Rukkuð um lokagreiðslu fyrir draumaferðina tveimur dögum áður en starfsemin var stöðvuð Sylvía Hall skrifar 23. desember 2019 21:00 Farvel hafði beðið um lokagreiðslu fyrir ferðalag hjónanna aðeins tveimur dögum áður en starfsemin var stöðvuð. Samsett Sigríður Pálsdóttir og eiginmaður hennar höfðu samband við ferðaskrifstofuna Farvel fyrir um það bil ári síðan í því skyni að skipuleggja draumaferðina. Brottför var áætluð þann 4. janúar næstkomandi en nú virðist vera úti um mánaðarlangt draumafrí eftir skyndilega lokun ferðaskrifstofunnar Farvel. Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var fellt úr gildi eftir að fyrirtækið skilaði ekki inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Talið er að lokunin hafi áhrif á ferðaplön 100-200 manns samkvæmt upplýsingum á vef Ferðamálastofu.Sjá einnig: Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Aðeins tveimur dögum áður en þau fengu tilkynningu um lokun ferðaskrifstofunnar hafði Viktor Heiðdal Sveinsson, forsvarsmaður fyrirtækisins, samband við eiginmann Sigríðar og bað um að þau myndu leggja inn lokagreiðslu fyrir fyrirhugað ferðalag. Hún segir ólíklegt að hann hafi ekki vitað í hvað stefndi þá. „Þegar maður starfar við svona veit maður alveg í hvað stefnir nokkrum dögum fyrr,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segist ekkert hafa gengið að ná í Viktor eftir að þau fengu upplýsingar um lokun skrifstofunnar. „Hann lætur bara ekki ná í sig.“ Rúm vika er síðan haustferð 2020 til Balí var auglýst á Facebook-síðu Farvel.Farvel Engin svör og ólíklegt að kröfur verði greiddar að fullu Sigríður segist verulega ósátt við vinnubrögð Farvel, enda hafi þau skipulagt fríið með ferðaskrifstofunni í um það bil heilt ár. Þau hafi greitt þær greiðslur sem beðið var um og gert viðeigandi ráðstafanir og komin með frí frá vinnu í janúar. Hún segir þau tvímælalaust ætla að leita réttar síns vegna málsins og hafa haft samband við lögfræðing. Það sé eina leiðin þar sem engin svör fást frá forsvarsmönnum Farvel sem hafa ekki svarað fyrirspurnum þeirra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra.Á vef Ferðamálastofu er fólk hvatt til að kanna rétt sinn hjá tryggingarfélögum og kortafyrirtækjum. Þeir sem hafi greitt inn á pakkaferð geti sett fram kröfu í tryggingarfé Farvel hjá Ferðamálastofu en fyrir liggur að kröfur verði ekki greiddar að fullu. Gjaldþrot Neytendur Tengdar fréttir Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Sigríður Pálsdóttir og eiginmaður hennar höfðu samband við ferðaskrifstofuna Farvel fyrir um það bil ári síðan í því skyni að skipuleggja draumaferðina. Brottför var áætluð þann 4. janúar næstkomandi en nú virðist vera úti um mánaðarlangt draumafrí eftir skyndilega lokun ferðaskrifstofunnar Farvel. Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var fellt úr gildi eftir að fyrirtækið skilaði ekki inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Talið er að lokunin hafi áhrif á ferðaplön 100-200 manns samkvæmt upplýsingum á vef Ferðamálastofu.Sjá einnig: Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Aðeins tveimur dögum áður en þau fengu tilkynningu um lokun ferðaskrifstofunnar hafði Viktor Heiðdal Sveinsson, forsvarsmaður fyrirtækisins, samband við eiginmann Sigríðar og bað um að þau myndu leggja inn lokagreiðslu fyrir fyrirhugað ferðalag. Hún segir ólíklegt að hann hafi ekki vitað í hvað stefndi þá. „Þegar maður starfar við svona veit maður alveg í hvað stefnir nokkrum dögum fyrr,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segist ekkert hafa gengið að ná í Viktor eftir að þau fengu upplýsingar um lokun skrifstofunnar. „Hann lætur bara ekki ná í sig.“ Rúm vika er síðan haustferð 2020 til Balí var auglýst á Facebook-síðu Farvel.Farvel Engin svör og ólíklegt að kröfur verði greiddar að fullu Sigríður segist verulega ósátt við vinnubrögð Farvel, enda hafi þau skipulagt fríið með ferðaskrifstofunni í um það bil heilt ár. Þau hafi greitt þær greiðslur sem beðið var um og gert viðeigandi ráðstafanir og komin með frí frá vinnu í janúar. Hún segir þau tvímælalaust ætla að leita réttar síns vegna málsins og hafa haft samband við lögfræðing. Það sé eina leiðin þar sem engin svör fást frá forsvarsmönnum Farvel sem hafa ekki svarað fyrirspurnum þeirra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra.Á vef Ferðamálastofu er fólk hvatt til að kanna rétt sinn hjá tryggingarfélögum og kortafyrirtækjum. Þeir sem hafi greitt inn á pakkaferð geti sett fram kröfu í tryggingarfé Farvel hjá Ferðamálastofu en fyrir liggur að kröfur verði ekki greiddar að fullu.
Gjaldþrot Neytendur Tengdar fréttir Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07