Grunur um íkveikju: „Þetta er bara martröð“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2019 18:00 Anna Kristbjörg Jónsdóttir býr í húsinu en fjölskylda hennar er á hrakhólum eftir brunann. Vísir/Sigurjón Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. Fjölskyldan býr á annarri hæð í fjölbýlishúsi í Vestubergi í Breiðholti en eldur kom upp í húsinu á föstudaginn. Í dag fóru hjónin inn í húsið til að kanna aðstæður. Sterka brunalykt leggur um allt húsið, stigagangurinn er illa farinn eftir eldinn og veggirnir svartir af sóti. „Þetta lítur mjög illa út. Íbúðin er samt heil. Mikil lykt inni og það sem við erum að gera núna er að fara aðeins yfir föt og hvort við getum tekið með okkur einhvern fatnað en ég er nú ekki alveg að sjá það ske af því að lyktin er alveg yfirþyrmandi,“ segir Anna Kristbjörg Jónsdóttir íbúi í húsinu. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í Anna segir bæði þau hjónin og húsfélagið vera með tryggingar. Erfiðlega hafi gengið að nálgast upplýsingar hjá tryggingarfélögunum um helgina um hvað þau fái bætt og hvernig staðið verði að málum. „Það hefur enginn komið til þess að meta eða hreinsa eða neitt,“ segir Anna. Anna og maðurinn hennar eiga tvö stálpuð börn og hefur fjölskyldan þurft að skipta sér upp og dvelja hjá ættingjum og vinum síðan á föstudaginn. Þau sjá ekki fyrir sér að geta dvalið aftur heima hjá sér fyrr en í fyrsta lagi eftir áramótin. Stigagangurinn og flest sem var á honum er illa farið eftir eldinn.Vísir/Sigurjón „Ég held að það séu allir bara í áfalli enn þá. Þetta er, ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það. Þetta er bara martröð. Búin að vera matröð síðan á föstudaginn. Ég er illa sofin og áhyggjufull,“ segir Anna og að þau taki bara einn dag í einu. Eldurinn kom upp á jarðhæðinni þar sem geymslur eru. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er unnið að rannsókn málsins en grunur leikur á að kveikt hafi verið í. Anna segir óvíst hvar þau haldi jólin hátíðleg. „Það er þá einna helst hjá mömmu en hún er náttúrlega með mjög litla íbúð. Spurning hvort við getum reynt að gera eitthvað gott úr því. Ég veit það ekki en ég er ekkert rosalega bjartsýn sko því miður,“ segir Anna. Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. Fjölskyldan býr á annarri hæð í fjölbýlishúsi í Vestubergi í Breiðholti en eldur kom upp í húsinu á föstudaginn. Í dag fóru hjónin inn í húsið til að kanna aðstæður. Sterka brunalykt leggur um allt húsið, stigagangurinn er illa farinn eftir eldinn og veggirnir svartir af sóti. „Þetta lítur mjög illa út. Íbúðin er samt heil. Mikil lykt inni og það sem við erum að gera núna er að fara aðeins yfir föt og hvort við getum tekið með okkur einhvern fatnað en ég er nú ekki alveg að sjá það ske af því að lyktin er alveg yfirþyrmandi,“ segir Anna Kristbjörg Jónsdóttir íbúi í húsinu. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í Anna segir bæði þau hjónin og húsfélagið vera með tryggingar. Erfiðlega hafi gengið að nálgast upplýsingar hjá tryggingarfélögunum um helgina um hvað þau fái bætt og hvernig staðið verði að málum. „Það hefur enginn komið til þess að meta eða hreinsa eða neitt,“ segir Anna. Anna og maðurinn hennar eiga tvö stálpuð börn og hefur fjölskyldan þurft að skipta sér upp og dvelja hjá ættingjum og vinum síðan á föstudaginn. Þau sjá ekki fyrir sér að geta dvalið aftur heima hjá sér fyrr en í fyrsta lagi eftir áramótin. Stigagangurinn og flest sem var á honum er illa farið eftir eldinn.Vísir/Sigurjón „Ég held að það séu allir bara í áfalli enn þá. Þetta er, ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það. Þetta er bara martröð. Búin að vera matröð síðan á föstudaginn. Ég er illa sofin og áhyggjufull,“ segir Anna og að þau taki bara einn dag í einu. Eldurinn kom upp á jarðhæðinni þar sem geymslur eru. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er unnið að rannsókn málsins en grunur leikur á að kveikt hafi verið í. Anna segir óvíst hvar þau haldi jólin hátíðleg. „Það er þá einna helst hjá mömmu en hún er náttúrlega með mjög litla íbúð. Spurning hvort við getum reynt að gera eitthvað gott úr því. Ég veit það ekki en ég er ekkert rosalega bjartsýn sko því miður,“ segir Anna.
Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira