn sækja Urald King
