Kvikmyndahúsum barst óvænt tilkynning frá framleiðendum Cats sem gagnrýnendur hafa leitt til slátrunar Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2019 09:43 Söngkonan Taylor Swift leikur í Cats. Universal Myndverið Universal sendi tilkynningu á þúsundir kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum á föstudag til að segja þeim frá því að von væri á uppfærðri útgáfu af söngvamyndinni Cats. Hafði myndverið tekið þá ákvörðun að láta tæknimenn lagfæra tæknibrellur í myndinni, en miðlar vestanhafs segja það nánast óþekkt að slíkt sé gert þegar mynd er komin í sýningu. Myndinni hefur bókstaflega verið slátrað af gagnrýnendum. Er myndin byggð á langlífum söngleik Andrew Lloyd-Webber og skartar fjölda stórstjarna í aðalhlutverkum. Þar á meðal Idris Elba, Judi Dench, Ian McKellan, Taylor Swift, Francesca Hayward, Jennifer Hudson, Rebel Wilson og James Corden. Er búið að tölvugera leikarana sem mennska ketti en þegar fyrsta stiklan var frumsýnd fyrir nokkru áttu netverjar vart orð yfir útliti aðalpersóna myndarinnar. Gagnrýnandi Hollywood Reporter sagði útlit kattanna nánast hrollvekjandi. Gagnrýnandi Vanity Fair sagðist hafa fleiri spurningar en svör eftir að hafa horft á myndina. Hann líkti myndinni við villikött sem lyktar illa og ætti alls ekki að fara inn á heimilið þitt. Sá sem gagnrýndi myndina fyrir New York Times sagði það vera efni í doktorsverkefni hvernig þessi mynd varð að veruleika. Myndin var frumsýnd á föstudag vestanhafs og tók inn um 2,6 milljónir dollara á fyrsta deginum. Leikstjóri myndarinnar er Óskarsverðlaunahafinn Tom Hopper en hann hefur verið frekar hreinskilinn um það við fjölmiðla að framleiðendur myndarinnar voru á síðasta snúningi við að klára tæknibrellur myndarinnar fyrir forsýningu hennar 16. desember síðastliðinn. Gagnrýnendur meta myndina 19 prósent ferska á vef Rotten Tomatoes, sem er frekar lág einkunn. Þar er tekið saman samdóma álit gagnrýnenda sem segja myndina ógurleg mistök og að áhorfendur muni þrá ekkert annað en að komast út úr sýningarsalnum. Áhorfendur meta myndina þó 62 prósent ferska. Myndin verður frumsýnd 26. desember hér á landi. Hollywood Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Myndverið Universal sendi tilkynningu á þúsundir kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum á föstudag til að segja þeim frá því að von væri á uppfærðri útgáfu af söngvamyndinni Cats. Hafði myndverið tekið þá ákvörðun að láta tæknimenn lagfæra tæknibrellur í myndinni, en miðlar vestanhafs segja það nánast óþekkt að slíkt sé gert þegar mynd er komin í sýningu. Myndinni hefur bókstaflega verið slátrað af gagnrýnendum. Er myndin byggð á langlífum söngleik Andrew Lloyd-Webber og skartar fjölda stórstjarna í aðalhlutverkum. Þar á meðal Idris Elba, Judi Dench, Ian McKellan, Taylor Swift, Francesca Hayward, Jennifer Hudson, Rebel Wilson og James Corden. Er búið að tölvugera leikarana sem mennska ketti en þegar fyrsta stiklan var frumsýnd fyrir nokkru áttu netverjar vart orð yfir útliti aðalpersóna myndarinnar. Gagnrýnandi Hollywood Reporter sagði útlit kattanna nánast hrollvekjandi. Gagnrýnandi Vanity Fair sagðist hafa fleiri spurningar en svör eftir að hafa horft á myndina. Hann líkti myndinni við villikött sem lyktar illa og ætti alls ekki að fara inn á heimilið þitt. Sá sem gagnrýndi myndina fyrir New York Times sagði það vera efni í doktorsverkefni hvernig þessi mynd varð að veruleika. Myndin var frumsýnd á föstudag vestanhafs og tók inn um 2,6 milljónir dollara á fyrsta deginum. Leikstjóri myndarinnar er Óskarsverðlaunahafinn Tom Hopper en hann hefur verið frekar hreinskilinn um það við fjölmiðla að framleiðendur myndarinnar voru á síðasta snúningi við að klára tæknibrellur myndarinnar fyrir forsýningu hennar 16. desember síðastliðinn. Gagnrýnendur meta myndina 19 prósent ferska á vef Rotten Tomatoes, sem er frekar lág einkunn. Þar er tekið saman samdóma álit gagnrýnenda sem segja myndina ógurleg mistök og að áhorfendur muni þrá ekkert annað en að komast út úr sýningarsalnum. Áhorfendur meta myndina þó 62 prósent ferska. Myndin verður frumsýnd 26. desember hér á landi.
Hollywood Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira