Rússneskum stjórnarandstæðingi rænt af hernum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2019 10:25 Shaveddinov (f.m.) með Navalny (t.v.). instagram Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, hefur gagnrýnt rússnesk yfirvöld harðlega vegna fangelsunar eins samflokksmanns hans í herstöð við norðurhafsstrendur í Rússlandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ruslan Shaveddinov var handtekinn á heimili sínu í Moskvu á mánudag og flogið var með hann rúma tvö þúsund kílómetra norður á Novaya Zemlya eyjaklasann. Navalny, sem var fangelsaður í sumar fyrir að hafa hvatt til mótmæla, sakaði yfirvöld um að hafa rænt aðgerðasinnanum sem hann segir að hafi verið undanþeginn herþjónustu. Talsmaður hersins hefur hins vegar sakað Shaveddinov um að hafa svikist undan herþjónustu.Sjá einnig: Navalny sleppt úr haldiTólf mánaða herþjónusta er skyldug fyrir alla rússneska menn á aldrinum 18 til 27 ára en undanþágur eru veittar meðal annars vegna heilsu. Shaveddinov hefur unnið sem verkefnisstjóri hjá samtökum sem vinna gegn spillingu (FBK) sem Navalny stofnaði undanfarin misseri. Segir Shaveddinov hafa svikist undan herþjónustu Á mánudaginn var áfrýjun Shaveddinov um að sleppa undan herþjónustu vegna heilsu neitað hjá dómstólum í Moskvu. Sama kvöld var hann handtekinn í íbúð sinni og sími hans aftengdur samkvæmt rússneskum fjölmiðlum. Hvarf hans var tilkynnt af FBK. Samkvæmt Navalny fékk Shaveddinov lánaðan síma á miðvikudag og segir Navalny að hann hafi hringt í sig og sagt að honum væri haldið í herstöð 33. herdeildar flughersins sem er staðsett í Rogachovo á Novaya Zemlya. Þá hafi hann sagt að hann væri undir stöðugu eftirliti og að honum fylgdi hermaður hvert sem hann færi, þar á meðal á salernið. Sími Shaveddinov var tekinn af honum þrátt fyrir að hermenn mættu vera með síma svo lengi sem þeir væru ekki nettengdir. Þá væri Shaveddinov frjáls ferða sinna innan herstöðvarinnar en að 27 gráðu frost væri þar. Samkvæmt Navalny vinna lögmenn nú að því að frýja hann undan hernaðarskildu og segir Navalny að honum hafi verið rænt og honum sé haldið ólöglega. Þá sé Shaveddinov með sjúkdóm sem undanskilji hann frá herþjónustu. Maxim Loktev, herofursti í Moskvu, sagði í samtali við rússnesku fréttastofuna Itar-Tass að aðgerðasinninn hafi lengi vel svikist undan herþjónustu og hafi verið sóttur til þjónustu löglega. Þá bætti hann við að staðsetning hans hafi verið ákveðin í samræmi við læknisgreiningu. Fjölmiðlafulltrúi helsta stjórnarandstöðuleiðtogans Auk þess að vera verkefnisstjóri sér Shaveddinov um YouTube síðu Navalny. Hann starfaði einnig sem fjölmiðlafulltrúi fyrir Navalny þegar hann reyndi að bjóða sig fram til forseta í fyrra þegar Vladimir Putin var endurkjörinn. Navalny, einn helsti stjórnarandstöðuleiðtogi Rússlands hefur í meira en áratug unnið gegn spillingu í Rússlandi og er einn helsti gagnrýnandi stjórnar Putin. Rússland Tengdar fréttir Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36 Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32 Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, hefur gagnrýnt rússnesk yfirvöld harðlega vegna fangelsunar eins samflokksmanns hans í herstöð við norðurhafsstrendur í Rússlandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ruslan Shaveddinov var handtekinn á heimili sínu í Moskvu á mánudag og flogið var með hann rúma tvö þúsund kílómetra norður á Novaya Zemlya eyjaklasann. Navalny, sem var fangelsaður í sumar fyrir að hafa hvatt til mótmæla, sakaði yfirvöld um að hafa rænt aðgerðasinnanum sem hann segir að hafi verið undanþeginn herþjónustu. Talsmaður hersins hefur hins vegar sakað Shaveddinov um að hafa svikist undan herþjónustu.Sjá einnig: Navalny sleppt úr haldiTólf mánaða herþjónusta er skyldug fyrir alla rússneska menn á aldrinum 18 til 27 ára en undanþágur eru veittar meðal annars vegna heilsu. Shaveddinov hefur unnið sem verkefnisstjóri hjá samtökum sem vinna gegn spillingu (FBK) sem Navalny stofnaði undanfarin misseri. Segir Shaveddinov hafa svikist undan herþjónustu Á mánudaginn var áfrýjun Shaveddinov um að sleppa undan herþjónustu vegna heilsu neitað hjá dómstólum í Moskvu. Sama kvöld var hann handtekinn í íbúð sinni og sími hans aftengdur samkvæmt rússneskum fjölmiðlum. Hvarf hans var tilkynnt af FBK. Samkvæmt Navalny fékk Shaveddinov lánaðan síma á miðvikudag og segir Navalny að hann hafi hringt í sig og sagt að honum væri haldið í herstöð 33. herdeildar flughersins sem er staðsett í Rogachovo á Novaya Zemlya. Þá hafi hann sagt að hann væri undir stöðugu eftirliti og að honum fylgdi hermaður hvert sem hann færi, þar á meðal á salernið. Sími Shaveddinov var tekinn af honum þrátt fyrir að hermenn mættu vera með síma svo lengi sem þeir væru ekki nettengdir. Þá væri Shaveddinov frjáls ferða sinna innan herstöðvarinnar en að 27 gráðu frost væri þar. Samkvæmt Navalny vinna lögmenn nú að því að frýja hann undan hernaðarskildu og segir Navalny að honum hafi verið rænt og honum sé haldið ólöglega. Þá sé Shaveddinov með sjúkdóm sem undanskilji hann frá herþjónustu. Maxim Loktev, herofursti í Moskvu, sagði í samtali við rússnesku fréttastofuna Itar-Tass að aðgerðasinninn hafi lengi vel svikist undan herþjónustu og hafi verið sóttur til þjónustu löglega. Þá bætti hann við að staðsetning hans hafi verið ákveðin í samræmi við læknisgreiningu. Fjölmiðlafulltrúi helsta stjórnarandstöðuleiðtogans Auk þess að vera verkefnisstjóri sér Shaveddinov um YouTube síðu Navalny. Hann starfaði einnig sem fjölmiðlafulltrúi fyrir Navalny þegar hann reyndi að bjóða sig fram til forseta í fyrra þegar Vladimir Putin var endurkjörinn. Navalny, einn helsti stjórnarandstöðuleiðtogi Rússlands hefur í meira en áratug unnið gegn spillingu í Rússlandi og er einn helsti gagnrýnandi stjórnar Putin.
Rússland Tengdar fréttir Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36 Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32 Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36
Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32
Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09