Hafði samband eftir að viðtalið var sýnt og bauð fjölskyldunni íbúð yfir jólin Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 10:42 Anna Kristbjörg Jónsdóttir ræðir hér við fréttamann eftir brunann á föstudag. Stöð 2 Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. Þau fá lykla að lánsíbúð afhenta í dag og segjast dolfallin yfir örlætinu sem ókunnugt fólk sýni þeim. Anna Kristbjörg Jónsdóttir íbúi í Vesturbergi þar sem eldurinn kviknaði á föstudag lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að óvíst væri hvar fjölskyldan gæti haldið jólin hátíðleg. Eftir að viðtalið var sýnt hafði ókunnugt fólk með lausar íbúðir samband við fjölskylduna og bauð henni afnot af þeim yfir jólin. „Ég þekki þetta fólk ekki neitt. Við eiginlega getum ekki lýst því hvernig okkur líður, þakklætið er að sjálfsögðu efst í huga. Maður er dolfallinn,“ segir Anna Kristbjörg í samtali við Vísi. Fjölskyldan tók einu tilboðinu þakklát og fær lykla að íbúð afhenta í dag. Þau sjá því fram á að ná að koma sér fyrir í tæka tíð fyrir jól. „Þetta er tímabundið núna fram yfir jól og áramót en þetta er samt smá vonarglæta,“ segir Anna Kristbjörg. „Og það eina sem við getum gert er að reyna að gera gott úr þessum jólum og hvíla okkur. Við erum búin á því.“ Anna og maðurinn hennar eiga tvö stálpuð börn og hefur fjölskyldan þurft að skipta sér upp og dvelja hjá ættingjum og vinum síðan á föstudaginn. Anna gerir ráð fyrir því að þau verði að minnsta kosti þrjú saman í lánsíbúðinni á aðfangadagskvöld. Anna Kristbjörg segir allt enn óvíst með íbúð þeirra í Vesturbergi. Hún kveðst hafa rætt við tryggingafélag sitt í morgun en ekkert hafi verið hægt að gera að svo stöddu. „Þannig að við vitum ekkert stöðuna á því strax. Það hefur enginn komið þarna til að skoða svo ég viti til. Rafmagnstaflan gjöreyðilagðist þannig að ég veit ekki hvað tekur langan tíma að koma á rafmagni.“ Eldurinn kviknaði á jarðhæðinni þar sem geymslur eru. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að grunur leiki á að kveikt hafi verið í húsinu. Rannsókn málsins stendur enn yfir. Anna sést hér ásamt slökkviliðsmönnum við Vesturberg á föstudag.Vísir/vilhelm Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Grunur um íkveikju: „Þetta er bara martröð“ Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. 22. desember 2019 18:00 Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49 Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira
Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. Þau fá lykla að lánsíbúð afhenta í dag og segjast dolfallin yfir örlætinu sem ókunnugt fólk sýni þeim. Anna Kristbjörg Jónsdóttir íbúi í Vesturbergi þar sem eldurinn kviknaði á föstudag lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að óvíst væri hvar fjölskyldan gæti haldið jólin hátíðleg. Eftir að viðtalið var sýnt hafði ókunnugt fólk með lausar íbúðir samband við fjölskylduna og bauð henni afnot af þeim yfir jólin. „Ég þekki þetta fólk ekki neitt. Við eiginlega getum ekki lýst því hvernig okkur líður, þakklætið er að sjálfsögðu efst í huga. Maður er dolfallinn,“ segir Anna Kristbjörg í samtali við Vísi. Fjölskyldan tók einu tilboðinu þakklát og fær lykla að íbúð afhenta í dag. Þau sjá því fram á að ná að koma sér fyrir í tæka tíð fyrir jól. „Þetta er tímabundið núna fram yfir jól og áramót en þetta er samt smá vonarglæta,“ segir Anna Kristbjörg. „Og það eina sem við getum gert er að reyna að gera gott úr þessum jólum og hvíla okkur. Við erum búin á því.“ Anna og maðurinn hennar eiga tvö stálpuð börn og hefur fjölskyldan þurft að skipta sér upp og dvelja hjá ættingjum og vinum síðan á föstudaginn. Anna gerir ráð fyrir því að þau verði að minnsta kosti þrjú saman í lánsíbúðinni á aðfangadagskvöld. Anna Kristbjörg segir allt enn óvíst með íbúð þeirra í Vesturbergi. Hún kveðst hafa rætt við tryggingafélag sitt í morgun en ekkert hafi verið hægt að gera að svo stöddu. „Þannig að við vitum ekkert stöðuna á því strax. Það hefur enginn komið þarna til að skoða svo ég viti til. Rafmagnstaflan gjöreyðilagðist þannig að ég veit ekki hvað tekur langan tíma að koma á rafmagni.“ Eldurinn kviknaði á jarðhæðinni þar sem geymslur eru. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að grunur leiki á að kveikt hafi verið í húsinu. Rannsókn málsins stendur enn yfir. Anna sést hér ásamt slökkviliðsmönnum við Vesturberg á föstudag.Vísir/vilhelm
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Grunur um íkveikju: „Þetta er bara martröð“ Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. 22. desember 2019 18:00 Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49 Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira
Grunur um íkveikju: „Þetta er bara martröð“ Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. 22. desember 2019 18:00
Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49
Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38
Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45