Biskup þakkaði björgunarsveitunum Sylvía Hall skrifar 25. desember 2019 12:27 Agnes M. Sigurðardóttir biskup predikaði í Dómkirkjunni í dag. Vísir Agnes M. Sigurðardóttir biskup fór yfir víðan völl í predikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Hún sagði samheldni og samhjálp ríkja hér á landi og þakkaði sérstaklega sjálfboðaliðum björgunarsveita ásamt vinnuveitendum þeirra sem leyfa þeim að sinna störfum sínum. Þá þakkaði biskup einnig starfsfólki RARIK og Landsvirkjunar fyrir störf þeirra við það að hreinsa línur og koma rafmagni aftur á í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið fyrr í mánuðinum. Sagðist hún skilja vel þá áskorun að búa við rafmagnsleysi, komandi frá Vestfjörðum. Hún sagði þó mannfólkið ekki vera eitt um það að fá að vita af vondum veðrum, snjókomu og hríð. Skepnur fyndu einnig fyrir veðurfarinu og gætu sér enga björg veitt. Bændur norðan heiða væru ekki öfundsverðir af því að hafa þurft að bjarga þeim frá kulda og jafnvel dauða. Agnes sagði þá samhjálp og samheldni sem ríkir hér á landi vera í samræmi við þann boðskap sem Jesú boðaði í lífi og starfi. Kærleiksboðskapur hans væri ofar hefðum og reglum þegar fólk væri hjálparþurfi. Hann hafi einnig staðið með þeim sem samfélagið hafnaði og unnið gegn fordómum. Þá sagði hún jólin boða von og hugrekki til þess að bæta það sem bæta þarf. Þau vandamál sem heimsbyggðin væri að glíma við væru ekki ný af nálinni fyrir utan hlýnun jarðar. Í dag hefðum við fjölbreyttari aðferðir og tæki til þess að bæta það sem bæta þarf. Að lokum vakti hún athygli á því að hælisleitendur fluttu bænir í helgistund á jólanótt Ríkisútvarpsins. Þó það gæti hafa komið einhverjum á óvart að heyra bænir á erlendu tungumáli á „helgasta tíma þjóðarinnar“ eins og hún komst að orði, þá væri það hlutverk kirkjunnar að opna faðminn og þjóna öllum af kærleika, mannúð og mildi. Björgunarsveitir Jól Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir biskup fór yfir víðan völl í predikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Hún sagði samheldni og samhjálp ríkja hér á landi og þakkaði sérstaklega sjálfboðaliðum björgunarsveita ásamt vinnuveitendum þeirra sem leyfa þeim að sinna störfum sínum. Þá þakkaði biskup einnig starfsfólki RARIK og Landsvirkjunar fyrir störf þeirra við það að hreinsa línur og koma rafmagni aftur á í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið fyrr í mánuðinum. Sagðist hún skilja vel þá áskorun að búa við rafmagnsleysi, komandi frá Vestfjörðum. Hún sagði þó mannfólkið ekki vera eitt um það að fá að vita af vondum veðrum, snjókomu og hríð. Skepnur fyndu einnig fyrir veðurfarinu og gætu sér enga björg veitt. Bændur norðan heiða væru ekki öfundsverðir af því að hafa þurft að bjarga þeim frá kulda og jafnvel dauða. Agnes sagði þá samhjálp og samheldni sem ríkir hér á landi vera í samræmi við þann boðskap sem Jesú boðaði í lífi og starfi. Kærleiksboðskapur hans væri ofar hefðum og reglum þegar fólk væri hjálparþurfi. Hann hafi einnig staðið með þeim sem samfélagið hafnaði og unnið gegn fordómum. Þá sagði hún jólin boða von og hugrekki til þess að bæta það sem bæta þarf. Þau vandamál sem heimsbyggðin væri að glíma við væru ekki ný af nálinni fyrir utan hlýnun jarðar. Í dag hefðum við fjölbreyttari aðferðir og tæki til þess að bæta það sem bæta þarf. Að lokum vakti hún athygli á því að hælisleitendur fluttu bænir í helgistund á jólanótt Ríkisútvarpsins. Þó það gæti hafa komið einhverjum á óvart að heyra bænir á erlendu tungumáli á „helgasta tíma þjóðarinnar“ eins og hún komst að orði, þá væri það hlutverk kirkjunnar að opna faðminn og þjóna öllum af kærleika, mannúð og mildi.
Björgunarsveitir Jól Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira