Macron biðlar til lestarstarfsmanna að spilla ekki hátíðunum Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 08:07 Margt var um manninn á Norðurlestarstöðinni í París á föstudag enda ætla margir sér að eyða jólum með vinum og ættingjum annars staðar. Vísir/EPA Búist er við því að verkföll verkalýðsfélaga samgöngustarfsfólks setji strik í reikninginn fyrir marga Frakka sem þurfa að leggja land undir fót fyrir jólin. Emmanuel Macron forseti biðlar til félaganna að fresta verkfallsaðgerðum sínum af virðingu við fjölskyldur landsins. Verkföll hafa staðið yfir gegn fyrirhuguðum breytingum á lífeyriskerfinu undanfarnar tvær vikur og valdið nokkrum usla í frönsku samfélagi. Lestarfyrirtækið SNCF varar við því „veruleg röskun“ verði á ferðum þess yfir jólin vegna aðgerðanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Helmingi færri háhraðalestir voru í umferð í gær en vanalega og í París var helmingur neðanjarðarlestarleiða lokaður. Einnig hefur fjölda flugferða verið aflýst. Fjöldi Frakka sem hugðist eyða jólunum við ættingjum og vinum situr því eftir með sárt ennið. Macron, sem staddur er í ferðalagi á Fílabeinsströndinni, hvatti verkfallsfólk til þess eyðileggja ekki jólin fyrir samlöndum sínum. „Verkfallsaðgerðir eru réttlætanlegar og varðar af stjórnarskránni en ég tel að það séu stundir í lífi þjóðarinnar þar sem er líka gott að boða til vopnahlés til að virða fjölskyldur og líf fjölskyldna,“ sagði Macron í Abidjan. Verkalýðsfélögin mótmæla umbótum sem Macron vill ráðast í á lífeyriskerfi Frakklands. Forsetinn vill taka upp eitt lífeyriskerfi fyrir alla í stað þeirra 42 mismunandi kerfa sem nú eru í gangi í landinu. Það segja verkalýðsfélögin muna leiða til þess að félagsmenn þeirra þurfi að vinna lengur eða fá minna fyrir sinn snúð en ella. Frakkland Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Búist er við því að verkföll verkalýðsfélaga samgöngustarfsfólks setji strik í reikninginn fyrir marga Frakka sem þurfa að leggja land undir fót fyrir jólin. Emmanuel Macron forseti biðlar til félaganna að fresta verkfallsaðgerðum sínum af virðingu við fjölskyldur landsins. Verkföll hafa staðið yfir gegn fyrirhuguðum breytingum á lífeyriskerfinu undanfarnar tvær vikur og valdið nokkrum usla í frönsku samfélagi. Lestarfyrirtækið SNCF varar við því „veruleg röskun“ verði á ferðum þess yfir jólin vegna aðgerðanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Helmingi færri háhraðalestir voru í umferð í gær en vanalega og í París var helmingur neðanjarðarlestarleiða lokaður. Einnig hefur fjölda flugferða verið aflýst. Fjöldi Frakka sem hugðist eyða jólunum við ættingjum og vinum situr því eftir með sárt ennið. Macron, sem staddur er í ferðalagi á Fílabeinsströndinni, hvatti verkfallsfólk til þess eyðileggja ekki jólin fyrir samlöndum sínum. „Verkfallsaðgerðir eru réttlætanlegar og varðar af stjórnarskránni en ég tel að það séu stundir í lífi þjóðarinnar þar sem er líka gott að boða til vopnahlés til að virða fjölskyldur og líf fjölskyldna,“ sagði Macron í Abidjan. Verkalýðsfélögin mótmæla umbótum sem Macron vill ráðast í á lífeyriskerfi Frakklands. Forsetinn vill taka upp eitt lífeyriskerfi fyrir alla í stað þeirra 42 mismunandi kerfa sem nú eru í gangi í landinu. Það segja verkalýðsfélögin muna leiða til þess að félagsmenn þeirra þurfi að vinna lengur eða fá minna fyrir sinn snúð en ella.
Frakkland Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira